XX.

Og það skeði á einum þessara daga þá hann var að kenna fólkinu í musterinu og að prédika evangelium þá komu til hans prestahöfðingjar og skriftlærðir með öldungum, töluðu til hans og sögðu: [ „Seg oss, af hverri magt er þú gjörðir þetta eða hver er sá sem þér gaf þessa magt?“ Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Eg vil spyrja yður og að einu orði, svarið mér: [ Skírn Johannis, var hún af himni eður af mönnum?“ En þeir hugsuðu með sjálfum sér og sögðu: „Ef vér segjum: Af himni, so segir hann: Fyrir því trúðu þér henni eigi? En ef vér segum: Af mönnum, þá mun allur lýður lemja oss grjóti því að þeir eru öruggir í því að Jóhannes væri spámaður.“ Og þeir svöruðu að þeir vissu ei hvaðan hún væri. Og Jesús sagði til þeirra: „Þá segi eg yður eigi heldur af hverri magt eg gjöri þetta.“

En hann tók þá að segja til fólksins þessa eftirlíking: [ „Nokkur maður plantaði víngarð og byggði hann víngarðsmönnum, fór síðan og var í burt um langan tíma. Og er tími var til sendi hann einn þjón til víngarðsmannanna að þeir gæfi honum af ávexti víngarðsins, hvern víngarðsmennirnir húðflettu og létu tómum höndum frá sér fara. Og um það fram sendi hann út annan þjón. En þeir strýktu hann og dáruðu og létu erindislausan í burt fara. Og enn yfir það fram sendi hann út hinn þriðja hvern þeir lemstruðu sárum og ráku burt síðan. En þá sagði herrann víngarðsins: Hvað skal eg til gjöra? Eg mun senda son minn elskulegan, má vera að þá þeir sjá hann þá feili þeir sér.

En þá víngarðsmennirnir sáu soninn þenktu þeir með sjálfum sér og sögðu: Þessi er erfinginn, komið aflífum hann so að vor verði arfleifðin. Og þeir hnepptu hann út af víngarðinum og líflétu hann. Hvað mun nú herrann víngarðsins gjöra til við þá? Hann mun koma og tortýna þessum víngarðsmönnum og byggja sinn víngarð öðrum.“ Þá þeir heyrðu það sögðu þeir: „Fjærri er því!“

En hann horfði á þá og sagði: „Hvað er þá það hvað þar skrifað er: [ Þann stein hvern uppbyggendur forklöguðu, sá er orðinn að höfði hyrningar? Hver hann fellur á þennan stein sá mun sundurmerjast en á hvern hann fellur þann mun hann kremja.“ Og kennimannahöfðingjar og skriftlærðir leituðu eftir hvernin þeir fengi hendur á hann lagt í það sinn og óttuðust fólkið að því að þeir formerktu að hann hafði sagt til þeirra þessa eftirlíking.

Þeir höfðu og varðhöld á honum og sendu út talsmenn hverjir sér áttu að breyta sem væri þeir aldyggvir so að þeir gætu veitt hann í orðum og afhent hann valdsstjórninni og yfirvaldinu landstjórnarans. [ Og þeir spurðu hann að og sögðu: „Meistar, vær vitum þú segir rétt og kennir og álítur eigi nokkurs manns yfirlit heldur kennir þú Guðs götu í sannleika. Hvert hæfir oss að gefa keisaranum skatt eða eigi?“ [ En hann merkti þeirra flátskap og sagði til þeirra: „Hvað freisti þér mín? Sýnið mér peninginn, hvers mynd og innskrift hefur hann?“ Þeir svöruðu og sögðu: „Keisarans.“ Hann sagði þá til þeirra: „Því gefið keisaranum hvað keisarans er og Guði hvað Guðs er.“ Og þeir gátu eigi straffað hans orð fyrir fólkinu, undrandi hans andsvör og þögnuðu.

En nokkrir af Saduceis gengu til hans hverjir neita upprisuna vera, spurðu hann að og sögðu: [ „Meistari, Moyses skrifaði oss ef að einhvers bróðir andaðist sá er eiginkonu ætti og væri hann barnlaus dáinn þá skal hans bróðir taka hans konu og uppvekja so sínum bróður sæði. Nú voru þar sjö bræður og hinn elsti fékk sér eiginar konu og andaðist erfingjalaus. Og sá annar fékk hennar og andaðist barnlaus. Og hinn þriðji átti hana. Líka og einnin allir þeir sjö og létu ei börn eftir og önduðust en seinast allra þeirra andaðist og konan. Hvers þeirra eiginkona verður hún nú í upprisunni? Því að allir sjö hafa þeir haft hana til eignarkonu.“

Og Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Synir þessar veraldar giftast og láta gifta sig en þeir sem verðugir verða að öðlast hinn annan heim og upprisunnar af dauðanum þeir munu hverki giftast né sig gifta láta því þeir geta eigi oftar dáið því þeir eru englum líkir og Guðs börn á meðan þeir eru upprisunnar börn. En það eð hinir framliðnu munu upprísa hefur Moyses auðsýnt við skógarrunninn þá hann kallaði Drottin Guð Abrahams, Guð Ísaaks, Guð Jacob. [ En Guð hann er eigi dauðra heldur lifandra manna Guð því að þeir lifa honum allir.“ Þá svöruðu nokkrir af hinum skriftlærðu og sögðu: „Meistari, þú hefur vel sagt.“ Og þeir dirfðust eigi framar að spyrja hann nokkurs.

En hann sagði til þeirra: [ „Hvernin segja þeir Krist vera Davíðs son? Og sjálfur Davíð segir í sálmabókinni: Drottinn sagði til míns Drottins: Sit þú til minnar hægri handar þar til eg legg þína óvini til skarar þinna fóta. Fyrst Davíð kallar hann Drottin, hvernin er hann þá hans sonur?“

En öllu fólkinu áheyrandi þá sagði hann til sinna lærisveina: [ „Vaktið yður fyrir hinum skriftlærðu, hverjir ganga vilja í síðum klæðum og kærar hafa kveðjur á torgum og hin fremstu sæti í samkunduhúsum og æðstan sess í samdrykkjum, hverjir uppsvelgja ekknanna hús með yfirvarpi langs bænahalds. Þeir öðlast þess þyngri fyrirdæming.“