XV.
Þá gengu til hans skriftlærðir og Pharisei af Jerúsalem og sögðu: [ „Fyrir því ofurtroða þínir lærisveinar öldunganna uppsetninga með því þeir þvo eigi sínar hendur er þeir brauð eta?“ Hann svaraði og sagði til þeirra: „Fyrir því ofurtroði þér Guðs boðorð fyrir yðvarn uppsetning? Því Guð sagði: Heiðra skaltu föður þinn og móður og hver hann bölvar föður eður móður sá skal dauða deyja. En þér segið: Hver hann segir til föður eður til móður: [ Það er Guði helgað hvar með eg skylda þér hjálpa, hann gjörir rétt. Af því sker það að nær enginn heiðrar meir föður sinn né móður og hafið so ónýtt gjört Guðs boðorð fyrir yðar uppsetnings sakir. Þér hræsnarar, vel hefir Esaias spáð af yður er hann segir: Þessi lýður nálægist mig með sínum munni og heiðrar mig með vörum sínum en þeirra hjörtu eru langt frá mér. Að ónýtu dýrka þeir mig á meðan þeir kenna þær kenningar sem ekki eru annað en boðorð manna.“
Og hann kallaði fólkið til sín og sagði til þeirra: [ „Heyrið þér og undirstandið það. Hvað er inngengur í munninn það saurgar eigi manninn heldur hvað er fram af munninum gengur það saurgar manninn.“
Þá gengu hans lærisveinar að honum og sögðu: „Veistu að þá eð þeir Pharisei heyrðu það orð skammfylldust þeir?“ En hann svaraði og sagði: „Öll plantan hverja minn himneskur faðir plantar eigi mun upprætast. Látið þá fara, þeir eru blindir og blindra leiðtogarar. Ef blindur leiðir blindan þá falla þeir báðir í gröfina.“
Þá svaraði Pétur og sagði til hans: „Þýð oss þessa eftirlíking.“ Jesús sagði til þeirra: „Eru þér enn so skilningslausir? Skynjið þér eigi að allt hvað í munninn inngengur það hverfur í magann og verður fyrir eðlilega rás útskúfað en hvað af munninum framgengur það kemur út af hjartanu og það saurgar manninn. [ Því að út af hjartanu koma vondar hugsanir, manndráp, hórdómur, frillulífi, þjófnaður, ljúgvitnan, lastanir. Þetta er það hvað manninn saurgar en með óþvegnum höndum að eta saurgar ekki manninn.“
Jesús gekk í burt þaðan og fór í landsálfur Tyri og Sidonis. [ Og sjá, að kanversk kona gekk út af þeim sömum takmörkum, kallaði og sagði: „Ó herra, sonur Davíðs, miskunna þú mér! Mín dóttir kvelst illa af djöflinum.“ Og hann svaraði henni eigi orði. Hans lærisveinar gengu til hans, báðu hann og sögðu: „Lát hana fara af því hún kallar eftir oss.“ En hann svaraði og sagði: „Eg em eigi sendur nema til fortapaðra sauða af húsi Ísraels.“ En hún kom og féll niður fyri honum og sagði: „Hjálpa þú mér, herra!“ En hann svarað henni og sagði: „Það er eigi térlegt að taka brauðið það barnanna er og kasta því fyrir hundana.“ En hún sagði: „Satt er það, herra, en þó eta hundar af molum þeim sem detta af borðum drottna þeirra.“ Þá svaraði Jesús og sagði til hennar: „Þú kona, mikil er þín trúa. Verði þér so sem þú vilt.“ Og á þeirri sömu stundu varð hennar dóttir heilbrigð.
Og er Jesús gekk þaðan kom hann að sjónum í Galilea, gekk upp á fjallið og setti sig þar. [ Og margt fólk dreif til hans, hafandi með sér halta, blinda, mállausa, vanaða og marga aðra og snöruðu þeim fram fyrir fætur Jesú. Og hann læknaði þá so að fólkið undraðist er það sá mállausa mæla og vanaða heila, halta ganga, blinda sjáandi og vegsömuðu Guð Ísraels.
Og Jesús kallaði sína lærisveina til sín og sagði: [ „Mig aumkar yfir fólkið því að þeir hafa þrjá daga hjá mér verið og hafa ekki til matar og fastandi vil eg þá ekki frá mér fara láta so að eigi verði þeir hungurmorða á veginum.“ Og lærisveinarnir sögðu til hans: „Hvaðan töku vær so mörg brauð hér á eyðimörku að vér seðjum með jafnmargt fólk?“ Jesús sagði til þeirra: „Hversu mörg brauð hafi þér?“ Þeir sögðu: „Sjö og fá fiskakorn.“ Og hann bauð fólkinu að það settist niður á jörðina og tók þau sjö brauðin og fiskana. Og er hann hafði þakkir gjört braut hann þau og gaf lærisveinunum og hans lærisveinar gáfu þau fólkinu. Og þeir átu allir og urðu saddir og tóku upp það sem yfir var molanna, sjö karfir fullar. En þeir sem etið höfðu voru fjórar þúsundir manna, fyrir utan konur og börn. Og er hann hafði fólkið frá sér látið sté hann á skip og kom í endimerkur Magdalalands.