III.

Og eg sagði: Heyrið þá, þér höfðingjar af Jakobs húsi. Þér skylduð vera með réttu þeir sem réttinn ættu að vita. En þér hatið það góða og elskið það vonda. Þér fláið húðina af þeim og kjötið af þeirra beinum og etið kjöt míns fólks. Og þá þer hafið dregið húðina af þeim þá sundurbrjóti þér þeirra bein og leggið þau í burt sem í einn pott og líka sem kjöt í einn ketil. Þar fyrir nær þér kallið til Drottins þá skal hann ekki bænheyra yður heldur skal hann byrgja sitt andlit fyrir yður á þeim sama tíma so sem þér hafið forþént með yðar vondri breytni.

So talar Drottinn á mót þeim prophetunum sem villa mitt fólk: Þeir prédika að það skuli ganga vel nær menn gefa þeim nóg að eta en fái þeir ekkert í munninn þá prédika þeir: „Hér skal koma eitt stríð.“ Þar fyrir skal yðar [ sjón verða að nóttu og yðar spádómur að myrkri. Sólin skal ganga undir yfir þeim prophetum og dagurinn skal myrkvast yfir þeim. Og sjáendurnir skulu að skömm og spámennirnir skulu að spotti verða og allir skulu þeir byrgja sína munna það þá skal ekkert Guðs orð vera.

En eg er fullur af krafti og anda Drottins, fullur styrks og réttar, so eg þori að segja Jakob til sinna misgjörða og Ísrael til sinna synda.

So heyrið nú þetta, þér höfðingjar í húsi Jakobs, og líka þér herrar í húsi Ísraels, þér sem forsmáið réttinn og umsnúið öllu því sem rétt er, þér sem uppbyggið Síon með blóð og Jerúsalem með ranglæti. Hennar höfðingjar dæma fyrir gáfur, hennar prestar kenna fyrir laun og hennar prophetar spá fyrir peninga. [ Þeir forláta sig á Drottin og segja: „Er ekki Guð með oss? Þar kann engin ólukka að koma yfir oss.“ Þar fyrir skal Síon verða plægð sem einn akur yðar vegna og Jerúsalem skal verða að steinhrúgu og fjallið musterisins að einni eyðuhæð.