XIII.
Á þeim sama degi gekk Jesús út af húsinu og sat við sjóinn. [ Og margt fólk safnaðist að honum so hann sté á skip og setti sig og allt fólkið stóð í fjörunni. Og hann talaði margt til þeirra í eftirlíkingum og sagði: [ „Sá er sáði gekk út að sá sínu sæði. Og þá hann sáði féll sumt við veginn og fuglar komu og átu það. En sumt féll í grýtta jörð hvar það hafði eigi mikla jörð og rann skjótlega upp því að það hafði eigi jarðardýpt. En sem sólin rann upp skrældist það og af því að það hafði eigi rót neina þá visnaði það. En sumt féll á millum þyrna og þyrnarnir spruttu upp og kæfðu það. En sumt féll í góða jörð og færði ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextugfaldan, sumt þrítugfaldan. Hver eyru hefur að heyra, sá heyri.“
Og lærisveinarnir gengu til hans og sögðu: [ „Fyrir hví talar þú til þeirra í eftirlíkingum?“ Hann svaraði og sagði: „Yður er unnt að vita leynda dóma himnaríkis en þeim er það eigi veitt. Því hver hann hefur honum mun gefast so hann gnóg hafi en sá er eigi hefur af honum mun og takast það hann hefur. Fyrir því þá tala eg til þeirra í eftirlíkingum það með sjáanda augum sjá þeir eigi og með heyranda eyrum heyra þeir eigi því að þeir skilja það eigi. [ Og á þeim uppfyllist spádómur Esaia er hann segir: Með eyrunum munu þeir heyra og þó munu þér það ei skilja og með sjáandi augum munu þér sjá og eigi skynjað geta. Því að þessa fólks hjarta er forharðnað og þeirra eyru eru þungheyrð og augu þeirra samanlukt so að þeir eigi með augum sjái og eyrum heyri né með hjartanu skilji til að leiðrétta sig so að eg lækni þá.
En sæl eru yðar augu það þau sjá og yðar eyru það þau heyra. [ Sannlega segi eg yður að margir spámenn og réttlátir fýstust að sjá hvað þér sjáið og hafa það eigi séð og að heyra hvað þér heyrið og hafa það eigi heyrt. Af því heyrið þessa eftirlíking sæðarans. [ Þá er nokkur heyrir orðið ríkisins og undirstendur eigi kemur hinn vondi og hrifsar burt hvað sáð er í hans hjarta. Þetta er það hvað við veginn er sáð. En sá sem í grýtta jörð er sáður er sá hver orðið heyrir og fljótlega af fagnaði meðtekur það en hann hefur eigi rót í sér heldur er hann fráhverfur. Nær eð hrellingar og ofsóknir hefjast fyrir orðsins sakir skammfyllist hann jafnskjótt. En hann sem á millum þyrna er sáður er hann sem heyrir orðið og áhyggja þessarar veraldar og flátskapur fédráttar kefur orðið og verður so án ávaxtar. En sá í góða jörð er sáður er hann sem heyrir orðið og undirstendur það og færir ávöxt, sumir hundraðfaldan, sumir sextugfaldan, sumir þrítugfaldan.“
Aðra eftirlíking lagði hann þeim fyrir og sagði: [ „Himnaríki er líkt þeim manni sá er sáði góðu sæði í akur sinn. En þá menn sváfu kom hans óvinur og sáði illgresi með í bland hveitið og fór í burt. En er grasið spratt upp og bar ávöxt þá auglýsist og illgresið. En þénararnir gengu til húsföðursins og sögðu: Lávarður, sáðir þú eigi góðu sæði í akur þinn? Hvaðan kemur honum þá illgresið? Og hann sagði til þeirra: Það hefur fjandmaður gjört. Þjónarnir sögðu þá: Viltu að vær förum og útlesum það? Hann sagði: Nei, so að þér upprætið eigi hveitið undir eins nær þér útlesið illgresið. Látið hvorttveggja vaxa allt til kornskurða og á kornskerutíma skal eg segja til kornskurðarmanna: Lesið fyrst illgresið saman og bindið það í smábindini til brennslu en hveitinu samansafnið í mína kornhlöðu.“
