XI.

Og Holofernes sagði til hennar: „Vertu óhrædd og óttast ekki því að eg hefi enn nú aldrei illt gjört nokkrum manni sem vildi gefa sig undir Nabogodonosor kóng. Og hefði þitt fólk ei forsmáð mig þá skylda eg ekki hafa upplyft einu spjóti á móti því. En nú segðu mér hvar fyrir þú ert frá þeim vikin og ert komin til mín?“ Júdít svaraði og sagði: „Heyr þú góðmannlega orð ambáttar þinnar og ef þú gjörir so sem þín ambátt segir þá mun Drottinn gefa þér lukku og sigur.

Guð gefi Nabogodonosor lukku og farsæld, konungi alls landsins, sá þig hefur útsent til að straffa alla óhlýðuga. Því þú kannt honum undirgefna að gjöra eigi alleinasta mennina heldur jafnvel öll dýr á jörðunni því að þín speki og vísdómur er mjög víðfrægur í allri veröldu og allir vita að þú ert sá voldugasti höfðingi í öllu kóngsríkinu og þín góða stjórnan prísast af öllum. Vér vitum og hvað Akíor hefur talað og hvað þú gjörðir honum í staðinn. Því að vor Guð er so reiður orðinn vorum syndum að hann hefur látið segja fyrir sína spámenn það hann vilji straffa fólkið fyrir þess synda sakir.

Og af því að Ísraelsfólk veit nú að þeir hafa styggt Guð þá eru þeir nú hræddir fyrir þér. Þar að auk líða þeir stórt hungur og vanmegnast af þorsta. Og nú ætla þeir sér að slátra sínum fénaði og drekka hans blóð og að eta það heilaga offur af korni, víni og viðsmjöri hvað Guð hefur boðið að þeir skyldu ei taka þar á. Þar fyrir er víst að þeir munu fyrirfarast fyrst að þeir gjöra svoddan. Og af því eg veit þetta þá flýða eg frá þeim. Og Drottinns endi mig til þín að ??? segja þér þetta. Því þó að eg sé komin til þín þá hefi eg þó ekki yfirgefið minn Guð heldur vil eg enn þjóna mínum Guði hjá þér. Og eg, þín ambátt, skal ganga út og tilbiðja Guð og hann mun kunngjöra mér nær Guð vill launa þeim sínar syndir. So vil eg koma og segja þér það og leiða þig í gegnum miðja Jerúsalem so að þú skalt hafa allt Ísraelsfólk líka sem sauði þeir eð öngvan hirði hafa. Og þar skal ekki hundur þora að geyja í móti þér því Guð hefur mér það opinberað af því hann er orðinn reiður þeim og hann útsendi mig að segja þér þetta.“

Þessi orð þóknuðust Hóloferni og hans þénurum. Og þá furðaði hennar vísdóm og hver sagði til annars: „Þessar kvinnu líki er ekki á jörðu að vænleika og vísdómi.“ Og Holofernes sagði til hennar: „Vel hefur Guð gjört að hann sendi þig hingað áður en fólkið kæmi í mínar hendur. Ef að þinn Guð fullkomnar nú þetta sem þú hefur talað þá skal hann og einnin vera minn Guð. Og þú skalt verða mikil hjá Nabogodonosor kóngi og nafnfræg í öllu hans kóngsríki.“