XVI.

Þá gengu þeir Pharisei og Saducei til hans, freistandi hans og báðu hann að sýna sér teikn af himni. [ En hann svaraði þeim og sagði: „Á kveldin segi þér: Það verður fínt veður það himinroði er. Og á morgna segi þér: Í dag verður hreggviðri þvíð að himinninn er rauður og dimmur. Þér hræsnarar, himinsins ásján kunni þér að dæma en að vita teikn þessara tíma kunni þér eigi. Þessi vonda og hórdómskynslóð æskir teikns og henni skal ekkert teikn gefið verða nema teikn Jona spámanns.“ Og hann forlét þá og gekk í burt.

Og er hans lærisveinar voru yfir um farnir höfðu þeir gleymt brauð með sér að taka. [ En Jesús sagði til þeirra: „Sjáið til og vaktið yður við súrdeigi þeirra Phariseis og Saduceis.“ Þá þenktu þeir með sér og sögðu: „Það mun vera það vær höfum ei brauð með oss tekið.“ En er Jesús fornam það sagði hann til þeirra: „Þér lítiltrúaðir, hvar fyrir hugsi þér um það þó þér hafið eigi brauðin með yður haft? Skilji þér enn ekki? Minnist þér ekki á þau fimm brauð á meðal fimm þúsunda eða hversu margar karfir að þér tókuð þá upp? Og eigi enn á þau sjö brauð á meðal fjögra þúsunda og hversu margar karfir eð þér tókuð þá upp? Hvar fyrir skilji þér eigi að eg sagða yður ekki af brauðinu þá eg sagða: Vaktið yður fyrir súrdeigi þeirra Phariseis og Saduceis?“ Þá undirstóðu þeir að hann hafði eigi sagt þeim það þeir skyldu vara sig við súrdeigi brauðsins heldur við lærdómi þeirra Phariseis og Saduceis. [

Þá kom Jesús í landsálfur borgarinnar Cesaree Philippi og spurði sína lærisveina að og sagði: [ „Hvað segja menn til hver Mannsins son sé?“ Þeir sögðu: „Sumir segja þú sért Jóhannes baptista en aðrir þú sért Elías, sumir að þú sért Jeremias eður einn af spámönnunum.“ Hann sagði til þeirra: „Hvern segi þér mig vera?“ Þá svaraði Símon Petrus og sagði: [ „Þú ert Kristur, sonur Guðs lifanda.“ En Jesús svaraði og sagði til hans: „Sæll ertu, Símon Jóhannsson, því að hold og blóð birti þér það eigi heldur minn himneski faðir. Eg segi þér og: Þú ert Petrus. Og yfir þennan hellustein mun eg upp á byggja mína kristni og hliðin helvítis skulu eigi magn hafa í gegn henni. [ Og þér mun eg gefa lykla himnaríkis og allt hvað þú bindur á jörðu skal á himnum bundið vera og allt hvað þú leysir á jörðu skal á himnum leyst vera.“ [

Þá fyrirbauð hann sínum lærisveinum að þeir segði það nokkrum að hann væri Jesús, sá Christus. [ Þaðan í frá tók Jesús til að auglýsa fyrir sínum lærisveinum það honum byrjaði að ganga til Jerúsalem og margt að líða af öldungunum, skriftlærðum og kennimannahöfðingjum og líflátinn verða og á þriðja degi upp að rísa. En Pétur tók hann út af, átaldi hann og sagði: „Herra, þyrm sjálfum þér að eigi hendi þig þetta.“ En hann snerist við og sagði til Péturs: [ „Far frá mér, andskoti, þú ert mér hneykslanlegur. Því að þú skilur eigi hvað Guðs er heldur hvað mannanna er.“

Jesús sagði þá til sinna lærisveina: [ „Ef nokkur vill mér eftirfylgja þá afneiti hann sjálfum sér og taki sinn kross á sig og fylgi mér eftir. Því að hver hann vill sitt líf forsvara sá mun því týna en hver sem sínu lífi týnir fyrir mínar sakir sá mun það finna. Því hvað stoðar það manninum þó hann hreppti allan heiminn en gjörði tjón sinnar sálu? Eður hvað mun maðurinn fá gefið það hann sálu sína með endurleysi? Því að það mun ske að Mannsins son mun koma í dýrð síns föðurs með sínum englum og þá mun hann gjalda hverjum sem einum eftir sínum verkum. Sannlega segi eg yður að nokkrir standa þeir hér sem dauðann munu eigi smakka þar til að þeir sjá Mannsins son komanda í sínu ríki.“ [