V.
Um þennan tíma reisti Antiochus í annað sinn til Egyptalands. Og menn sáu um alla borgina fjörutígu daga í samt í loftinu riddara í forgylltum brynjum með löngum spjótum, í fylkingum. [ Og menn sáu hversu að þeir renndu til samans og hlífðu sér með skjöldunum og spjótunum og hversu að þeir rykktu sverðunum og skutu hvorir að öðrum og hversu að skein á þau forgylltu vopn og hversu að þeir höfðu mislitar brynjur. Þá bað hver maður að það skyldi ekki merkja neitt illt.
En þar komu upp ósönn tíðindi, hversu að Antiochus skykldi vera dauður. Þá tók Jason til sín þúsund manns og féll óforvarandis yfir staðinn. [ Og þá hann sté upp á múrinn með sína menn og hafði unnið staðinn þá flýði Menelaus í kastalann. [ En Jason myrti sína borgarmenn sárgrætilega og hugsaði ei að þetta var hans eigin ólukka að hann hafði soddan lukku í móti sínum vinum heldur lét hann sér þykja að hann ynni sigur á sínum fjandmönnum þar hann vann sigur á sínum borgarmönnum. Og þó gat hann ei náð valdstjórninni heldur fékk hann sín forþénuð laun og flýði með sneypu aftur til Amorítalands. Að síðustu varð hann klagaður fyrir Areta Arabiakóngi so að hann varð að flýja frá einum stað til annars og var hvergi óhræddur. [ Og hver maður var honum gramur svo sem þeim eð fallinn var frá sínu lögmáli og hver maður formælti honum svo sem öðrum forræðara og fjandmanni síns eigin föðurlands og so varð hann útflæmdur til Egyptalands. Og so sem hann hafði marga rekið af sínu föðurlandi so varð hann og sjálfur að deyja í útlegð í Lacedemonia þar hann vonaði að hann mundi finna uppheldi so dó hann að enginn bar harm eftir hann. [ Og hann hafði ekki aðeins þá ógæfu að hann var ei grafinn í sínu fósturlandi heldur fékk hann og einnin öngva gröf í framanda landi.
Þá þetta kom fyrir kónginn þá hugsaði hann að allt Gyðingaland mundi fallið vera frá honum. [ Og hann reisti með grimmum huga burt úr Egyptalandi og inntók Jerúsalem með valdi og bauð stríðsmönnunum í hel að slá án allrar vægðar allt hvað þeir fyndu á strætunum og í húsunum. Þá voru í hel slegnir ungir og gamlir, menn og kvinnur, börn og jungfrúr, já og so börnin í vöggunum, so að á þremur dögum létust þar áttatígu þúsund manna, fjörutígu þúsund voru herteknir og nær áttatígu þúsund seldir.
En Antiochus lét sér ekki þetta nægja heldur yfirféll hann og svo þann helgasta stað á jörðunni og svikarinn Menelaus leiddi hann inn þangað. [ Þá rænti hann með sínum bölvöðum höndum þeim heilögu kerum og öllu því sem aðrir konungar höfðu gefið musterinu til fegurðar og prýði það reif hann í burt með sínum syndugum höndum og upphóf sig mjög og sá ei að Drottinn leyfði að slíkt kæmi yfir þá sem í staðnum voru vegna þeirra synda.
Þetta var sökin að Guð lét so skammlega fara með þann heilaga stað, elligar skyldi það svo hafa gengið Antiocho so sem það gekk Heliodoro hver eð útsendur var af Seleuco kóngi að rannsaka fjársjóðaherbergið og varð harðlega sleginn þar fyrir so að hann neyddist til að láta af sinni djarflegri upptekt. [ Því að Guð hefur ei útvalið fólkið staðarins vegna heldur staðinn fólksins vegna. Þar fyrir hlaut og það heilaga musterið að líða einnin þá fólkið var straffað líka so sem það þar í móti hafði gagn af fólkinu. Því að líka so sem musterið varð unnið af óvinunum þá Drottinn var reiður líka so fékk það aftur heiður og rétt þá Drottinn varð þeim aftur líknsamur.
En summan á öllu því sem Antiochus rænti úr musterinu var átján hundruð centener silfurs sem hann tók með sér og reisti strax til Antiochiam með svoddan drambsemi og metnaði að hann hugsaði sér nú að gjöra jörðina so að menn mættu sigla um hana so sem um sjóinn og hafið að menn skyldu ganga þar á so sem á jörðunni. Og hann lét eftir nokkra bífalningsmenn í Jerúsalem, vonda skálka, sem var Philippus úr Phrygialandi; sá inn var verri og argari en hans herra, Andronichum í Garisím, og Menelaus með þeim tveimur, hver eð var yfir öllum öðrum so að hann plágaði sitt eigið fólk. [
Og af því að Antiochus var so harðlega gramur upp á Gyðingana sendi hann til þeirra einn skammlegan skálk Apollonium í landið með tvö og tuttugu þúsund manna og bauð honum að hann skyldi í hel slá alla fullvaxna kallmenn en að selja kvinnurnar og það yngra fólkið. [ Þá hann kom nú fyrir Jerúsalem skikkaði hann sér friðsamlega allt til þvottdagsins, á hverjum Gyðingar halda heilagt. Þá bauð hann strax sínu fólki að vopnast. Og sem hver maður hljóp nú þangað að og vildi sjá hvað þar skyldi ske þá lét hann í hel slá þá alla og kom so í staðinn með allan sinn her og í hel sló mikinn fjölda fólks. [
En Judas Macchabeus tók sig þar frá með sínum bræðrum burt í eyðimörk og á fjöll og hélt sig þar með öllum þeim sem sig höfðu gefið til hans og lifði við jurtir so að hann skyldi ekki lifa á meðal þeirra óhreinu Gyðinga. [