VII.

Eigi skulu þér dæma so að þér verðið ei dæmdir. [ Því að með hverjum dómi þér dæmið munu þér dæmdir verða og með hverri mælingu þér mælið mun yður endurmælt verða. En hvað sér þú ögn í auga bróður þíns og að þeim vagli sem er í sjálfs þíns auga sér þú ekki. Eða hvernin dirfist þú að segja bróður þínum: Bróðir, leyf að eg dragi ögnina af auga þínu, og sjá, að vagl er þó í sjálfs þíns auga. Þú hræsnari! Drag fyrst út vaglinn af þínu auga og gef þá gætur að að þú fáir útdregið ögnina af þíns bróðurs auga.

Eigi skulu þér gefa hundum hvað heilagt er og varpið eigi heldur perlum yðar fyrir svín so að eigi troði þau þær með fótum sér og að snúist þau og yður í sundur slíti. [

Biðjið og yður mun gefast, leitið og munu þér finna, knýið á og mun fyrir yður upp lokið. [ Því að hver eð biður hann öðlast, hver eð leitar hann finnur og fyrir þeim eð áknýr mun upp lokið. Eða hver er þann mann af yður sá ef sonurinn biður hann um brauð að hann bjóði honum stein, elligar ef hann biður um fisk að hann bjóði honum þá höggorm? Því ef þér sem þó eruð vondir kunnið að gefa góðar gjafir sonum yðar, miklu meir mun yðar faðir sá á himnum er gefa þeim gott er hann biðja. Því allt hvað þér viljið mennirnir gjöri yður það skulu þér og þeim gjöra því að þetta er lögmálið og spámennirnir. [

Gangið inn um hið þröngva hlið því að það hlið er vítt og sá vegur er breiður sem leiðir til fortöpunar og þeir eru margir sem á honum reika og það port er þröngt og sá vegur er mjór sem til lífsins leiðir og þeir eru fáir er hann rata. [

Vaktið yður fyrir falsspámönnum sem til yðar koma í klæðum sauðanna en innan til eru þeir glefsandi vargar. [ Af ávöxtum þeirra megi þér þá kenna. Verða nokkuð vínber samanlesin af þyrnum elligar fíkjur af þystlum? So mun hvert gott tré gjöra góðan ávöxt en hvert vont tré vondan ávöxt. Gott tré getur eigi fært vondan ávöxt og eigi heldur getur vont tré fært góðan ávöxt. Hvert það tré sem eigi færir góðan ávöxt mun afhöggvið verða og í eld kastað. Fyrir því megi þér af þeirra ávöxtum þá kenna.

Þeir munu ei allir sem til mín segja: Herra, herra, innganga í Guðs ríki heldur þeir sem gjöra vilja míns himneska föðurs. Margir munu til mín segja á þeim degi: Herra, herra, höfum vér eigi spáð í þínu nafni, höfum vær og eigi í þínu nafni djöfla útrekið og í þínu nafni gjörðu vær mörg kraftaverk? Og eg mun þá játa þeim að aldrei þekkta eg yður, farið frá mér allir illgjörðamenn. [

Fyrir því hver hann heyrir þessi mín orð og gjörir þau, þann mun eg líkja þeim vitrum manni sem byggði upp sitt hús yfir hellustein. Og er hríðviðri gjörði og vatsflóðið kom og vindar blésu og dundu að húsinu og húsið féll eigi að heldur því að það var grundvallað yfir helluna. [ Og hver hann heyrir þessi mín orð og gjörir þau eigi hann er líkur þeim fávísum manni sem uppbyggði sitt hús á sandi. Og er þeysidögg gjörði og vatsflóð kom og vindar blésu og dundu að því þá hrapaði það og þess hrapan varð mikil.“

Og það skeði þá Jesús hafði lyktað þessa sína ræðu að fólkinu ægði hans kenning. Því að hans prédikan var voldug og eigi líka sem hinna skriftlærðu.