XIX.
Eftir þetta féll sá annar hlutur ættkvísl sona Símeon eftir þeirra kynkvíslum og þeirra erfð var með erfð þeirra sona Júda. [ Og þeir fengu til erfðar: Beerseba, Seba Mólada, Hasar Súal, Bala, Asem, Eltólað, Betúl, Harma, Siklag, Bet Markabót, Haser Sússa, Betlebaót, Asan, það eru þrettán borgir og þeirra þorp. Aín, Rimon, Eter, Asan, það eru fjórar borgir og þeirra þorp. Þar til með allir þeir bæir sem liggja um kring þessar borgir inn til Baalat Beer Ramat mót suðri. Þetta er arfleifð sona Símeon í þeirra kynkvíslum því að Símeonssona arfleifð er á millum Júdasona arfleifðar. Fyrir því að Júdasona erfð var þeim of stór, þar fyrir erfðu synir Símeon á meðal þeirra arfleifða.
Sá hinn þriðji hlutur féll sonum Sebúlon eftir þeirra kynkvíslum. [ Og landamerki þeirra erfðar var til Sared og gengur í vestur til Mareala og tekur inn til Dabaset og til þess lækjar sem hleypur til Jakneam og beygir sig frá Sared mót austri inn til Kislót Tabór landamerkja og hleypur út til Dabrat og upp til Jafía og þar frá í austur í gegnum Gíta, Hefer, Íta, Kasín og kemur út mót Rimon Mitar og Nea og gengur norðan í kring til Natón og endist í Jeftaheldalnum, Nehalal, Simron, Jedeala og Betlehem, það eru tólf staðir með þeirra þorpum. [ Þetta er Sebúlonsona arfleifð með þeirra kynslóð og þeirra borgum og þorpum.
Sá hinn fjórði hlutur féll sonum Ísaskar eftir þeirra ættkvíslum. [ Og þeirra landamerki var: Jesrehel, Kesúllót, Súnem, Hafaraím, Síon, Anaharat, Rabít, Kíseon, Abes, Remet, En Gannem, En Hada, Bet Pases og tekur allt til Tabor, Sahamína, Betsemes og hennar endir hjá Jórdan, sextán staðir og þeirra þorp. Og þetta er Ísaskarsona erfð í þeirra kynþáttum, staðir þeirra og bæir.
En fimmti hlutur féll sonum ættar Asser eftir þeirra kynkvíslum. [ Og þeirra landamerki var Helkat, Halí, Beten, Aksaf, Alamelek, Amead, Míseal og tekur út til Karmel hjá hafinu og til Sífar Líbnat og snýr sér í austur mót Bet Dagón og tekur að Sebúlon og til Jeftaheldals mót norðri, Betemek, Negíel og gengur að Kalúb, á þá vinstri síðu, Hebron, Rehób, Hamón, Kana til þess stóra staðar Sídon og snýr sér upp mót Rama til þess fasta staðar Sór og vendar sér til Hossa og endast við hafið eftir þeim mælir til Aksíb, Uma, Afek, Rehób, tvær og tuttugu borgir og þeirra þorp. [ Og þetta er Assersona arfskipti með þeirra kynkvíslum, borgum og þorpum.
En sjötti hlutur féll sonum Neftalím og þeirra ættkvíslum. [ Og þeirra landamerki voru frá Helf, Elon, í gegnum Saenanním, Adamí Nekeb, Jabneel, inn til Lakím og endast hjá Jórdan og snýr sér mót vestri til Asnót, Tabór og gengur þar frá til Húkót og tekur suður til Sebúlon og til Asser mót vestri allt til Júda hjá Jórdan mót austri og hefur þessa fasta staði: Sidím, Ser, Hamat, Rabat, Kinnara, Adama, Rama, Hassor, Kedes, Edrei, Enhasór, Jereon, Mígdalel, Harem, Bethanat, Betsamet, nítján borgir og þeirra þorp. Og þetta er Neftalísona erfð og þeirra ættar í þeirra kynkvíslum, staðir og þorp.
Sá sjöundi hlutur féll sonum Dan eftir þeirra kynkvíslum. [ Og þeirra arfleifðar landamerki var: Sarea, Estaól, Írsamets, Saelabím, Ajalon, Jetla, Elón, Timnata, Ekron, Elteke, Gibetón, Baalat, Jehúð Bnebarak, Gatrimmond, Meiarkón, Rakon með þeim landamerkjum mót Jafó. Og þar endast landamerki sona Dan. Og synir Dan drógu upp að stríða í mót Lesem, unnu hana og slógu með sverðseggjum og eignuðust borgina og bjuggu í henni og kölluðu hana Dan eftir þeirra föðurs nafni. Og þetta er arfleifð sona Dan eftir þeirra kynkvíslum, borgir og kauptún.
En sem þeir höfðu útskipt landinu með sínum ummerkjum þá gáfu Israelissynir Jósúa syni Nún eina erfð á meðal þeirra. [ Og þeir gáfu honum þann stað eftir Guðs bífalningu sem hann sjálfur girntist sem var Timnat Sera á Efraímsfjalli. Þar byggði hann borg og bjó þar.
Þessi eru þau arfskipti sem Eleasar prestur og Jósúa son Nún og þeir æðstu feður á meðal ættkvíslanna skiptu með hlutfalli á meðal Ísraelssona í Síló fyrir Drottni fyri tjaldbúðarinnar vitnisburðardyrum og so enduðust þessi landsins skipti.