III.

[ Eru þér nú uppaftur rifnir með Christo, Þá leitið þess hvað þar uppi er, þar eð Christur situr til Guðs hægri handar. Kostgæfið eftir því sem þar uppi er, og eigi eftir því sem á Jörðu er, því að þér eruð dauðir, og yðart Líf er fólgið með Christo í Guði En nær Christus yðvart líf mun sig opinbera, þá munu þér einnen með honum opinberaðir verða í Dýrðinni. So deyðið nú yðra Limu sem á Jörðu eruð, Hórdóma, fúlan lifnað, Lostasemi, vondar girndir, Saurlífi og Ágirni, (sem er skurgoða dýrkan) fyrir hvað að kemur Guðs Reiði yfir Börn Vantrúarinnar, Í hverju þér hafið og forðum daga gengið þá þér lifðuð í þeim.

En afleggið nú allt í frá yður, Reiði, Grimmd, Illsku, Háðung, skemmileg orð af yðrum munni. Ljúgið ekki innbyrðis. Afklæðist hinum gamla Manni, með sínum verkum, og íklæðist hinum nýja, sá sem endurnýjast til viðurkenningar, eftir þess ímynd sem hann hefur skapað, Þar [ er enginn, Grískur, Gyðingur, Umskorinn, Yfirhúð, Útlendur, Scytha, Þræll, Frelsingi heldur allir hlutir og í öllum Christur.

So íklæðist nú, so sem Guðs útvaldir, Heilagir og elskanlegir, hjartfólginni Miskunnsemi, Góðvilja, Hógværi, Þolinmæði, og umlíðið hver annan. Og ef að nokkur hefur klögumál mót öðrum, þá fyrirgefið það hver öðrum innbyrðis, líka svo sem Christur hefur fyrirgefið yður, svo skulu þér einnen. En fram yfir allt þetta, þá íklæðist kærleikanum, hver að er band algjörvileiksins. Og Friður Guðs regeri í yðrum hjörtum, til hvers að þér eruð einnin kallaðir, í einum líkama. Verið og þakklátir.

Látið Christi orð gnóglega byggja meðal yðar í allri Visku. Lærið og áminnið yður með Psalmum og Lofsöngum, og andlegum ljúflegum Kvæðum, Og syngið DROTTNI í yðrum hjörtum. Og allt hvað þér gjörið með orð og verk, það gjörið allt í nafni DROTTINS Jesú, og þakkið Guði Föður fyrir hann.

Þér kvinnur, verið yðar bændum undir gefnar í DROTTNI, svo sem að byrjar. Þér menn elskið yðar Eiginkonur, og verið ekki harðúðugir við þær. Þér börn verið hlýðug Foreldrunum í öllum hlutum, Því að það er DROTTNI þakknæmilegt. Þér Feður, reitið ekki yðvar Börn, svo að þau verði ei of körg. Þér Þénarar verið hlýðugir í öllum hlutum yðrum líkamlegum Herrum, eigi meður þjónustu fyrir augum, svo sem mönnum til þóknunar, heldur með einfaldleik hjartans, og meður Guðs ótta. Allt hvað þér gjörið, það gjörið af hjarta, so sem DROTTNI og eigi mönnum. Og vitið það þér munuð öðlast af DROTTNI verðlaun arftökunnar, Því að þér þjónið DROTTNI Christo. En hver órétt gjörir, sá mun það meðtaka hvað hann hefur órétt gjört, og ekkert Manngreinar álit er hjá Guði. Þér Drottnar, hvað rétt og heyrilegt er það auðsýnið Þénurunum, Og vitið, það þér hafið einnen DROTTIN á Himni.