XVIII.
Í þann sama tíma gengu lærisveinarnir til Jesú og sögðu: [ „Hver er mestur í himnaríki?“ Jesús kallaði barn til sín og setti það mitt á millum þeirra og sagði: „Sannlega segi eg yður: Nema þér snúist og verðið so sem smábörn munu þér eigi innganga í himnaríki. Hver sjálfur sig lækkar svo sem ungbirni þetta, sá er mestur í himnaríki. Og hver sem meðtekur eitt þvílíkt ungmenni í mínu nafni sá meðtekur mig. En hver hann hneykslar einn af þessum vesalingum sem á mig trúa, þarfara væri honum að mylnusteinn hengdist við háls honum og væri í sjávardjúp sökktur.
Vei sé heiminum fyrir hneykslanir! [ Þar hljóta hneykslanir að koma en þó vei sé þeim manni fyrir hvern eð hneykslunin kemur! En ef þín hönd eður þinn fótur hneykslar þig, sníð hann af og snara honum frá þér. Bera er þér inn að ganga til lífsins haltur og handarvani en það þú hafir tvær hendur eður tvo fætur og verðir í eilífan eld kastaður. Og ef auga þitt hneykslar þig þá slít það út og snara því frá þér. Betra er þér eineygðum inn að ganga til lífsins en það þú hafir tvö augu og verðir í helvískan eld kastaður.
Sjáið til að þér forsmáið ekki einn af þessum vesalingum. [ Því að eg segi yður að þeirra englar á himnum sjá jafnan míns föðurs auglit á himnum. Því að Mannsins son er kominn að frelsa hvað fortapað er.
Hvað virðist yður? [ Ef einhver hefði hundrað sauða og villist einn af þeim, skilst hann eigi við þá níu og níutígi á fjöllum uppi og fer að leita hans sem villtist? Og ef so sker að hann finnur hann, sannlega segi eg yður að hann fagnar meir yfir honum en yfir hinum níu og níutígu sem eigi villtust. So er eigi vilji fyrir föður yðrum sem á himnum er að einn af þessum vesalingum farist.
En ef bróður þinn brýtur við þig far þú og straffa hann á millum þín og hans eins samans. [ En ef hann heyrir þig þá hefur þú þinn bróður unnið. En ef hann heyrir þig eigi þá tak enn einn eður tvo til þín so að í munni tveggja eður þriggja standi öll orð. Nú ef hann heyrir eigi þeim þá seg það samkundunni. En ef hann heyrir ei samkundunni þá halt hann sem annan heiðingja og tollheimtumann. [ Sannlega segi eg yður: [ Hvað helst þér bindið á jörðu skal og á himnum bundið vera og hvað helst þér leysið á jörðu skal leyst vera á himni. Og enn segi eg yður það: Hvað ef tveir af yður samtakið á jörðu um hvern hlut sem það er eð þeir vilja biðja skal þeim veitt vera af mínum föður sem á himnum er. Því að hvar tveir eður þrír samansafnaðir eru í mínu nafni þar em eg mitt á millum þeirra.“ [
Þá gekk Pétur til hans og sagði: [ „Hverra, hversu oft skal eg mínum bróður, þeim sem við mig brýtur, fyrirgefa? Er það nóg sjö sinnum?“ Jesús sagði til hans: „Eg segi þér eigi sjö sinnum heldur sjötígi sinnum sjö sinnum. Fyrir því er himnaríki líkt þeim konungi sem reikna vildi við þjóna sína. [ Og er hann tók til að reikna kom einn fyrir hann sá er honum var skyldugur tíu þúsund punda. En þá hann hafði eigi til hvað hann skyldi gjalda bauð herrann að selja hann og hans húsfreyju, so og börnin og allt hvað hann átti, og borga með. En sá þjón féll fram, tilbað hann og sagði: Herra, haf þolinmæði við mig. Allt skal eg þér gjalda.“ En herrann sá aumur þess þjóns og lét hann lausan og gaf honum upp skuldina.
Þá gekk sá sami þjón út og fann einn af sínum samlagsþjónum. Sá var honum hundrað peninga skyldugur. Þann greip hann og tók fyrir kverkar honum og sagði: Gjalt hvað þú ert mér skyldugur. Þá féll hans samlagsþjón fram, bað hann og sagði: Haf þolinmæði við mig því allt skal eg þér gjalda. En hann vildi eigi heldur fór hann til og lét hann í dýflissu þar til hann hafði borgað sína skuld. En er hans samþjónar sáu hvað skeði urðu þeir mjög hryggvir við, komu og undirvísuðu sínum herra allt hvað gjörst hafði. Þá kallaði hans herra á hann og sagði til hans: Þú hinn vondi þjón, alla þessa skuld gaf eg þér til með því þú baðst mig. Byrjaði þér eigi miskunnsamur að vera við þinn samlagsþjón líka sem eg var þér miskunnsamur? Og hans herra varð reiður og ofurseldi hann kvölurunum þangað til að hann hafði borgað allt hvað hann vor honum skuldugur. So mun minn himneskur faðir gjöra yður ef þér fyrirgefið eigi af yðrum hjörtum hver einn sínum bróður misgjörðir sínar.“