II.

Nær Jesús var fæddur í Betlehem á Gyðingalandi, á dögum Heródes kóngs, sjá, þá komu vitringar af Austurálfu til Jerúsalem og sögðu: [ „Hvar er sá nýfæddi kóngur Gyðinga? Því að vér höfum séð hans stjörnu í Austurvegi og erum komnir að tilbiðja hann.“

En er Heródes kóngur heyrði það skelfdist hann og öll Jerúsalem með honum og lét samansafna öllum kennimannahöfðingjum og skriftlærðum lýðsins og forheyrði af þeim hvar Kristur skyldi fæðast. En þeir sögðu honum: „Til Betlehem í Júda. Því að so er skrifað fyrir spámanninn: [ Og þú, Betlehem á Júdalandi, ert [ öngvaneginn hin minnsta á meðal höfðingja Júda, því að af þér mun koma hertugi sá er stjórna skal yfir fólk mitt Ísrael.“ Þá kallaði Heródes vitringina til sín heimuglega og hugarlátlega aðspurði þá á hverjum tíma að stjarnan hefði birtst þeim og vísaði þeim til Betlehem og sagði: „Fari þér og spyrjið innilega að sveininum og nær þér finnið hann þá kunngjörið mér það aftur so eg komi einnin að tilbiðja hann.“

Sem þeir höfðu nú kónginum heyrt fóru þeir af stað. Og sjá, að stjarnan sem þeir séð höfðu í Austurálfu gekk fram fyrir þeim allt þar til hún kom og stóð þar upp yfir hvar sveinninn var. En er þeir sáu stjörnuna glöddust þeir af næsta miklum fagnaði og gengu í húsið inn og fundu þar sveininn með Maríu móður sinni, féllu fram og tilbáðu hann og að opnuðum sínum fjársjóðum offruðu þeir honum gjafir: Gull, reykelsi og myrru. Og fengu þá ávísun í svefni að þeir gæfi sig ei aftur til Herodem og fóru so annan veg aftur í sitt land.

En þá þeir voru í burt farnir, sjá, að engill Drottins vitraðist Jósef í draumi og sagði: [ „Statt upp og tak sveininn og móður hans til þín og flý í Egyptaland og ver þar allt þangað til eg segi þér. Því að það er eftirkomanda að Heródes mun leita sveinsins að fyrirfara honum.“ Og hann stóð upp og tók sveininn og móður hans til sín um nátt og fór í Egyptaland og var þar allt fram yfir andlát Heródes. So það uppfylltist hvað sagt er af Drottni fyrir spámanninn, eð segir: [ „Af Egyptalandi kallaði eg son minn.“

Þá Heródes sá nú að hann var gabbaður af vitringunum varð hann afar reiður og sendi út og lét drepa öll sveinbörn til Betlehem og í öllum hennar endimörkum, tvævetur og þaðan af minni, eftir þeim tíma sem hann hafði útspurt af vitringunum. [ Þá uppfylltist hvað sagt er fyrir Jeremiam spámann, sem segir: [ „Á hæðum hefur heyrst kall mikillar kveinunar, óps og ýlfranar. Rakel æpti sonu sína og vildi eigi huggast láta því að það var með þeim úti.“

En þá Heródes var látinn, sjá, að engill Drottins birtist Jósef í draumi á Egyptalandi og sagði: [ „Statt upp og tak sveininn og móður hans til þín og far til Ísraelsjarðar því að þeir eru í helju sem leituðu að lífi sveinsins.“ Hann stóð upp og tók sveininn og móður hans til sín og kom til Ísraelsjarðar. En þá hann heyrði það Arkelaus ríkti í Judea í staðinn föður síns Heródes óttaðist hann þangað að fara. Og í draumi fékk hann undirvísan af Guði og fór í álfur Galilealands og byggði í þeirri borg sem hét Naðsaret so það uppfylltist hvað sagt er fyrir spámennina að hann skyldi naðverskur kallast. [