IIII.
En Jesús, fullur af heilögum anda, kom aftur frá Jórdan og færðist af andanum á eyðimörk og freistaðist af djöflinum í fjörutígir daga. [ Og hann neytti einkist á þeim dögum og að þeim liðnum hungraði hann. Djöfullinn sagði þá til hans: „Ef þú ert Guðs sonur seg steini þessum að hann verði að brauði.“ Jesús svaraði og sagði til hans: „Skrifað er það maðurinn lfir ei af brauði einu heldur af sérhverju Guðs orði.“
Og djöfullinn flutti hann upp á há tinda fjallsins og sýndi honum á augabragði öll ríki veraldarinnar og sagði til hans: „Allt þetta veldi og þess prýði mun eg gefa þér. Því að þau eru mér í hendur fengin og hverjum eg vil má eg gefa þau. Því ef þú fellur fram og tilbiður fyrir mér skulu þau öll þín vera.“ Jesús svaraði og sagði til hans: „Far burt frá mér, þú andskoti. Skrifað er: Drottin Guð þinn skalt þú tilbiðja og honum einum þjóna.“
Og hann færði hann þá til Jerúsalem og setti hann ofan á bust musterisins og sagði til hans: „Ef þú ert Guðs sonur fleyg þér hér ofan af því að skrifað er: [ Sínum englum bífalaði hann þig að þeir varðveiti þig og að á sínum höndum beri þeir þig svo að þú drepir eigi þínum fæti við steini.“ Jesús svaraði og sagði til hans: [ „Sagt er að eigi skuluir þú freista Drottins Guðs þíns.“ Og er djöfullinn hafði lyktað allar þessar freistanir veik hann frá honum um stundarsakir.
Og Jesús kom aftur í andakrafti til Galileam og ryktið gekk út um öll héröð af honum. Og hann kenndi í þeirra samkunduhúsum og af öllum var hann miklaður.
Og hann kom til Naðsaret þar hann var uppalinn og gekk inn eftir vana sínum á þvottdegi í samkunduna, stóð upp og tók að lesa. [ Og honum var fengin bók Esaie spámanns. Og er hann fletti um bókinni fann hann þann stað hvað skrifað var: „Andi Drottins er yfir mér og af því smurði hann mig og sendi mig að boða evangelium volöðum og að græða sundraða í hjörtum, að prédika herteknum endurlausn og sýn blindum og kramda að kvitta til lausnar og að prédika þakknæmilegt ár Drottins.“
Og þá lét hann saman bókina og fékk hana þénaranum aftur og setti sig. Og allir þeir sem í samkunduhúsinu voru horfðu á hann. En hann hóf að segja til þeirra: „Í dag er þessi Ritning uppfylld í yðrum eyrum.“ Og allir gáfu vitnisburð af honum og undruðust þau náðarsamleg orð sem gengu fram af hans munni og sögðu: [ „Er þessi eigi sonur Jósefs?“ Hann sagði til þeirra: „Þér munuð fullkomlega til mín segja þennan orðskvið: Læknir, bjarga sjálfum þér. Því hve mikið að vér höfum heyrt að gjört var til Kapernaum gjör þú og hér á þinni fósturjörð.“ En hann sagði: „Sannlega segi eg yður að enginn spámaður er þakknæmur á sinni fósturjörðu.
Í sannleik segi eg yður: [ Margar ekkjur voru á dögum Elie í Ísrael þá himinninn var luktur í þrjú ár og sex mánuði, þá gjörðist og mikill sultur um allt landið, og til öngrar þeirra var Elías sendur nema í Sarefta Sidonie til einnrar ekkju. Og margir líkþráir voru í Ísrael á dögum Elisei spámanns og enginn þeirra varð hreinsaður nema Naaman af Syria.“ [
Og allir fylldust þeir reiði sem í samkunduhúsinu voru er þeir heyrðu það, stóðu upp og hnepptu hann út af borginni og leiddu hann allt upp á fjallgnípuna þar eð þeirra borg var yfirbyggð að þeir hryndi honum þar af fram. [ Og hann gekk burt mitt á milli þeirra. Og hann fór ofan til Kapernaumborgar í Galilea og kenndi þeim þar á þvottdögum. Og allir undruðust hans kenning því hún var voldug. [ Í samkunduhúsinu var maður sá er hafði óhreinan djöfulsanda og kallaði upp hárri röddu og sagði:„Hei, hvað höfum vær með þig, Jesús af Naðsaret! Þú komt að fyrirfara oss! Eg veit vel að þú ert hinn heilagi Guðs!“ Og Jesús straffaði hann og sagði: [ „Þegi þú og far út af honum.“ Og djöfullinn fleygði honum mitt fram í milli þeirra og fór út af honum og grandaði honum að öngu. Ótta sló og yfir alla þá og töluðust við sín á milli og sögðu: „Hvaða orde er þetta að hann býður óhreinum aundum af valdi og krafti og þeir fara út?“ Og hans rykti barst alls staðar út um öll nálæg héröð.
En er Jesús stóð upp af samkundunni gekk hann í hús Símonar. [ Vermóðir Símonar var haldin af mikilli köldu og þeir báðu hann fyrir henni. Hann gekk til hennar og bauð köldunni og hún forlét hana. Og jafnskjótt reis hún upp og þjónaði þeim.
En þá sólin var undirgengin fluttu þeir til hans alla þá sjúka menn sem margháttaðar sóttir höfðu. En hann lagði hendur yfir sérhvern þeirra og læknaði þá. Djöflar fóru og út af mörgum, kallandi upp og sögðu: „Þú ert Kristur, sonur Guðs!“ Hann hastaði á þá og leyfði þeim ekki að mæla því að þeir vissu það hann var Kristur.
En eð dagur var fór hann og gekk út á eitt eyðiból. Fólkið leitaði að honum og kom til hans og hafði gát á hönum að hann færi eigi í frá þeim, hverjum hann sagði: „Mér byrjar og í öðrum borgum að boða evangelium út af Guðs ríki því að til þess em eg sendur.“ Og hann prédikaði í samkunduhúsum í Galilea.