II.

Og Jónas bað til Drottins Guðs síns í kviði fisksins og sagði:

Eg kallaði til Drottins í minni neyð og hann svaraði mér. Eg hrópaði úr kviði helvítis og þú heyrðir mína bæn.

Þú varpaðir mér mitt í sjávardjúpið og vatnið umkringdi mig. Allar þínar bárur og bylgjur gengu yfir mig.

So eg þenkta að eg mundi í burt drifinn frá þínum augum, að eg ætta ekki hér eftir að sjá þitt heilagt musteri.

Vatnið umkringdi mig allt til míns lífs, djúpið gaf sig um mig, þangið huldi mitt höfuð.

Eg sökk allt niður í undirdjúpið, jörðin hafði læst mig ævinlega, en þú, Drottinn minn Guð, færðir mitt líf frá glötuninni.

Og þá mín sála örvilnaðist meður mér þá minntist eg á Drottin og mín bæn kom til þín í þitt heilaga musteri.

Þeir sem halda sér við það sem einkist er vert þeir forláta þeirra náð.

En eg vil með þakklætisoffri og mitt heit vil eg mínum Drottni gjalda það hann mér hjálpað hefur.

Og Drottinn sagði til fisksins og sá sami fiskur spjó Jona úr sér upp á eitt þurrt land.