III.

Og Jósúa stóð upp mjög snemma morguns og þeir ferðuðust frá Sittím og komu til Jórdanar, hann og allir Ísraelissynir, og voru þar um nóttina áður þeir færi yfir um. [ En þrimur dögum þar eftir gengu höfuðsmennirnir um allar herbúðirnar, buðu fólkinu og sögðu: „Þegar þér sjáið Drottins Guðs yðars sáttmálans örk og prestana af Levítönum berandi hana þá dragið út hver af sínum stað og fylgið henni eftir. Þó so að þar sé tveggja þúsund álna rúm í millum yðar og hennar. Þér skuluð ekki ganga mjög nærri henni so að þér megið vita hvern veg þér skuluð fara því þér hafið ekki fyrr gengið þennan veg.“

Og Jósúa sagði til fólksins: „Helgið yður því að Drottinn mun gjöra dásemdarverk á morgun á meðal yðar.“ Og hann sagði til prestanna: „Berið sáttmálans örkina og gangið undan fólkinu.“ Og þeir tóku örkina og báru hana undan fólkinu. Og Drottinn sagði til Jósúa: „Á þessum degi vil eg taka til að mikla þig fyrir öllum Ísrael svo að þeir skulu vita að so sem eg var með Móse so líka vil eg vera með þér. Og bjóð þú prestunum sem bera sáttmálans örkina og seg: Þá þér stígið fyrst í Jórdanarvatn þá standið þar kyrrir.“

Og Jósúa sagði til Ísraelssona: „Komið hingað og heyrið Drottins yðars Guðs orð.“ Og hann sagði: „Þar af skulu þér vita að sá lifandi Guð er á meðal yðar og að hann skal útdrífa fyri yður þá Cananeos, Heteos, Heviteos, Phereseos, Gergositeos, Amoreos og Jebuseos. Sjá, sáttmálans örk hans sem ræður yfir alla veröld hún skal fara undan yður í Jórdan. So takið nú tólf menn af Ísraels ættkvíslum, sinn mann af hverjum kynþætti, og þá prestarnir sem bera Drottins sáttmálans örk sem drottnar yfir allri veröld drepa sínum fótum í Jórdans vatn þá skal vatnið skiljast að, það sem rennur ofan að, og safnast saman í eitt í Jórdan.“

En sem fólkið fór nú af sínum tjaldbúðum og þeir skyldu reisa yfir Jórdan og prestarnir báru sáttmálans örkina fyrir fólkinu og komu að Jórdan so að þeir drápu sínum fótum í vatnið (en [ Jórdan fylldi allan sinn farveg upp á bakka um allan kornskurðartímann) þá nam straumurinn staðar sá sem rann ofan að og þrútnaði saman í eina hæð mjög langt frá fólkinu þess staðar sem liggur við Sartan. En vatnið árinnar fyrir neðan fram rann til hafsins allt í saltan sjó og þornaði upp með öllu og rann í burt. So gekk fólkið yfir um gagnvart Jeríkó. En prestarnir sem báru Drottins sáttmálsörk stóðu kyrrir mitt í Jórdan á þurrum fótum. Og allt Ísraelsfólk gekk þurrum fótum yfir um þangað til að allt fólkið var yfir um Jórdan komið.