VI.

Skammt eftir þetta þá sendi kóngurinn einn gamlan mann frá Antiochia að hann skyldi nauðga Gyðingum að falla frá lögmáli sinna feðra og halda ei lengur Guðs lögmál og að hann skyldi saurga musterið í Jerúsalem og skyldi kalla það Júpíters kirkju Olympii og musterið í Garisím skyldi nefnast Júpíters kirkja Xenii af því þar byggi framandi fólk. [ Slíkt villt athæfi fékk hverjum manni hugarangurs því að heiðingjar átu og drukku sig galda í musterinu og drýgðu með kvinnum alls kyns skammir í þeim heilaga stað og báru inn þangað margt það sem ekki var hæfilegt.

Menn offruðu yfir altarinu forboðnum fórnum í lögmálinu og héldu hverki þvottdaginn né aðrar vanalegar hátíðir. Og enginn þorði að láta á sér merkja að hann væri Gyðingur. Og þeir nauðguðu þeim til með valdi að offra í hverjum manni þegar kóngsins fæðingardagur var. Og þegar menn héldu Bachi hátíð þá neyddu þeir Gyðingana til að ganga fram með kransa af lauerbertré Bacho til vegsemdar. [

Menn höfðu og komið Ptolomeo til að láta útganga eitt boð um heiðingjanna staði sem voru kringum Jerúsalem að þeir skyldu hvervetna nauðga Gyðingunum til að offra. Og ef að nokkrir væri stöðugir í því að þeir vildu ekki halda það með heiðingjunum þá skyldu menn jafnsnart leggja þá til dauðs. Þá mátti sjá eina mikla hörmung.

Þar urðu framleiddar tvær kvinnur af því að þær höfðu umskorið sonu sína. [ Við þeirra brjóst bundu þeir börnin og leiddu þær um kring í gegnum allan staðinn og að síðustu köstuðu þeir þeim ofan fyrir múrinn. Nokkrir höfðu falið sig þar í nánd í holum svo að þeir mætti halda þvottdaginn. Þegar það var sagt Philippo þá lét hann brenna þá því þeir vildu ei verjast so að þeir brytu ekki þvottdaginn. [

En hér verð eg að áminna lesarann að hann hneyksli sig ekki á þessari hörmungu heldur hugsi að þetta straff er yfir þá komið ekki þeim til fordjörfunar heldur til viðvörunar. Því að það er ein stór líkn að Guð hindrar syndarana so að þeir fái ekki framgang og straffar þá jafnsnart. Því að vor Guð hefur ekki slíkt langlundargeð við oss svo sem við aðra heiðingja hverja hann lætur framganga þangað til þeir hafa uppfyllt mælir sinna synda so að hann straffi þá þar eftir heldur varnar hann oss við so að vér skulum ei hafa ofmikið við og að hann að síðustu ekki hefni sín á oss. Þar fyrir hefur hann nú aldrei í burt tekið með aullu frá oss sína miskunnsemi. Og þó hann hafi tyttað oss með einni ógæfu þá hefur hann þó ei heldur með öllu yfirgefið sitt fólk. Þetta hef eg sagt til einnrar áminningar. Nú viljum vér koma aftur til historiunnar.

Þar var einn mann, einn ypparsti af þeim skriftlærðu. [ Sá hét Eleasar, einn aldraður maður og þó mjög fríður. Á honum sperrtu þeir munninn upp með valdi að hann skyldi eta svínakjöt. En hann vildi heldur deyja ærlega heldur en að lifa skammlega og hann leið það með þolinmæði. Og þá hann gekk til pínunnar þá ávítaði hann þá sem átu forboðið kjöt af elsku þessa stundlega lífs. Þeir sem nú voru settir til að þvinga fólkið til að eta svínakjötið á móti lögmálinu af því að þeir höfðu þekkt hann lengi þá tóku þeir hann afsíðis út af og sögðust vilja bera honum það kjöt sem honum væri vel etandi en hann skldi láta líka sem það væri offrað svínakjöt og skyldi eta það kónginum til vilja að hann mætti so lífi halda og njóta gamla vinskapar.

En hann hugsaði svo sem sómdi hans elli og gráhærðu höfði og eftir hans góðu framferði sem hann hafði haft frá ungdómi og eftir því heilaga Guðs lögmáli og sagði berlega fram: „Sendið mig strax undir jörðina og í gröfina. Því að illa hæfir það minni elli að eg skuli soddan hræsni hafa so að þeir inu ungu hugsi svo: Eleasar hinn níræði er og orðinn einn heiðingi, og mundu þá verða afvegaleiddir fyri minn hræsnaraskap og að eg hegðaði mér so fyrir fólkinu og frelsti so mitt líf um litla stund sem eg hef enn nú eftir ólifað. Það væri mér ein eilíf skömm. Og að vísu, hvað kann eð að hafa þar af þó að eg nú alla reiðu komist undan mannanna straffi með því að eg ekki kann að komast undan Guðs höndum hvert heldur eg er lífs eður dauður? Þar fyrir vil eg nú glaðlega deyja so sem það hæfir mér, gömlum manni, að láta góð dæmi eftir mig hjá þeim ungu svo að þeir deyi viljugir og hreystilega vegna þess dýrðlega og heilaga lögmáls.“

Þá hann hafði talað þessi orð þá leiddu þeir hann til pínunnar. En þeir sem leiddu hann og áður höfðu verið hans vinir þeir reiddust honum fyrir slík orð því þeir meintu að hann hefði af metnaði talað þetta. Og þá þeir höfðu slegið hann so að hann var nú að dauða kominn þá andvarpaði hann og sagði: „Drottinn, fyrir hverjum ekkert er hulið, hann veit að eg mátti vera án þessara slaga og stórrar pínu sem eg hef á mínum líkama, hefði eg viljað. En sálarinnar vegna líð eg það gjarna fyrir Guðs skuld.“ Og hann gaf so upp andann og lét með sínum dauða eftir sig eitt huggunarsamlegt eftirdæmi hvert ekki alleinasta ungdóminn áminna skal til mannkosta heldur og einnin sérhvern mann,.