XIIII.

En eftir tvo dagta þá voru páskar og sætubrauðsdagar. Og höfuðprestar og skriftlærðir sóttu eftir hvernin þeir gætu höndlað hann með vélum og líflátið. [ En þeir sögðu: „Eigi þó um hátíðina so að eigi verði upphlaup með fólkinu.“

Og þá hann var í Bethania í húsi Símonar vanheila og sat við borð kom kona, hafandi alabastrumbuðk og kostulegt smyrslavatn. [ Hún braut buðkinn og hellti því yfir höfuð honum. En þar voru nokkrir sem stugguðust við og sögðu: „Til hvers er þessi smyrslaspilling gjör? Því að þetta smyrslavatn mátti seljast meir en fyrir þrjú hundruð peninga og gefast fátækum.“ Og þeir deildu á hana.

En Jesús sagði: „Látið hana kyrra. Til hvers styggi þér hana? Gott verk gjörði hún á mér. Fátæka hafi þér jafnan hjá yður og nær þér viljið megi þér gjöra þeim gott en mig þá hafi þér eigi jafnan. Hvað hún hafði til það gjörði hún. Hún kom og fyrir fram að smyrja minn líkama til graftrar. Sannlega segi eg yður: Hvar helst í heimi öllum er þetta guðspjall verður prédikað þá mun segjast í hennar minning hvað hún nú gjörði.“

Og Júdas Ískaríot, einn af tólf, gekk burt til höfuðprestanna að hann forréði hann fyrir þá. [ Og er þeir heyrðu það glöddust þeir og þeir lofuðu að gefa honum peninga. Hann leitaði og eftir hvernin skapfellegast hann gæti forráðið hann.

Og á hinum fyrsta sætubrauðsdegi, þá páskalambið fórnaðist, sega hans lærisveinar til hans: [ „Hvert viltu vér förum og reiðum til að þú neytir páskanna?“ Og hann sendi tvo af sínum lærisveinum og sagði til þeirra: „Gangið inn í staðinn. Maður mun renna í mót yður berandi vatsskjólu. Fylgið honum eftir og hvar helst hann gengur inn segi þér húsherranum: Meistarinn segir: Hvar er það herbergi er eg skal neyta páskanna í meður mínum lærisveinum? Og hann mun sýna yður afrakaðan sal stóran tilbúinn. Reiði þér þar til fyrir oss.“ Og hans lærisveinar gengu burt og komu inn í staðinn og fundu so sem hann hafði sagt þeim og bjuggu til páskalambið.

Og er kvelda tók kom hann meður þá tólf. Og er þeir voru niður sestir og átu sagði Jesús: [ „Sannlega segi eg yður að einn af yður, sá er etur með mér, forræður mig.“ En þeir urðu hryggvir við og sögðu hver eftir öðrum til hans: „Er eg það nokkuð?“ En hann svaraði og sagði til þeirra: [ „Einn af tólf, sá er drepur hendinni í fatið meður mér. Að sönnu fer Mannsins sonur héðan so sem skrifað er af honum en vei þeim manni af hverjum Mannsins sonur framselst! Betra væri þeim manni að eigi hefði hann fæddur verið.“

Og er þeir neyttu tók Jesús brauðið, gjörði þakkir og braut það og gaf þeim og sagði: „Taki þér, neytið. Þetta er mitt hold.“ Hann tók og kaleikinn, blessaði og gaf þeim og þeir drukku allir afhonum. Hann sagði til þeirra: „Þetta er mitt blóð eins nýs testaments sem fyrir marga úthellist. Sannlega seg eg yður að eg mun ei héðan í frá drekka af þessum vínviðarávexti allt til þess dags þá eð eg drekk það nýtt í Guðs ríki.“ Og að sögðum lofsöngnum gengu þeir til fjallsins Oliveti.

Jesús sagði til þeirra: [ „Allir munu þér skammfyllast við mig á þessari nótt. Því að skrifað er: Eg mun slá hirðirinn og sauðirnir skulu tvístrast. En eftir það er eg rís upp skal eg ganga frammi fyrir yður í Galileam.“ En Pétur sagði til hans: [ „Og þó allir skammfyllist á þér þá skal eg þó ei hneykslast.“ Jesús sagði til hans: „Sannlega segi eg þér að í dag á þessari nótt áður en haninn gelur tvisvar muntu afneita mér þrisvar.“ Hann talaði þá enn framar: „Þó að mér byrjaði að deyja jafnframt þér skyldi eg þó eigi neita þér.“ Og líka einnin sögðu allir þeir.

