VI.
Gætið að það eigi gjöri þér yðar ölmusur fyrir mönnum svo að þér sjáist af þeim, annars hafi þér ekkert verðkaup hjá yðrum föður sem á himnum er. [ Því nær þú gefur ölmusur þá skaltu eigi lúður þeyta láta fyrir þér so sem hræsnarar gjöra í ráðhúsum og á strætum so að þeir heiðrist af mönnum. Sannlega segi eg yður að þeir hafa sín laun úttekið. En nær þú gefur ölmusu þá lát þína vinstri hönd eigi vita hvað hin hægri gjörir svo að þín ölmusa sé í leyni og faðir þinn, sá í leynum sér, gjaldi þér opinberlega aftur.
Og nær þú biður skaltu eigi vera so sem hræsnarar hverjum kært er að standa og biðjast fyrir í samkunduhúsum og gatnahornum so að þeir sjáist af mönnum. [ Sannlega segi eg yður að þeir hafa sín laun úttekið. En nær þú biðst fyrir þá gakk inn í þinn svefnkofa og aðlyktum þínum dyrum bið þú föður þinn sem í leynum er og faðir þinn sá í leyni sér mun þér það opinberlega aftur gjalda.
Og nær þér biðjið skulu þér eigi fjölmálugir vera so sem heiðingjar gjöra því að þeir meina að af sinni fjölmælgi munu þeir heyrðir verða. Fyrir því skulu þér eigi þeim líkjast því að faðir yðar veit hvers þér hafið þörf áður en þér biðjið hann. Af því skulu þér so biðja: [
Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist nafn þitt. Tilkomi þitt ríki. Verði þinn vilji so á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirlát oss vorar skuldir so sem vér fyrirlátum vorum skuldunautum. Og innleið oss ekki í freistni heldur frelsa þú oss af illu. Því að þitt er ríkið, máttur og dýrð um aldir alda. Amen. Því að ef þér fyrirlátið mönnum sínar afgjörðir þá mun yðar himneskur faðir fyrirgefa yður og yðar brot. En ef þér fyrirlátið eigi mönnum sínar misgjörðir þá mun yðar faðir og eigi fyrirgefa yður yðar syndir.
Nær þér fastið þá skulu þér eigi vera kámleitir so sem hræsnarar. [ Því að þeir syrta sína ásjónu so að sýnist fyrir mönnum að þeir fasti. Sannlega segi eg yður að þeir hafa úttekið sín laun. En nær þú fastar þá smyr höfuð þitt og þvo þitt andlit so að eigi skíni fyrir mönnum það þú fastar heldur fyrir föður þínum sem er í leyni. Og faðir þinn sá er í leynum sér hann mun þér það opinskárlega aftur gjalda.
Eigi skulu þér yður fjársjóðum safna á jörðu hvar þeim má mölur og ryð granda og hvar þjófar mega eftir grafa og stela heldur safnið yður fjársjóðum á himni hvar eð hverki má mölur né ryð granda og hvar þjófar fá ei stolið né eftir grafið. [ Því að hvar yðar sjóður er þar er yðart hjarta.
Ljós þíns líkama er þitt auga. Ef auga þitt er einfalt þá er allur líkami þinn skær. En ef auga þitt er skálkur þá er allur líkami þinn myrkur. Því ef það ljós sem að er í þér er myrkur, hve mikil munu þá myrkurin sjálf! [
Enginn kann tveimur herrum að þjóna. [ Annað hvert þá afrækir hann þann eina og elskar hinn annan elligar hann þýðist þann eina og forlítur hinn annan. Þér getið ei Guði þjónað og hinum Mammón. Fyrir því segi eg yður: Verið ei hugsjúkir fyrir yðru lífi, hvað þér skulu eta og drekka, og ei fyrir yðrum líkama, hverju þér skuluð klæðast. Er eigi lífið meir en fæðan og líkaminn meir en klæðin? Sjáið fugla himins, þeir eð hverki sá né uppskera og eigi safna þeir í kornhlöður og yðar himneskur faðir hann fæðir þá. Eru þér eigi miklu framar en þeir? Eða hver yðar getur aukið með sinni áhyggju alin eina að lengd sinni?
Og hvar fyrir eru þér hugsjúkir fyrir klæðnaðinum? Hyggið að akursins liljugrösum, hvernin þau vaxa. Þau vinna hvorki né spinna. Eg segi yður það Salómon í allri sinni dýrð var eigi so skrýddur so sem eitt af þeim. Því að ef Guð skrýðir so grasið það í dag er á akri og á morgun verður í ofn kastað skyldi hann ei miklu framr við yður gjöra, ó þér lítiltrúaðir?
Fyrir því skulu þér ekki hugsjúkir vera og segja: Hvað munu vér eta? eða: Hvað munu vér drekka? eða: Hverju munu vér klæðast? Því að eftir þessu öllu sækir heiðin þjóð og yðar himneskur faðir veit þér þurfið alls þessa við. Fyrir því leitið fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis og mun yður allt þetta til leggjast. Og fyrir því skulu þér eigi önn ala annars morguns af því að morgundagur mun kvíða fyrir sjálfum sér bera. Hverjum degi nægir sín [ þjáning.