III.
Og Eljasíb kennimannahöfðingi tók sig upp með sínum bræðrum prestunum og uppbyggðu Sauðaportið. [ Þeir helguðu það og bjuggu um portdyrnar og helguðu það allt til turnsins Mea sem er allt að turni Hananeel. Næst honum byggðu menn af Jeríkó og hjá honum Sakúr son Imrí. En synir Senaja byggðu upp Fiskiportið og þöktu það og settu þar fyrir hurð, lása og grindurnar. [ Og næst þeim uppbyggði Meremót son Úría, sonar Hakós, og Mesúllam son Berekía Mesesa sonar Beel byggði hjá þeim. Næst þeim byggði Sadók son Baena. Næst þeim byggðu þeir af Tekóa. En þeirra voldugir lögðu ekki sína hálsa undir þjónustu þeirra herra.
Það gamla port uppbyggði Jójada son Passea og Mesúllam son Besódía. [ Þeir þöktu það og settu fyrir hurð, lása og grindur. Næst honum byggði Melatja af Gíbeon og Jadón af Merónó, þeir menn af Gíbeon og Mispa hjá landsfóvitans stóli á þá síðu vatsins. Næst honum uppbyggði Úsíel gullsmiður son Harhaja. Næst honum byggði Hananja sonur smyrslamakarans og þeir byggðu Jerúsalem allt að þeim breiða múr. Hjá honum byggði Refaja son Húr höfðingi hálfs fjórðungs í Jerúsalem. En hjá honum byggði Jedaja son Harúmap þvert yfir frá hans húsi. Næst honum byggði Hattús son Habenja. En Malkía son Harím og Hasúb son Pahat Móab byggðu tvo parta og turninn hjá Onenum. [ Hjá honum byggði Sallúm son Halóhes, höfðingi yfir hálfum fjórðungi í Jerúsalem, hann og hans dætur. Dalportið byggði Hanúm og borgararnir af Sanóa, þeir byggðu þær og settu dyr fyrir með lásum, grindum, þúsund álna af múrnum allt til Mykjuportsins. [ En Mykjuportið uppbyggði Malkía son Rekab fjórðungshöfðingi víngarðsins. Hann byggði það og setti fyrir hurðir, lása og grindur.
En Brunnportið byggði Sallúm son Kal Hóse, höfðingi í Mispa. [ Hann byggði það og þakti, lét fyri hurð, lás og grind, þar með múrinn hjá [ Sílóa, fiskadíkið hjá kóngsins aldingarði allt að þeim tröppum sem liggja niður hjá Davíðsstað. Næst honum byggði Nehemía son Asbúk, höfðingi yfir hálfri Het Súr, allt til Davíðs grafar og allt að fiskadíki Asvía og allt að kappaherbergi.
Þar næst byggðu Levítarnir: Rehúm son Baní. Næst honum byggði Hasabja höfðingi hálfs þorpsins Kegíla í sínum fjórðungi. Næst honum byggðu þeirra bræður Bavaí son Hanadad hálfshlutarhöfðingi í Kegíla. Næst honum byggði Eser son Jesúa, höfðingi í Mispa, tvo hluti allt að því viki sem liggur hjá vopnahúsinu. [ Næst honum á bjarginu byggði Barúk son Sebaí tvo hluti af vikinu allt til húsdyra Eljasíb yppasta kennimanns. Næst honum byggði Jerímót son Úría sonar Hakós tvo hluti frá Eljasíb húsdyrum og allt til endans á Eljasíb húsi.
Næst honum byggðu prestarnir og þeir menn sem komnir voru af mörkunum. Eftir þá byggði Benjamín og Hasúb þvert frá þeirra húsum. Næst honum byggði Asarja son Maeseja, sonar Ananja, hjá sínu húsi. Næst honum byggði Benúí son Neadad tvo parta frá Assaría húsi allt til þess afkima sem var hjá horni staðarins. Palal son Úsaí mót horninu og að þeim háva turni sem sést frá kóngsins húsi hjá myrkvastofugarðinum. [ Næst honum byggði Pedaja son Pareos. En þeir Nethíním bjuggu hjá Ófel allt til Vatsportsins í móti austri þar sem turninn stendur fram. [ Honum næst byggðu þeir af Tekóa tvo hluti mót þeim stóra turni þá fyrst hann framkemur og allt að múrnum Ófel. [
En frá Hestaportinu byggði hver kennimannanna gegnt sínu húsi. [ Næst því byggði Sadók son Immer gegnt sínu húsi. Næst honum byggði Semaja son Sekanja dyravörður í mót austri. Næst honum byggði Hananja son Selmía og Hanúm son Salaf þann sjötti tvo hluti. Eftir hann byggði Mesúllam son Berekía gegnt hans féhirslu. Næst honum byggði Malkía son gullsmiðsins allt að húsi Nethíním og kaupmanna gegnt Ráðhúsporti og til salsins hjá horninu. [ En gullsmiðirnir og kaupmenn uppbyggðu millum salsins og Sauðaportsins.