Og þeir komu í það gerðistún er hét Getsemane. [ Og hann sagði til sinna lærisveina: „Sitji þér hér á meðan eg biðst fyrir.“ Og hann tók með sér Petrum, Jacob og Johannem og tók til að skjálfa og angrast og sagði til þeirra: „Sála mín er hrygg allt í dauðann. Blífið hér og vakið.“ Og þá gekk hann lítt lengra fram, féll á jörð og tók að biðja ef það væri mögulegt að sú stund liði hjá honum og sagði: [ „Abba, faðir minn, allt er þér mögulegt. Tak burt þennan kaleik af mér. En eigi sem eg vil heldur sem þú vilt.“

Hann kom og fann þá sofandi og sagði til Petro: „Símon, sefur þú? Kunnir þú eigi að vaka eina stund meður mér? Vakið og biðjið að þér fallið eigi í freistni. Andinn er að sönnu reiðubúinn en holdið er breyskt.“ Hann gekk og enn burt aftur og talaði hin sömu orð. Hann kom aftur og fann þá enn sofandi því að þeirra augu voru bólgin af svefni. Og eigi vissu þeir hvörju þeir svöruðu honum. Og hann kom í þriðja sinn og sagði til þeirra: „Sofið nú og hvílið yður. Það nægist. Stundin er komin það Mannsins sonur framseljist í syndugra hendur. Standið upp, göngum héðan. Sjáið að sá er mig forræður, hann er í nánd.“

Og strax sem hann var að tala um þetta kom Júdas Ískaríot, einn af tólf, og með honum mikil sveit meður sverðum og stöngum, útsendir af höfðingsprestum, skriftlærðum og öldungum. [ En svikarinn hafði gefið þeim eitt teikn og sagt: „Hvern helst eg kyssi, sá er það, haldið honum og leiðið varygðarlega.“ Og þá hann kom gekk hann strax til hans og sagði: „Heill sértu, rabbí!“ og kyssti hann. En þeir lögðu strax hendur á Jesúm og héldu honum. [ Og einn af þeim sem hjá stóð dró út sverð og sló höfuðprestsins þjón og sneið af honum eyrað. Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Þér eruð útgengnir so sem til annars spillvirkja með sverðum og stöngum að grípa mig. Hversdagslega var eg í musterinu hjá yður og kenndi og eigi gripu þér mig heldur það Ritningin uppfylldist.“ Og þá forlétu hann allir hans lærisveinar og flýðu. [ En nokkurt ungmenni fylgdi honum eftir klæddur línklæði yfir bert bhörund. Og hann gripu önnur ungmenni en hann snaraði línklæðinu og flýði nakinn í burt frá þeim.

Og þeir leiddu Jesúm til höfuðprestsins. Þar komu saman allir kennimenn, skriftlærðir og öldungar. [ En Pétur fylgdi eftir, þó langt burt frá, inn allt í höfuðprestsins fordyri og sat hjá þénurunum við eldinn og bakaði sig við logann.

En höfuðprestarnir og allt ráðið leituðu vitna í gegn Jesú so að þeir gætu selt hann til dauða og fundu engin. Margir töluðu falsvitni í gegn honum en þeirra vitnisburðir voru eigi samlátandi. Og þá stóðu nokkrir upp og báru falsvitni í móti honum og sögðu: [ „Vér höfum heyrt hann segja: Eg vil þetta musteri niður brjóta sem með höndum er gjört og á þremur dögum uppbyggja annað það ei er með höndum gjört.“ En þeirra vitnisburðir komu eigi saman.

Og höfuðpresturinn reis upp í miðið, spurði Jesús að og sagði: „Svarar þú öngvu til þess sem að þessir vitna í móti þér?“ En hann þagði og svaraði öngvu. Þá spurði höfuðpresturinn hann enn aftur og sagði til hans: „Ertu Christus, sonur Guðs hins blessaða?“ En Jesús sagði honum: „Eg em hann. Og þér munuð sjá Mannsins son sitjanda á hagri hönd Guðs kraftar og komandi í skýjum himins.“ [ En höfuðpresturinn reif þá klæði sín og sagði: [ „Hvað þurfu vær nú meir að girnast vitnanna? Þér heyrðuð guðlöstunina. Hvað sýnist yður?“ En þeir fordæmdu hann allir sekan vera dauðans. Og nokkrir tóku að spýta á hann og byrgja hans ásján og að dusta hann með hnefum og að segja til hans: „Spáðu oss!“ Og þjónarnir slógu hann pústra í andlitið.

Og Pétur var niður í fordyrunum. [ Þá kom ein af ambáttum höfuðprestsins. Og þá hún leit Petrum verma sig horfði hún á hann og sagði: „Þú vart og með Jesú af Naðsaret.“ En hann neitaði og sagði: „Eg þekki hann eigi og eigi veit eg hvað þú segir.“ Og er hann gekk út fyrir dyrnar gól haninn. En er ambáttin sá hann aftur tók hún að segja þeim er kringum stóðu: „Þessi er einn af þeim.“ En hann neitaði nú enn aftur. Og litlu enn þar eftir sögðu þeir aftur er hjá stóðu til Péturs: „Sannlega ertu einn af þeim því að þú ert Galíleari og þitt mál hljóðar so.“ En hann tók að formæla sér og sverja: „Eigi þekki eg þann mann af hverjum þér segið.“ Og strax gól haninn aftur. Og Pétur minntist þess orðs sem Jesús hafði sagt til hans: „Áður haninn galar tvisvar muntu neita mér þrisvar.“ Og hann tók að gráta.