Og Drottinn mælti við Mósen: „Ég vil enn nú láta eina plágu koma yfir faraónem og Egyptaland. Eftir það mun hann leyfa yður burt að fara og hann mun ekki alleinasta láta yður fara, heldur mun hann reka yður í burt. Þar fyrir, segðu nú fólkinu að hver kallmaður biðji sinn vin og hver kvinna sína grannkonu um silfurker og gullker. Því að Drottinn mun gefa fólkinu náð fyrir egypskum.“ Og Móses var mjög mikilsháttar maður í Egyptalandi, fyrir faraónis þénurum og fyrir fólkinu.
Og Móses sagði: „So segir Drottinn: Um miðja nótt vil ég fara um Egyptaland og allir frumburðir í Egyptalandi skulu deyja, frá faraónis frumgetna syni sem situr á hans stóli og til frumgetins sonar ambáttarinnar sem kvern dregur, og allur frumgetnaður fénaðarins mun deyja. [ Og þar skal koma so mikið óp í öllu Egyptalandi hvers líki aldrei hefur verið og ei skal vera. En meðal allra Ísraelssona skal ekki eirn hundur geyja, hvorki hjá mönnum né fénaði, so þér vitið hverja grein Drottinn gjörir á millum egypskra manna og Ísrael. Þá skulu allir þessir þínir þénarar koma ofan til mín og falla mér til fóta og segja: Far þú burt og allt það fólk sem þér er undirgefið. Eftir það vil ég í burtu fara.“ Og hann gekk mjög reiður út frá faraóni.
Og Drottinn mælti við Mósen: „Faraó hlýðir yður ekki, uppá það að mörg tákn skulu ske í Egyptalandi.“ Og Móses og Aron gjörðu öll þessi tákn fyrir faraóne. En Drottinn forherti hans hjarta so að hann vildi ekki leyfa Ísraelssonum burt að fara af sínu landi.