XII.
Á þeim tíma gekk Jesús um kornsæði á þvottdegi og hans lærisveinar voru hungraðir, tóku að tína axin af og að eta. [ En er Pharisei sáu það sögðu þeir til hans: „Sjá, þínir lærisveinar gjöra hvað þeim leyfist eigi á þvottdögum að gjöra.“ En hann sagði til þeirra: „Hafi þér ei lesið hvað Davíð gjörði nær hann og þá er með honum voru hungraðir, hvernin eð hann gekk inn í Guðs hús og át þau fórnunarbrauð hver honum leyfðist eigi að eta né heldur þeim sem með honum voru nema einum saman kennimönnum? [ Eða hafi þér eigi lesið það kennimennirnir á þvottdögunum í musterinu brjóta þvottdaginn og eru þó án sakar? En eg segi yður að sá er hér sem musterinu er meiri. En ef þér vissuð hvað það væri: Á miskunn hefi eg þóknan og eigi á offri, hefði þér aldrei saklausa fordæmt. [ Því Mannsins son er herra, einnin þvottdagsins.“
Og er hann gekk burt þaðan kom hann í þeirra samkundu og sjá, að maður var þar sá er hafði visnaða hönd. [ Og þeir spurðu hann að og sögðu: „Er eigi leyfilegt að lækna á þvottdögum?“ so að þeir gætu áklagað hann. En hann sagði til þeirra: „Hver maður er sá af yður sem hefir einn sauð og ef hann fellur á þvottdögum í gryfju grípur hann eigi hann og upp dregur? Hve miklu meir er maðurinn sauðnum betri? Fyrir því leyfist á þvottdögum gott að gjöra.“ Þá sagði hann til mannsins: „Réttu út hönd þína.“ Og hann rétti hana út og hún varð heil sem hin önnur.
En Pharisei gengu út og tóku að hafa ráðagjörðir í móti honum, hvernin þeir mættu honum helst fyrirfara. En er Jesús fornam það veik hann þaðan. Honum fylgdi og margt fólk eftir og þá alla læknaði hann og bannaði þeim að þeir gjörði hann opinskáran. So það uppfylldist hvað sagt er fyrir Esaiam spámann, er so segir: [ „Sjáið, þjón minn hvern eg útvalda, og minn elskulegan á hverjum sála mín hefur þóknan. Yfir hann mun eg anda minn setja og sá skal heiðnum dóminn kunngjöra. Eigi mun hann kífa né kalla og eigi mun nokkur heyra hans kall á strætum. Reyr mun hann eigi í sundurmylja og rjúkandi hör eigi útslökkva þar til hann útdrífur dóm til sigranar og heiðnir munu á hans nafn vona.“
Þá varð til hans hafður djöfulóður maður sá er blindur var og mállaus. [ Og þann læknaði hann so að hinn dumbi og blindi talaði og sá. Allt fólkið óttaðist og sagði: „Er þessi ei sonur Davíðs?“ En er Pharisei heyrðu það sögðu þeir: „Eigi rekur þessi djöfla út nema fyrir Belsebúb djöflahöfðingja.“
En Jesús fornam þeirra hugsanir og sagði til þeirra: [ „Hvert ríki í sjálfu sér sundurþykkt mun eyðast og hver borg eður hús sem misþykkt er í sjálfri sér fær eigi staðið. Og ef andskotinn rekur andskotann út þá er hann sundurþykkur í móti sjálfum sér. Hvernin fær hans ríki þá staðið? Og ef eg útrek djöfla fyrir Belsebúb, fyrir hvern verða þeir þá af yðrum sonum útreknir? Af því verða þeir yðrir dómendur. En ef eg útrek djöfla með Guðs anda þá er Guðs ríki til yðar komið.
Eða hvernin fær nokkur inngengið í öflugs hús og hans borðbúnað í burt gripið nema hann bindi áður hinn öfluga og ræni þá hans hús? Hver hann er eigi með mér, sá er í móti mér og hver eigi með mér safnar sá sundurdreifir. Fyrir því segi eg yður: Aull synd og lastanir verða fyrirgefnar mönnum en löstun í mót andanum fyrirgefst eigi. Og hver hann talar nokkurt orð í móti Mannsins syni honum mun fyrirgefast en hver eð talar nokkurt orð í móti heilögum anda honum mun hvorki fyrirgefast í þessum heimi né öðrum. [
Annaðhvort setjið gott tré og mun ávöxturinn góður elligar setjið vont tré og mun ávöxturinn vondur. [ Af ávextinum þekkist tréð. Þér nöðrukyn, hvernin megi þér gott mæla á meðan þér eruð sjálfir vondir? Því að munnurinn mælir af nægð hjartans. Góður maður framflytur gott af góðum sjóð síns hjarta en vondur maður af vondum sjóð síns hjarta framflytur vont. En eg segi yður: Af hverju því fáfengu orði það sem mennirnir tala munu þeir reikningsskap gjöra á dómsdegi. Því að af orðum þínum muntu réttlætast og af þínum orðum muntu fordæmast.“
Þá svöruðu honum nokkrir út af skriftlærðum og Phariseis og sögðu: [ „Meistari, vér vildum teikn af þér sjá.“ Hann svaraði: „Þetta vonda og hórunarslekti leitar teikns og því mun ei teikn gefast nema teikn Jona spámanns. Því að so sem Jónas var í kviði hvalsins þrjá daga og þrjár nætur so mun Mannsins son vera í fylsni jarðar þrjá daga og þrjár nætur. Menn Níníveborgar munu upprísa á efsta dómi með þessari kynslóð og munu hana fordæma því að þeir gjörðu iðran eftir prédikan Jónas og sjá, hér er meiri en Jónas. Drottningin af suðri mun upprísa á efsta dómi með þessari kynslóð og mun hana fordæma því að hún kom af endimörkum jarðar að heyra speki Salomonis og sjá, hér er meiri en Salómon.
En nær óhreinn andi fer út af manninum reikar hann um þurrlendið, leitandi hvíldar og finnur eigi. [ Þá segir hann: Aftur mun eg snúa í mitt hús þaðan eg fór út. Og nær hann kemur finnur hann það tómt, sóplimum hreinsað og fágað. Þá fer hann og tekur sjö aðra anda með sér þeir eð verri eru en sjálfur hann og nær þeir eru innkomnir byggja þeir þar og verður þá þess manns hið síðara verra hinu fyrra. So mun og ske þessa vonda kynslóð.“
Sem hann var enn þetta að tala til fólksins, sjá, að móðir hans og bræður stóðu þar fyrir utan og sóttu að tala við hann. [ En nokkur sagði til hans: „Sjá, að móðir þín og bræður standa úti og vilja þig finna.“ Hann svaraði og sagði til þess sem til hans talaði: „Hver er mín móðir og hverjir eru mínir bræður?“ Og hann rétti út sína hönd yfir sína lærisveina og sagði: „Sjáið mína móður og mína bræður. Því að hver hann gjörir vilja míns föðurs þess á himnum er sá sami er minn bróðir, systir og móðir.“