II.

En það bar til á þeim dögum að það boð gekk út frá keisaranum Augusto það heimurinn allur skyldi skattskrifast. [ Og þessi skattskrift hófst fyrst upp hjá Cyrino sem þá var landstjórnari í Syria. Og allir fóru að tjá sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Jósef af Galilea úr borginni Naðsaret upp í Judeam til Davíðs borgar, sú eð kallaðist Betlehem, af því að hann var af húsi og kyni Davíðs, að hann tjáði sig þar meður Maríu sinni festarkonu óléttri.

En það gjörðist þá þau voru þar að þeir dagar fullnuðust eð hún skyldi fæða. Og hún fæddi sinn frumgetinn son og vafði hann í reifum og lagði hann niður í jötuna. Því að hún fékk ekkert annað rúm í gestaherberginu.

Og fjárhirðar voru þar í sama byggðarlagi um grandana við fjárhúsin sem varðveittu og vöktu yfir hjörð sinni. [ Og sjá, að engill Drotins stóð hjá þeim og Guðs birti ljómaði í kringum þá og þeir urðu af miklum ótta hræddir. Og engillinn sagði til þeirra: „Eigi skulu þér hræðast. Sjáið, eg boða yður mikinn fögnuð þann er sker öllum lýð. Því í dag er yður lausnarinn fæddur sá að er Kristur Drottins í borg Davíðs. Og hafið það til merkis: Þér munuð finna barnið í reifum vafið og lagt vera í jötuna.“ Og jafnskjótt þá var þar hjá englinum mikill fjöldi himneskra hirðsveita sem lofuðu Guð og sögðu: [ „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnum góður vilji!“

Og þá er englarnir fóru frá þeim aftur til himins töluðu hirðarnir sín á milli: [ „Göngum vær allt til Betlehem og sjáum þau merki er þar hafa skeð og Drottinn hefir kunngjört oss.“ Og þeir komu með skunda og fundu Maríu og Jósef og barnið liggja í jötunni. En þá þeir höfðu það séð víðfrægðu þeir það orð út sem þeim var sagt af þessu barni. Og allir þeir það heyrðu undruðust það hvað þeim var af hirðurunum sagt. En María varðveitti öll þessi orð og bar saman í sínu hjarta. Og fjárhirðarnir sneru aftur, dýrkandi og lofandi Guð um allt það hvað þeir höfðu heyrt og séð og eftir því sem þeim var tilsagt.

Og þá átta dagarnir voru liðnir og að barnið skyldi umskerast var hans nafn kallað Jesús, hvað er kallað var af englinum áður en hann var meðtekinn í móðurkviði. [

Og þá dagar hennar hreinsunar fullnuðust eftir Moyses lögum höfðu þau hann til Jerúsalem að þau á hendur fæli hann Drottni so sem skrifað er í lögmáli Drottins að allt hvað kallkyns var það er fyrst opnaði sinnar móðurkvið þa skyldi skallast Drottni helgað, og að þau gæfi offrið eftir því sem segist í lögmáli Drottins, tvær turtildúfur eða tvo dúfuunga. [

Og sjá, að maður var þar í Jerúsalem sá er Símeon hét. [ Og þessi sami maður var réttlátur og guðhræddur, bíðandi eftir huggun Ísraels og heilagur andi var með honum. Símeon hafði andsvar fengið af helgum anda að hann skyldi eigi dauðann líta nema han sæi áður fyrri Krist Drottins og kom af andans tillaðan í musterið.

Og þá er foreldrarnir höfðu barnið Jesú í musterið og gjörðu fyrir honum eftir siðvenju laganna. Og hann tók hann upp á sína armleggi, lofaði Guð og sagði: [

„Nú láttu, Drottinn, þjón þinn eftir orðum þínum í friði fara því að mín augu hafa séð þitt hjálpráð það þú tilreiddir fyrir augliti allra þjóða, ljós til uppbirtingar heiðnum þjóðum og til dýrðar þíns fólks Ísraels.“

Og hans faðir og móðir undruðust það hvað af honum sagðist. Og Símeon blessaði þau og sagði til Maríu móður hans: [ „Sjá, þessi er settur til falls og upprisu margra í Ísrael og til merkis hverjum í móti mun mælast (og eitt sverð mun í gegnum smjúga sjálfrar þinnar önd) so að augljós verði hugskotshjörtun margra.“

Og þar var þá Anna spákona, dóttir Panúels, af kyni Aser. [ Hún var og komin til sinna ára og hafði lifað í sjö ár meður sínum eignarmanni frá meydómi sínum. Og þessi ekkja hafði nær fjóra vetur um áttrætt hver eð eigi gekk úr musterinu, þjónandi Guði nátt og dag með föstum og bænahaldi. Þessi gekk og samstundis þangað að og prísaði Drottin og sagði af honum til allra þeirra sem lausnarinnar biðu til Jerúsalem.

Og er þau höfðu allt algjört eftir lögmáli Drottins sneru þau aftur í Galileam til borgar sinnar Naðsaret. En barnið vóx upp og styrktist í anda, fullur vísdóms og Guðs náð var með honum.

Hans foreldrar gengu og árlega árs til Jerúsalem í móti páskahátíðinni. [ Og þá hann var tólf ára fóru þau upp til Jerúsalem eftir vana til hátíðarinnar. Og er þeir dagar voru liðnir og þau fóru heimleiðis bleif barnið Jesús eftir til Jerúsalem og hans foreldrar vissu það eigi en meintu han væri hjá selskapnum. Og þau voru komni þá eina dagferð og leituðu hans á meðal frænda og kunningja. Og þá er þau fundu hann eigi hvurfu þau aftur til Jerúsalem og leituðu að honum. Og það skeði so eftir þrjá daga að þau fundu hann í musterinu, sitjandi mitt á millum lærifeðranna, heyrandi þeim og aðspyrjandi þá. En allir þeir er hann heyrðu undruðust yfir hans skilningi og andsvörum.

Og er þau sáu hann brá þeim við. Og hans móðir talaði til hans: „Sonur minn, því breytir þú so við okkur? Sjáðu, faðir þinn og eg leituðum harmþrungin að þér.“ Og hann sagði til þeirra: „Hvað er það að þið leitið að mér? Viti þið eigi að mér byrjar að vera í því sem míns föðurs er?“ Og þau undirstóðu eigi þessi orð sem hann mælti til þeirra. Og hann fór með þeim ofan og kom til Naðsaret, var þeim og hlýðugur. Og hans móðir geymdi öll þessi orð í sínu hjarta. Og Jesú jókst aldur og viska og náð hjá Guði og mönnum.