XVIII.

Og allur almúgi Israelissona kom til samans í Síló og uppreistu þar vitnisburðarins tjaldbúð og landið var þeim undirgefið. [ En þar voru þá enn sjö ættir Israelissona hverjum þá var öngvö til erfða skipt. Og Jósúa sagði til Ísraelssona: „Því eru þér so lengi ómennskufullir að þér farið ei að eignast landið það sem Drottinn yðra feðra Guð gaf yður? Útveljið yður þrjá menn af sérhverri ætt so eg megi senda þá þangað að þeir megi tilreiða sig að fara í gegnum landið og uppskrifa það eftir þeirra arfleifð og koma so til mín aftur.

Skiptið landinu í sjö parta. Júda skal blífa í sínu takmarki á þá syðri síðu og Jósefs hús skal blífa í sínu landamerki í mót norðri. En þér skuluð uppskrifa þá sjö parta í landinu og færið mér það skrif, so vil eg leggja á hluti fyrir Drottni vorum Guði. [ Því að Levítarnir hafa öngvan part á meðal yðar heldur er Drottins kennimannsskapur þeirra arfleifð. Gað og Rúben og hálfpart af Manasse ætt hafa fengið sinn hlut hinumegin Jórdanar í mót austri sem Móses Guðs þénari gaf þeim.“

Eftir þetta tóku mennirnir sig upp og fóru af stað. Og Jósúa bífalaði þeim að fara þangað og uppskrifa landið og sagði: „Farið og reisið í gegnum landið og skrifið það upp og komið til mín aftur so eg megi hér í Síló ksata yðar hluti fyrir Drottni.“ Síðan fóru þessir menn af stað og gengu í gegnum landið og uppskrifuðu það á einu bréfi í sjö parta eftir borgunum og komu aftur til Jósúa í herbúðirnar í Síló. Síðan lagði Jósúa hluti millum þeirra fyrir Drottni í Síló og útskipti því landi á millum Israelissona hverjum sitt hlutskipti.

Og hlutfall féll sonum Benjamínættar eftir þeirra kynkvíslum og landamerki þeirra hluta gekk á millum sona Júda og Jósefssona. Og þeirra landamerki voru í hornið á mót norðri frá Jórdan og gengu af norðri upp hjá Jeríkó og gengur þar frá í vestur upp til fjallanna og gengur út til eyðimerkur Bet Aven og gengur þar frá til Lús og gengur framhjá Lús mót suðri, það er Betel, og liggur ofan til Atarót Adar hjá fjallinu sem liggur í suður upp til þess staðarins neðra Bet Hóron. Síðan beygir það sig og snýr sér að því landhorni sem liggur í suður hjá fjallinu hvert að liggur í mót suðri þvert yfir frá Bet Hóron og endast við Kirjat Baal, það er Kirjat Jearím, staður sona Júda, og það er vestra hornið.

En það horn mót suðri er frá Kirjat Jearím og gengur í vestur og kemur út til Neftóa vatsuppsprettu og gengur niður til enda fjallsins og liggur þvert yfir frá Hinnamsonadal hver að liggur í dal Rafaím í mót norðri og gengur þaðan í mót suðri mitt í gegnum Hinnamdal hjá þeim Jebusitis og þar frá út til brunns Rógel og dregur sig frá norðri og kemur út til En Semes og hleypur út til þeirra hæða sem liggja upp eftir þver yfir frá Adúmím og gengur niður til Rúbensona steinboga og fellur síðan sunnanvert hjá sléttlendi sem liggur í norður og kemur frá þeirri sléttu Markr og gengur upp með síðunni hjá Bethagla norðanvert og endist hjá tungunni þeirri sem skerst í þann salta sjó í norður hjá Jórdan í suðurátt. Og þetta er það syðra landamerki.

En Jórdan skal vera endir á því eystra landshorni. Þetta er Benjamínsona arfleifð í þeirra landamerkjum rétt um kring meal þeirra slektis.

Þessar eru borgir Benjamínsona ættar á meðal þeirra kynkvísla: Jeríkó, Bethagla, Emekkesís, Bet Araba, Semaraím, Betel, Avín, Hapara, Ofra, Kaftar Amónaí, Afní, Gaba, það eru tólf borgir með þeirra þorpum. [ Gíbeon, Rama, Beerót, Mispe, Kafíra, Mósa, Rekem, Jerpeel, Tareala, Sela, Elef og þeir Jebusiter, það er Jerúsalem, Gíbeað, Kirjað, fjórtán borgir með þeirra þorpum. [ Þetta er Benjamín erfð í þeirra kynkvíslum.