VI.

Því næst reiddist og einnin Holofernes Akíor og sagði: „Hvernin dirfist þú að spá að Israelisfólk skuli fá hjálp af þeirra Guði? En þá vér nú í hel sláum þá so sem einn mann þá skaltu sjá að þar er enginn Guð annar en Nabogodonosor og þá skaltu einnin með þeim í hel sleginn verða með sverði þeirra Assyriis og allt Israelisfólk skal með þér drepið verða. Þá skaltu verða var við að Nabogodonosor er herra yfir öllum heimi. Nær þú verður í hel sleginn með mínu sverði og liggur á meðal þeirra í hel slegnu Ísrael og hlýtur að deyja og fordjarfast. En ef þú hyggur að þinn spádómur sé sannur þá þarftu hverki að hræðast né blikna. So sem þeim gengur so skal þér ganga því að eg vil senda þig nú til þeirra so að eg kunni að straffa þig undir eins og þá.“

Þá bauð Holofernes sínum þénurum að grípa Akíor og flytja hann til Betulia og fá hann í hendur Ísraelssonum. Og Holofernes þénarar gripu hann. Og sem þeir komu yfir sléttlendið að fjallinu þá runnu bogmenn í móti þeim. Þá viku þeir sér afsíðis með fjallinu og bundu Akíor við eitt tré á höndum og fótum og hrundu honum um koll og létu hann so hanga og hvurfu aftur til síns herra. En Ísraelssynir komu ofan frá Betulia til hans, leystu hann og höfðu hann til Betulia og leiddu hann til fólksins og spurðu hann að hvernin þetta hefði skeð og hvar fyrir þeir af Assyria höfðu upphengt hann.

Á þeim tíma voru höfuðsmenn í borginni Osias sonur Míka af Símeonsætt og Karmí sá sem og nefndist Ótóníel. [ Fyrir þessum öldungum og fyrir öllu fólki framtaldi Akíor allt það sem Hólófernes hafði hann aðspurt og svo hverju hann hafði honum svarað og að Holofernis þénarar hefðu fyrir þetta andsvar viljað deyða hann en Holofernes hefði boðið að hann skyldi í hendur seljast Ísraelsbörnum so að þá hann hefði í hel slegið Ísraelssonu þá vildi hann straffa og í hel slá Akíor af því að hann hefði sagt að Guð á himnum muni hjálpa þeim.

Þá Akíor hafði þetta talað féll allt fólk til jarðar og bað til Drottins, grátandi allt saman, og bað Drottin, segjandi: [ „Drottinn Guð himins og jarðar, álíttu þeirra drambsemi og vora eymd og líttu náðarsamlega yfir þína heilaga og sýn það að þú ekki yfirgefur þá sem þér treysta og að þú um koll kastir þeim sem stæra sig af sjálfum sér og þinni magt.“

Þannin grétu þeir og báðust fyrir allan þann dag, huggandi Akíor og saugðu: „Guð vorra forfeðra hvers magt þú prísað hefur hann mun so endurgjalda þér það að þeir munu ekki fagna yfir þér heldur muntu verða sjáandi hvernin að þeir verða í hel slegnir og afmáðir. Og þegar Drottinn Guð vor hefur frelsað oss þá sé Guð með þér vor á milli og viljir þú þá skaltu og þínir allir búa á meðal vor.“

Og þá eð fólkið skildist að leiddi Oseas hann með sér í sitt hús og bjó til mikla kveldmáltíð og bauð öllum þeim elstu til sín, voru glaðir eftir langa föstu. Þar eftir var fólkið kallað til samans aftur og þeir báðu Ísraels Guð um hjálp í söfnuðinum alla þá nótt.