III.
En á þeim dögum kom Jóhannes baptista og prédikaði í eyðimörku Judealands og sagði: [ „Gjörið iðran því að Guðsríki er nálægt.“ Hann er og einnin sá af þeim að sagt er fyrir Esaiam spámann sem segir: „Þar er ein hrópandi rödd í eyðimörku: Reiðið til götu Drottins og gjörið hans stigu rétta.“
En Jóhannes hafði klæðnað af úlfaldshárum og ólarbelti um sínar lendar. Hans matur voru engisprettur og skógarhunang. Þá gekk og út til hans lýður Jerúsalemborgar og allt Gyðingaland og öll umliggjandi héröð Jórdanar og skírðust af honum í Jórdan, játandi sínar syndir.
En þá hann sá marga Phariseos og Saduceos koma til sinnar skírnar sagði hann til þeirra: [ „Þér nöðrukyn, hver kenndi yður að flýja fyrir tilkomandi reiði? Af því gjörið verðugan ávöxt iðranarinnar og verið ei þess hugar það þér segið með sjálfum yður að Abraham höfum vær fyrir föður. Því að eg segi yður að megtugur er Guð upp að vekja Abraham sonu af steinum þessum. Af því að nú er öxin sett til rótar viðanna. Því mun hvert það tré sem eigi gjörir góðan ávöxt upphöggvast og í eld kastast.
Eg skíri yður í vatni til iðranar en sá eftir mig kemur er mér sterkari hvers skóklæði að eg er ei verðugur að bera. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi, hvers vindskupla er í hans hendi og hann mun hreinsa sinn láfa og hveitinu safna í sína kornhlöðu en agnirnar brenna í óslökkvanlegum eldi.“
Í þann tíma kom Jesús af Galilea að Jórdan til Jóhannes að hann skírðist af honum. [ En Jóhannes varnaði honum þess og sagði: „Mér er þörf að eg skírist af þér og þú kemur til mín?“ En Jesús svaraði og sagði til hans: „Lát nú so vera því að so hæfir oss allt réttlæti upp að fylla.“ Og þá lét hann það eftir honum. En er Jesús var skírður sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og sjá, að himnarnir lukust upp yfir honum og Jóhannes sá Guðs anda ofan stíga sem dúfu og yfir hann koma. [ Og sjá, að röddin af himni sagði: „Þessi er son minn elskulegur, á hverjum mér vel þóknast.“