XXI.
Og er þeir tóku að nálgast Jerúsalem og komu til Betfage við fjallið Oliveti sendi Jesús út tvo sína lærisveina og sagði til þeirra: [ „Fari þið í það kauptún sem fyrir ykkur er og strax munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið hana og leiðið til mín. Og ef einhver segir nokkuð til ykkar þá segið að herrann hafi þeirra þörf og jafnsnart mun hann láta þau laus.“ En það skeði so að uppfylldist hvað sagt er fyrir spámanninn er segir: [ „Segið dótturinni Síon: Sjá, þinn kóngur kemur til þín, hógvær, sitjandi á ösnu og á fola klyfbærilegrar ösnu.“
En lærisveinarnir gengu burt og gjörðu so sem Jesús hafði boðið þeim og leiddu með sér ösnuna og folann og lögðu yfir þau sín klæði og settu hann þar upp á. En margt fólk breiddi sín klæði á veginn og aðrir hjuggu kvistu af trjánum og dreifðu þeim á veginn. En það fólkið sem fyrir gekk og eftirfylgdi kallaði og sagði: „Hósíanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Hósíanna í hæstum hæðum!“
Og er hann fór inn í Jerúsalem var öll borgin á reiðuskjálfi og sagði: „Hver er þessi?“ En fólkið sagði: „Þetta er Jesús, spámaðurinn af Naðsaret úr Galilea.“ Og Jesús gekk inn í Guðs musteri og rak út alla seljendur og kaupendur í musterinu og borðum veslunarmanna og stólum þeirra er dúfur seldu hratt hann um og sagði til þeirra: [ „Skrifað er: [ Mitt hús skal bænahús kallast. En þér hafið gjört það að spillvirkjainni.“ Og til hans gengu blindir og haltir í musterið og hann læknaði þá.
En er kennimannahöfðingjar og skriftlærðir sáu þær undranir sem hann gjörði og það börnin kölluðu í musterinu og sögðu: „Hósíanna þeim syni Davíðs“ reiddust þeir og sögðu til hans: [ „Heyrir þú hvað þessir segja?“ Jesús sagði til þeirra: „Já, viti menn. Hafi þér aldrei lesið það: Af munni ungbarna og brjóstmylkinga hefur þú lofið tilreitt“? Og hann forlét þá og gekk út af borginni til Betania og bleif þar.
En að morni er hann gekk aftur til borgarinnar hungraði hann. [ Og sem hann sá eitt fíkjutré við veginn gekk hann þangað að og fann ekkert á því nema einsta blöðin og sagði til þess: „Héðan í frá vaxi aldreigi ávöxtur af þér að eilífu.“ Og það fíkjutré visnaði upp jafnsnart. [ Og er lærisveinarnir sáu það undruðust þeir og sögðu: „Hvernin er fíkjutréð so snart uppþornað?“ En Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Sannlega segi eg yður: [ Ef þér hafið trúna og efist eigi þá munu þér eigi einasta gjöra slíkt við fíkjutréð heldur ef þér segðuð þessu fjalli: Tak þig upp og fleyg þér í sjóinn, þá mundi það ske. Og allt hvað þér biðjið í bæninni, ef þér trúið því, þá munu þér það öðlast.“
Og sem hann kom í musteri gengu til hans (sem hann var að kenna) prestahöfðingjar, öldungar lýðsins og sögðu: [ „Út af hvaða magt gjörir þú þetta og hver gaf þér þessa magt?“ [ En Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Eg mun spyrja yður að einu orði. Ef þér segið mér það mun eg segja yður út af hvaða magt eg gjöri þetta. Skírn Johannis, hvaðan var hún, hvert af himni eður af mönnum?“ En þeir hugsuðu með sér: „Ef vér segjum: Af himni, þá segir hann til vor: Fyrir því trúðu þér honum þá eigi? En ef vér segjum: Af mönnum, þá megum vær óttast fólkið.“ Því að allir héldu Johannem fyrir spámann. Og þeir svöruðu Jesú og sögðu: „Vér vitum ei.“ Hann sagði þá til þeirra: „So segi eg yður ei heldur út af hverri magt eg gjöri þetta.
En hvað líst yður? [ Maður nokkur hafði tvo sonu og gekk til ins fyrsta og sagði: Sonur, far þú í dag að vinna í víngarði mínum. En hann svaraði: Eigi vil eg. Eftir á iðraði hann þessa og gekk burt. Og hann gekk og til hins annars og sagði slíkt hið sama. En hann svaraði og sagði: Fara skal eg, og fór ekki. Hvor af þeim tveimur gjörði föðursins vilja?“ Þeir sögðu til hans: „Hinn fyrsti.“ Jesús sagði til þeirra: „Sannlega segi eg yður að tollheimtarar og pútur mega fyrr komast í Guðs ríki en þér. Jóhannes kom til yðar og lærði yður réttlætis götu og eigi trúðu þér honum en tollheimtumenn og pútur trúðu honum. Og þó að þér lituð þetta gjörðu þér öngva yfirbót so að eftir á hefði þér honum trúað.
Heyrið enn aðra eftirlíking. [ Húsfaðir nokkur var þar sá er plantaði víngarð og girti í kringum hann og gróf í honum vínþrúgu og uppbyggði turn og leigði hann víngarðsmönnum og ferðaðist síðan langt burt. [ En þá er ávaxtartími tók að nálgast sendi hann sína þjóna til víngarðsmannanna að þeir meðtæki hans ávöxtu. Þá tóku víngarðsmennirnir hans þjóna. Þann eina strýktu þeir, annan aflífuðu þeir, hinn þriðja grýttu þeir. Og í annað sinn sendi hann aðra þjóna út sem fleiri voru hinum fyrrum. Og þeim gjörðu þeir slíkt hið sama. En síðast sendi hann son sinn til þeirra og sagði: Þeir munu feila sér fyrir syni mínum. En er víngarðsmennirnir sáu soninn sögðu þeir með sér: Þessi er erfinginn. Komi þér og aflífu vær hann og leggjum so undir oss hans arfleifð. Og þeir gripu hann og ráku hann út af víngarðinum og aflífuðu hann. En nær herrann víngarðsins kemur hvað mun hann gjöra við þessa víngarðsmenn?“ [ Þeir sögðu til hans: „Þeim vondum mun hann vondslega fyrirfara og sinn víngarð byggja öðrum víngarðsmönnum þeir eð honum ávöxt gjalda í réttan tíma.“
Jesús sagði til þeirra: „Hafi þér aldrei lesið í Ritningunum: Þann stein sem byggendur höfðu útkastað, hann er nú orðinn að höfði hyrningar. [ Af Drottni er það gjört og er undarlegt fyrir vorum augum.“ Fyrir því segi eg yður að Guðs ríki mun frá yður takast og heiðingjum gefið verða sem þess ávöxt færa. En hver yfir þennan stein fellur hann mun sundurmyljast en yfir hvern hann fellur þann mun hann sundurmerja.“ Og þá er kennimannahöfðingjar og Pharisei heyrðu hans eftirlíkingar formerktu þeir það hann sagði af þeim og leituðu við að grípa hann en óttuðust þó fólkið því að það hélt hann fyrir spámann.