VI.
Nú sem Saneballat, Tobía og Gósem Arabiter og aðrir vorir óvinir spurðu þetta að eg hefði uppbyggt múrinn og bætt so að þar fannst hvergi sprunga á múrnum (en eigi hafða eg þá enn búið um hurðirnar í hliðunum) þá sendi Saneballat og Gósem boð til mín og létu segja mér: „Kom og setjum vorn fund með oss á landsbyggðunum á þeim velli Ónó.“ En þeir þenktu að gjöra mér illt. Eg sendi þeim boð aftur og lét segja þeim: „Eg hefi mikið arfiði fyrir höndum, eigi kann eg að koma þangað, annars forsómast það verk ef eg tek mína hönd þar frá og fer eg ofan til yðar.“ Þeir sendu mér boð vel í fjórar reisur með sömum orðum en eg gaf þeim ið sama svar aftur.
Í fimmta sinn sendi Saneballat sinn eigin þénara til mín hver eð hafði eitt opið bréf í sinni hendu í hverju að svo stóð: [ „Það er komið fyrir heiðingjana og Gósem hefur það sagt að þú og Gyðingarnir þenkja sér að gjöra uppreist og því keppist þú við að byggja þennan múr að þú vilt vera þeirra kóngur fyrir þetta. Þú hefur og sett til spámennina sem skyldu úthrópa í Jerúsalem um þig og segja: Hann er kóngur Gyðinga! Nú mun slíkt koma fyrir kónginn. Þar fyrir kom nú og látum oss ráðgast hver við annan hér um.“ En eg sendi honum boð aftur og lét svo segja: „Ekki er svo skeð sem þú segir. Soddan hefur þú uppkveikt í þínu hjarta.“ Því þeir vildu allir gjöra oss hrædda og þenktu að vér mundum taka vorar hendur frá verkinu og arfiða ekki meira. En eg styrkta því meir mína hönd.
Og eg kom í Semaja hús, sonar Delaja, sonar Maethabel, og hann hafði lukt sig inni og sagði: [ „Látum oss koma saman í Guðs hús, mitt í musterinu, og lokum aftur musterisins dyrum. Því að þeir munu koma og slá þig í hel og í nótt koma þeir að deyða þig.“ Eg svaraði: „Skal minn líki flýja? Slak slíkur maður sem eg er fara í musterið að forða lífi sínu? Eg vil ekki fara þangað.“ Því eg merkta vel að Guð hafði ekki útsent hann því að hann spáði þessa um mig. En Tobía og Saneballat höfðu gefið honum peninga og því tók hann peningana að eg skyldi vera hræddur og svo gjöra og syndgast so þeir hefði nokkuð illt að brígsa mér með. Minn Guð, minnst þú á Tobía og Saneballat eftir þessum þeirra gjörningum og á þann spámann Nóadja og á þá aðra spámenn sem mig vildu hræða.
Síðan urðu múrveggirnir albúnir þann fimmta og tuttugasta dag í elúlmánuði, á tólf og fjörutígi dögum. [ Og sem allir óvinir vorir það heyrðu þá óttuðust allir heiðingjar þeir sem í kringum oss voru svo öll þeirra hreysti féll. Því að þeir merktu að soddan gjörningur var af Guði. Og á þeim tímum voru þeir margir af Júda höfðingjum að þeirra bréf gengu til Tobiam og frá Tobía til þeirra. Því að þar voru margir í Júda sem voru eiðsvarar hans því hann var mágur Sakanja sonar Ara og hans Jóhanan hafði dóttir Mesúllam sonar Berekía. Og þeir hældu honum fyrir mér og fluttu honum mín orð. Og Tobías sendi bréf að skelfa mig.