IX.
Þegar þetta fengu að spyrja allir þeir kóngar sem hinumegin Jórdanar bjuggu, á fjallbyggðum uppi og líka þeir sem bjuggu á sléttlendinu og allir sem bjuggu út með höfnum þess mikla hafs og so þeir sem voru hjá fjallinu Líbanon, sem voru Hethiter, Amoriter, Cananiter, Pheresiter, Heviter og Jebusiter, þá söfnuðust þeir saman með einu samhaldi til bardaga í mót Jósúa og Ísrael. [
En borgarmenn af Gíbeon þá þeir fréttu hvað Jósúa hafði gjört Jeríkó og Aí, þá upphugsuðu þeir þetta brögðugt ráð. [ Þeir fóru og sendu menn út og lögðu gamla sekki á sína asna og gamlar, bættar og í sundurrifnar vínflöskur, og þeir tóku gamla, bætta skó á sína fætur og færðu sig í forn klæði og allt það brauð sem þeir tóku með sér var hart og myglað. Og þeir gengu fyrir Jósúa í herbúðirnar til Gilgal og sögðu til hans og til alls Ísraels: „Vér erum komnir af fjarlægu landi, svo gjörið nú sáttmála við oss.“ Þá svaraði allur almúgi Ísraelis þeim Heviter: „Má ske að þú búir á millum vor. Hvernin megum vér gjöra sáttmála við þig?“
En þeir svöruðu og sögðu til Jósúa: „Vér erum þínir þénarar.“ [ Jósúa svaraði þeim: „Hverjir eru þér eða hvaðan komu þér?“ Þeir sögðu: „Þínir þénarar eru komnir langan veg af framanda landi sökum Drottins þíns Guðs nafns. Því vér höfum heyrt hans rykti og allt það sem hann gjörði í Egyptalandi og so líka allt það sem hann gjörði þeim tveimur kóngum Amoritis hinumegin Jórdanar, Síhon kónginum í Hesbon og so Óg kónginum í af Basan sem bjó í Astarot. Og því sögðu vorir öldungar og allir landsinnbyggjarar: Farið og takið fæðslur með yður á veginn og farið til fundar við þá og segið til þeirra: Vér erum yðrir þénarar. Setjið nú þá sáttmála við oss. Þetta vort brauð sem vér tókum með oss af vorum heimilum oss til fæðslu var nýtt þá vér fórum heiman til yðar. En sjáið, nú er það hart og myglað. Og þessar vínflöskur voru nýjar og vér fylldum þær af nýju víni og sjáið að þær eru í sundurrifnar. Og þessi vor klæði og skóföt eru nú orðin forn og gömul á þessari vorri langri reisu.“
So tóku höfuðsmennirnir af þeirra mat og spurðu ekki munn Drottins þar að. Og Jósúa batt sátt við þá og uppsetti einn sáttmála við þá so þeir skyldu halda sínu lífi. [ Og þeir inu yppustu af öllum söfnuðinum sóru þeim eiða.
En þrimur dögum þar eftir sem þeir höfðu gjört frið með þá þá spurðu þeir þann kvitt að þeir áttu byggðir skammt frá þeim og að þeirra byggðarlög áttu að vera í millum þeirra. Því þá Ísraelssynir höfðu reist í tvo daga þá komu þeir á þriðja degi til þeirra borgar sem kallaðist Gíbeon, Kapíra, Beórót og Kirjat Jearím. Og þeir slógu þá ekki því höfuðsmennirnir fyrir alþýðunni höfðu svarið þeim eiða við Drottin Guð Ísraelis.
En sem allur söfnuðurinn kurraði um þetta í móti höfuðsmönnunum þá sögðu allir höfðingjarnir til almúgans: „Vér sórum þeim við Drottin Ísraelis Guð, því megum vér ekki snerta þá. [ En það viljum vér gjöra: Látum þá lifa so þar komi ekki reiði yfir oss sökum þess eiðs sem vér höfum svarið þeim.“ Og höfuðsmennirnir sögðu til fólksins: „Látið þá lifa so þeir höggvi við og beri vatn að öllum almúganum so sem höfðingarnir hafa sagt til þeirra.“
Síðan kallaði Jósúa þá fyrir sig og sagði til þeirra: „Því sviku þér oss og sögðuð að þér væruð í fjarska við oss en þér búið þó mitt á millum vor? Því skulu þér nú bölvaðir vera, þar skal ei þrjóta þræl af yður sem höggva skulu við og bera vatn til míns Guðs húss.“ Þeir svöruðu Jósúa og sögðu: „Það var þínum þénörum sagt að Drottinn þinn Guð til sagði Móse sínum þénara að hann vildi gefa yður allt landið og eyðileggja alla landsins innbyggjara fyrir yður. Því urðum vér mjög óttaslegnir og hræddir um vort líf og tókum því þetta til ráðs. En sjá nú, vér erum í þínu valdi. Gjör við oss hvað þér sýnist gott og rétt vera.“
Og so gjörði Jósúa við þá og frelsaði þá frá hendi Ísraelissona að þeir slógu þá ekki í hel. Og á þeim sama degi skipaði Jósúa þá til að höggva við og bera vatn handa almúganum og að altari Drottins, inn til þessa dags á þeim stað sem hann vildi útvelja.