XV.
En þegar Nicanor heyrði að Júdas og þeir sem með honum voru héldu sig í Samaria þá hugsaði hann að yfirfalla þá á þvottdegi óhræddur. Og sem þeir Gyðingar hverjum hann hafði nauðgað með að reisa áminntu hann að hann ekki skyldi svo hryggilega þeim fyrirfara heldur hlífa þeim helga degi þar til hvern Guð sjálfur hefði heiðrað og helgað þá spurði þesi höfuðskálkur þá: „Sá sem boðið hefur þvottdaginn er hann herra á himnum?“ Og þá þeir svöruðu: [ „Já, það er sá lifandi Drottinn, hann er herra á himnum sem boðið hefur að hvíla þann sjöunda dag“ þá svarði hann: „Þá er eg herra á jörðunni og eg býð yður að brynja yður og gjöra kóngsins skipan.“ En hann kunni þó ekki að framkvæma sitt áform. Og Nicanor hældist um hrósaði og lést fullvís þar út í að hann skyldi vinna stórt frægðarverk á Juda. [
En Macchabeus hafði eitt stöðugt trúnaðartraust og von að Drottinn mundi hjálpa honum og huggaði þá sem hjá honum voru að þeir skyldu ekki vera hræddir við þá heiðingja sem í móti þeim réðust heldur hugsa upp á það fullting sem fyrr meir ósjaldan skeð var við þá af himnum ofan og enn nú vona á þann tilkomandi sigur og þá hjálp sem Guð mundi senda þeim. [ So huggaði hann þá úr lögmálinu og spámannabókunum og minnti þá á þær sigursælu orrostur sem þeir höfðu fyrri átt og gjörði þá so hugdjarfa. Og þá hann hafði so áminnt þá þá tjáði hann fyrir þeim hvernin heiðingjar höfðu forbrotið og gjört í móti þeirra eiði. Og hann brynjaði þá so að þeir skyldu ekki treysta upp á spjót og skjöld heldur upp á Guðs orð.
Hann sagði þeim og so frá einni sýn sem trúlegt var að hann hafi séð hvar af þeir urðu allir hugdjarfir. [ En sýnin var þessi: Onias sá hæðsti prestur, einn merkilegur, heiðarlegur, góðvildarsamur, mikill málsnilldarmaður, sá eð frá barndómi vandi sig til allra mannkosta, hann upphóf sínar hendur og bað fyrir öllu Gyðingafólki. Því næst birtist honum einn annar dýrðlegur maður í kostulegum klæðnaði hafandi mjög dýrðlegt yfirbragð. Og Onias talaði til Judam: „Þessi er Jeremias, spámaður Guðs, sem mjög elskar þína bræður og jafnan biður fyrir þessu fólki og þeim heilaga stað.“ Því nærst fékk Jeremias Juda með sínum höndum eitt gullbúið sverð og sagði til hans: „Tak við því heilaga sverði sem Guð gefur þér. Með því skaltu slá óvinina.“
Þá Júdas hafði nú huggað þá með so fögrum orðum hvar af þeir fengu hug og hjarta þá kom það ásamt með þeim að reisa öngvar herbúðir heldur ráðast strax í móti óvinum og yfirfalla þá hreystilega og láta so sverfa til stáls því að borgin, guðsþjónustan og musterið væri statt í voða. Og að vísiu þá hugsuðu þeir ei sofellt um háska sinna kvenna, barna, bræðra og vina, heldur var þeirra mesta áhyggja fyrir því heilaga musteri. Og þeir sem í borginni voru eftir orðnir höfðu mesta sorg fyrir þeirra stríðsfólki.
Þá orrostan skyldi nú stakast og óvinirnir voru samankomnir og höfðu fylkt liði sínu og sett fílana þar þeir skyldu vera og riddaraliðið í báða fylkingararma og þá Macchabeus sá óvinina og þeirra margfaldan stríðsviðurbúnað og þau ógnarlegu dýrin þá upplyfti hann sínum höndum til himins og tilbað þann dásamlega Guð sem alla hluti sér því að hann vissi vel að sigur kemur ekki fyrir vopn né verjur heldur gefur Guð hann þeim sem hann vill. Og hann bað so:
„Drottinn, þú útsendir þinn engil í tíð Ezechie kóngs og hann sló í herbúðum Sennakeríb hundrað fimm og áttatígir þúsundir manna. [ So send nú, þú Drottinn á himnum, einn góðan engil undan oss að skelfa óvinina. Lát þá skelfast fyrir þínum magtararmlegg sem reisa með guðlastan í móti þínu heilaga fólki.“ Og þar með hætti Júdas sinni ræðu.
So dró Nicanor fram með sínu herliði með trametum og miklu herópi en Júdas og hans menn hófu orrostuna með bæn og ákalli til Guðs. [ Með höndunum vógu þeir en með hjartanu kölluðu þeir til Guðs. Og þeir felldu fimmtán og tuttugu þúsundir manna og voru mjög glaðir að Guð hafði so miskunnsamlega auðsýnt sig. [
Þegar orrostan var úti og þeir reistu í burt þá þekktu þeir Nicanor af hans brynju að hann var fallinn. [ Þá upphófst eitt mikið siguróp og fagnaðarkall og þeir lofuðu Guð á sitt tungumál. Og Júdas sá sem líf og góss hafði útgefið fyrir sitt fólk og frá barndómi hafði sínu fólki margt gott gjört hann bauð að höggva höfuðið og höndina með öxlinni af Nicanor og flytja til Jerúsalem. Þá hann kom nú þangað samankallaði hann sitt fólk og setti prestana fyrir altarið og sendi eftir óvinunum upp á kastalann og sýndu Nicanors höfuð og höndina þess guðlastara hverja hann hafði upphafið í gegn því heilaga húsi Hins almáttuga með miklum metnaði. Hann lét og skera tunguna úr höfði hins óguðlega Nicanor og bauð að saxa hana í smátt og gefa fuglum. Og þá hönd sem hann hafði haft til þess galinskapar bauð hann upp að hengja gagnvart musterinu.
Og allt fólkið vegsamaði Guð á himnum, segjandi: [ „Blessaður sé sá sem sinn stað hefur varðveitt so að hann er ei saurgaður orðinn.“ Og hann uppfesti Nicanors höfuð svo að hver maður mátti sjá það úr kastalanum til eins opinberlegs merkis að Guð hafði hjálpað þeim. Og það var samþykkt af þeim öllum að gleyma ekki þessum degi heldur skyldu menn hann helgan halda, sem er þann þrettánda dag hins tólfta mánaðar hver eð kallast adar á sýrlensku, næsta degi fyrir hátíð Mardochei. [
So vil eg nú hér með að finnni enda þessi bók eftir fall Nicanors og eftir það að Gyðingar höfðu unnið aftur staðinn. Og hafi eg sett og samið hana vel það vilda eg gjarna gjört hafa en hafi það miður orðið þá hefi eg þó gjört so mikið þar að so sem eg kunni. Því að ekki er lystilegt að drekka alla tíma vín eður vatn heldur að drekka stundum vín, stundum vatn, það er lystilegt. So er og það lystilegt að lesa margt. Þetta skal vera endinn.
Endir á Annari bók Macchabeorum