Aðra eftirlíking lagði hann enn framar fyrir þá og sagði: [ „Himnaríki er líkt einu mustarðskorni það maður tók og sáði í akur sinn, hvað eð minnst er allra sæða, en nær það sprettur upp er það sæst allra kálgrasa og verður það tré so að fuglar loftsins koma og byggja undir þess kvistum.“
Enn aðra eftirlíking talaði hann til þeirra: [ „Líkt er himnaríki súrdeigi það kona tók og faldi í þremur mælum mjöls þar til að það sýrðist allt til sama.“
Þetta allt talaði Jesús í eftirlíkingum til fólksins og fyrir utan eftirlíkingar talaði hann ekki til þeirra, so að uppfylldist hvað sagt er fyrir spámanninn þann er segir: [ „Munn minn mun eg upplúka í eftirlíkingum og leyndan dóm mun eg útmæla af upphafi veraldar.“
Þá lét Jesús fólkið frá sér og kom inn í húsið. Og hans lærisveinar gengu til hans og sögðu: „Kenn þú oss líkingina illgresis á akrinum.“ Jesús svaraði og sagði til þeirra: [ „Hann sem sáir góðu sæði er Mannsis sonur en akurinn er heimurinn. Góða sæðið eru þeir ríkisins synir en illgresið eru illskunnar synir en óvinurinn sá er því sáði er djöfullinn. En kornskerutíminn er ending þessarar veraldar, kornskurðarmennirnir eru englarnir. Því líka sem nú verður illgresið útlesið og í eldi brennt so mun og ske í enda þessarar veraldar. Því að Mannsins son mun útsenda sína engla og þeir munu samanlesa af hans ríki öll hneyksli og þeim er rangindi gjöra og þeir munu kasta þeim í eldsins ofn. Þar mun vera grátur og tannagnístran. En þá munu réttlátir ljóma sem sól í ríki föðurs þeirra. Hver eyru hefir að heyra, hann heyri.
Og enn, þá er himnaríki líkt fólgnum fjársjóði á akri hvern eð maður fann og faldi hann. [ Og af þeim fagnaði er hann hafði yfir honum gekk hann burt og seldi allt hvað hann hafði og keypti þann sama akur.
Og enn aftur er himnaríki líkt þeim kaupmanni er góðrar perlu leitaði. [ Og þá hann fann eina forkostulega perlu fór hann til og seldi allt hvað hann hafði og keypti þá sömu.
Og enn aftur er himnaríki líkt neti því sem í sjó er kastað og með hverju af öllu fiskakyni dregið verður. [ En nær það er fullt draga þeir það að landi, sitja síðan og samanlesa hina góðu í keröld en vondum snara þeir út. So mun og ske í enda veraldar að englar munu útfara og hina vondu mitt frá réttlátum skilja og þeim munu þeir kasta í eldsins ofn hvar vera mun óp og tannagnístran.“ [
Og Jesús sagði til þeirra: „Hafi þér allt þetta undirstaðið?“ Þeir sögðu: „Einnin, herra.“ Þá sagði hann: „Fyrir því, hver sá skriftlærður sem til himnaríkis menntaður er hann líkist þeim húsföður sem fram ber af sínum fjársjóð nýtt og gamalt.“
Og það skeði þá Jesús hafði endað þessar eftirlíkingar að hann gekk þaðan og kom til sinnar fósturjarðar og kenndi í þeirra samkunduhúsi so að þeim hnykkti við og sögðu: [ „Hvaðan kemur þessum slík speki og kraftar? Er þessi eigi timbursmiðsins son? Heitir hans móðir ekki María og bræður hans Jakob og Jóses, Símon og Júdas? Og eru hans systur ei hér hjá oss? Hvaðan kemur þessum allt þetta?“ Og so skammfylltust þeir við hann. En Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Spámaður er ei án vegsemdar nema á sinni fósturjörð og í sínu húsi.“ [ Og eigi gjörði hann þar mörg kraftaverk fyrir sakir vantrúar þeirra.