VII.
Annars dags bauð Holofernes sínu herliði að búast til í móti Betulia. Og hann hafði hundrað og tuttugu þúsundir fótgönguliðs, tólf þúsundir riddaraliðs, auk þess fjölda er hann hafði útvalið í öllum stöðum hvar hann hafði unnið nokkuð land. Þessi allur her bjó sig í mót Ísraelssonum og þeir settu sínar herbúðir á því fjalli sem liggur gagnvart Dótaím frá Belma allt að Kelmon hver eð liggur gegnt Esdrelom.
Þá Ísraelssynir sáu nú þennan mikla mannfjölda þeirra Assyriis féllu þeir til jarðar, lögðu ösku yfir höfuð sér og báðust fyrir allir undir eins að Guð Ísraels vildi veita miskunn sínu fólki. Og þeir herklæddust og inntóku alla einstigu fjallanna og gættu þeirra nætur og daga.
En þá Holofernes reisti um kring merkti hann að þar var einn brunnur utan staðar til suðurs frá borginni. Þaðan var vatni veitt inn í staðinn með stokkum. Þessa stokka skipaði hann upp að höggva. Og þó þeir hefðu nokkra smábrunna ei langt frá múrveggjum borgarinnar hvert þeir sóttu vatn heimuglega þá var það þó naumlega svo mikið að þeir gæti endurnært sig þar með.
Þar fyrir komu Ammónítar og Móabítar til Holofernes og sögðu: „Ísraelssynir þora ekki að berjast við oss heldur halda þeir sér upp á fjöllum og hálsum hvar undir þeir eru óhræddir. Láttu þar fyrir geyma brunnana so að eigi kunni þeir vatn að sækja. Þá munu þeir deyja fyrir utan sverð elligar þeir skulu neyðast til að gefa upp borgina hverja þeir halda óvinnandi af því hún stendur á fjalli.“ Þetta virtist Holofernes og hans liðsmönnum gott ráð og hanns etti hundrað að varðveita hvern brunn.
Þá brunnarnir höfðu nú í tuttugu daga verið varðveittir þá höfðu þeir í Betulia ekkert meira vatn, hverki í smábrunnunum né annars staðar so að þeim mætti duga einum degi lengur og fólkinu var gefið daglega vatn að skammti. Þá komu menn og kvinnur, ungir og gamlir, til Osia og til öldunganna, klöguðu og sögðu: „Dæmi Guð í millum yðar og vor að þér komið oss í slíka neyð með því að þér vilduð ekki láta oss gjöra frið við þá Assyrios þar sem Guð hefur þó gefið oss í þeirra hendur og vér höfum öngva hjálp heldur megum vér fyrir þeirra augum af þorsta vanmegnast og herfilega deyja.
Þar fyrir kallið fólkið til samans so að vér gefum oss viljuglega undir Holofernem. [ Því að betra er að vér gefum oss upp og höldum lífi og lofum Guð heldur en að vér skulum fyrirfarast og verða til skammar fyrir allri veröldu og sjá upp á að vorar kvinnur og börn hljóta fyrir vorum augum so hryggilega að deyja. Vér vitnum í dag fyrir himni og jörðu og fyrir Guði vorra forfeðra, sá sem nú straffar oss vegna vorra synda að vér höfum beðið yður að gefa staðinn upp fyrir Holofernes svo að vér mættum fá fljótan dauða fyrir sverði en vanmegnast ekki so lengi af þorsta.“
Þá var ein stór veinan og grátur á meðal alls fólksins. [ Sumir stóðu lengi, kölluðu til Guðs og sögðu: „Vér höfum syndgast með vorum forfeðrum, vér höfum misgjört og höfum verið óguðlegir, en þú ert miskunnsamur. Þar fyrir vertu oss líknsamur og straffa oss sjálfur. Og með því að vér meðkennum þig þá yfirgef oss ekki heiðingjum, þeir sem ekki þekkja þig, so að þeir hælist ekki um: Hvar er þeirra Guð?“
Og er þeir höfðu nú lengi kallað og grátið og nokkuð var hljótt orðið stóð Jósías upp, grét og sagði: „Góðir bræður, hafið þolinmæði og bíðum enn nú í fimm daga eftir hjálp af Guði ef hann vildi vera oss náðugur og gjöra sitt nafn dýrðarsamlegt. Fáum vér ekki hjálp í þessa fimm daga þá viljum vér gjöra so sem þér hafið beðið.“