XXIIII.

Jósúa heimti saman allar Israelis kynkvíslir til Sikím og kallaði þá hina elstu af Ísrael, þá æðstu höfuðsmenn, dómendur og embættismenn. Og sem þeir voru framgegnir fyrir Guð þá sagði hann til almúgans: „Drottinn Israelissona Guð segir so: Yðrir feður bjuggu forðum daga hinumegin vatsins, Tara faðir Abraham og Nahor, og þjónuðu þar annarlegum guðum. [ Þá tók eg yðar föður Abraham burt þeimmegin vatsins og lét hann ferðast um allt Kanaanland og jók hans sæði og eg gaf honum Ísak. [ En Ísak gaf eg Jakob og Esaú. Og eg gaf Esaú fjallbyggðir Seír en Jakob og hans synir fóru ofan í Egyptaland.

Eftir það senda eg Mosen og Aron og plágaði Egyptaland svo sem eg gjörði við þá. [ Síðan leidda eg yður og yðar forfeður af Egyptalandi. Og þann tíma sem þér komuð til hafsins og þeir egypsku veittu eftirför yðar forfeðrum með vögnum og riddaraliði, allt til þess rauða hafs, þá kölluðu þeir til Drottins, hann setti eitt myrkur á millum yðar og þeirra egypsku og veitti hafinu yfir þá so að sjórinn huldi þá. Og yðar augu hafa séð það sem eg gjörða í Egyptalandi. Og þér bjugguð í eyðimörku langan tíma. Og eg færða yður í land þeirra Amoritis sem bjuggu hinumegin Jórdanar. Og þá þeir stríddu í móti yður gaf eg þá í yðar hendur so þér eignuðust þeirra land en eg eyðilagði þá fyrir yður.

Eftir það upptók sig Balak son Sippór, kóngur þeirra Moabitis, og hélt bardaga við Ísrael. Og hann sendi af stað og lét kalla Balaam son Beór að hann skyldi bölva yður. [ En eg vilda ekki heyra hann og hann blessaði yður og eg frelsaði yður af hans höndum. Og þá þér genguð yfir Jórdan og komuð til Jeríkó þá börðust borgarmenn Jeríkó í móti yður, þeir Amoriter, Pheresiter, Cananiter, Hetiter, Gergositer, Heviter og Jebusiter, en eg gaf þá alla í yðar hendur. Og eg senda [ meinvættir fyri ryður, þær útráku fyrir yður þá tvo kónga Amoritarum. [ Eigi fyrir þitt sverð eða fyrir þinn boga. Og eg gaf yður eitt land í hverju þér hafið ekki arfiðað og þær borgir sem þér hafið ekki uppbyggt so þér skylduð búa þar og eta af þeim vínviðargörðum og viðsmjörsgörðum sem þér höfðuð ekki plantað.

Þar fyrir óttist nú Drottin og þjónið honum trúlega og alvarlega og látið frá yður þá afguði hverjum að yðrir feður þjónuðu hinumegin vatsins og í Egyptalandi og þjónið Drottni. En þóknist yður ekki að þjóna Drottni þá útveljið nú á þessum degi hvorum þér viljið þjóna, þeim guðum sem yðrir feður þjónuðu á hina síðu vatsins eða guðum þeirra Amoritarum í hverra landi þér nú búið. En eg og mitt hús viljum þjóna Drottni.“

Þá svaraði fólkið og sagði: „Það sé langt frá oss að vér yfirgefum Drottin vorn Guð og þjónum öðrum guðum. [ Því Drottinn vor Guð færði oss og vora feður af Egyptalandi, af því þrældómshúsi, og gjörði so stór tákn fyrir vorum augum og varðveitti oss á öllum þeim vegi sem vér reistum og so fyrir öllu því fólki sem vér fórum framhjá, hver og að útdrifið hefur fyrir oss allt fólk Amoritarum sem bjó í því landi. Þar fyrir viljum vér og þjóna Drottni því hann er vor Guð.“

Jósúa svaraði fólkinu: „Eigi megi þér þjóna Drottni því að hann er einn heilagur Guð, einn vandlátur Guð, sá að eigi hlífir yðar yfirtroðslum og syndum. En ef þér yfirgefið Drottin og þjónið öðrum guðum þá mun hann snúa sér og plága yður og fyrirkoma yður so sem hann hefur gjört við yður hið góða.“ Fólkið svaraði Jósúa: „Ekki svo, heldur viljum vér þjóna Drottni.“

Þá sagði Jósúa til fólksins: „Þér eruð nú sjálfir til vitnis yfir yður að þér hafið útvalið yður Drottin honum að þjóna.“ Þeir sögðu: „Já.“ „Þá kastið nú burt frá yður annarlegum guðum sem á millum yðar eru og hneigið yðar hjörtu til Drottins Ísraels Guðs.“ Fólkið sagði til Jósúa: „Vér viljum þjóna Drottni vorum Guði og hlýða hans röddu.“ Og á þessum sama degi gjörði Jósúa eitt sáttmál með fólkinu og setti þeim fyrir lögmál og réttindi í Síkem. [

Og Jósúa skrifaði allt þetta í Guðs lögmálsbók og tók einn stóran stein og reisti hann upp í þeim sama stað undir einni eik sem stóð hjá Drottins helgidómi og sagði til fólksins: „Sjáið, þessi steinn skal vera einn vitnisburður á millum vor. [ Því hann heyrði öll Drottins orð sem hann hefur talað við oss og hann skal vera vitnisburður yfir yður so þér skuluð ekki afneita yðrum Guði.“ So lét Jósúa fólkið frá sér fara, hvern til sinnar arfleifðar.

Og það skeði svo eftir allt þetta að Jósúa son Nún, þénari Drottins, andaðist þá hann hafði að aldri tuttugu ár og hundrað. [ Og þeir jörðuðu hann í landamerkjum síns erfðalands Timnat Sera sem liggur á fjalli Efraím norðan frá fjalli Gaas. Og Ísrael þjónaði Drottni svo lengi sem Jósúa lifði og þeir inu elstu menn sem lengi lifðu eftir Jósúa hverjir að vissu alla Drottins gjörninga sem hann hafði gjört við Ísrael.

En Jósefs bein sem Ísraelssynir báru með sér af Egyptalandi grófu þeir í Síkem á þeim parti akurs sem Jakob keypti af sonum Hemos föður Síkem fyrir hundrað silfur peninga og varð erfð son Jósefs. [

Eleasar son Aron andaðist og einnin og þeir jörðuðu hann í Gíbea sem heyrði til hans syni Píneas og honum var gefin á fjalli Efraím. [

Endir Jósúabókar