III.
Sjáið, eg vil senda minn engil sem skal tilreiða veginn fyrir mér og sá Drottinn mun snart koma til síns musteris hvers þér leitið og sá sáttmálans engill hvern þér girnist. [ Sjáið, hann kemur, segir sá Drottinn Sebaót. En hver mun þola hans tilkomudag og hver mun það standast þá hann mun opinberast? Því að hann er sem eins gullsmiðseldur og svo sem einnrar þvottarkonu sápa. Hann mun sitja og bræða og silfrið hreinsa. Hann mun hreinsa og klár gjöra Levíbörn so sem silfur og gull. Og þá munu þeir færa Drottni matoffur í réttlæti og þá mun matoffur Júda og Jerúsalem vera Drottni þakknæmt so sem áður og fyrir mörgum árum.
Og eg vil koma til yðar og straffa yður. Eg vil vera einn fljótur vitnismaður á móti galdamönnum, hórdómsmönnum, meinsærismönnum og móti þeim sem gjöra vald og órétt arfiðismönnum, ekkjum og föðurleysingjum og undirþrykkja þá útlensku en óttast ekki mig, segir Drottinn Sebaót. Því að eg er sá Drottinn sem ekki lýgur og það skal ekki öldungis úti vera með yður, Jakobs börn.
Þér hafið ætíð frá tíð yðra feðra vikið af mínum boðorðum og hafið þau ekki haldið. So snúið yður nú til mín, þá vil eg snúa mér til yðar, segir sá Drottinn Sebaót. En þér segið so: „Í hverju skulu vér snúa oss?“ Er það rétt að nokkur maður [ pretti Guð sem þér prettið mig? En þér segið: „Hvernin prettum vér þig?“ Með tíundum og upplyftingaroffri. Þar fyrir eru þér bölvaðir so að allir hlutir hverfa úr yðar höndum því þér prettið mig allir saman.
En berið þá alla tíund í mitt kornhús so þar sé matur í mínu húsi og reynið mig þar inni, segir sá Drottinn allsherjar, hvort eg mun ekki upplúka vindaugum himinsins fyrir yður og úthella yfirgnæfanlegri blessan. Og eg vil straffa [ uppetarann svo hann skal ekki fordjarfa yðarn ávöxt á akrinum og að víntréð sé yður ekki óávaxtarsamt á akrinum, segir sá Drottinn Sebaót, so að allir heiðingjar skulu segja yður sæla vera. Því þér skuluð vera eitt kostulegt land, segir sá Drottinn Sebaót.
Þér talið hart í móti mér, segir Drottinn. So segi þér: „Hvað tölum vér í mót þér?“ Það að þér segið: „Það er forgefins að mann þjónar Guði og hvað hjálpar það þó vér höldum hans boð og færum einn strangan lifnað fyrir þeim Drottni Sebaót? Þar fyrir prísum vér þá forsmánara því þeir óguðlegu vaxa, þeir freista Guðs og hafa lukku og framgang.“
En þeir guðhræddu hugga sig hver við annan. En Drottinn merkir það og heyrir það og það er eitt minningarbréf fyrir hann skrifað sem óttast Drottin og þenkir á hans nafn. Þeir skulu vera minn eigindómur, segir Drottinn Sebaót, á þeim degi sem eg vil gjöra. Og eg vil spara þá so sem mann sparir sinn son þann honum þjónar. Og þér skuluð þar í mót sjá aftur hvaða mismunur að er í millum þeirra réttlátu og þeirra óguðlegu og á millum þeirra sem þjóna Guði og hinna sem honum ekki þjóna.