IX.
Og þá eð Jesús gekk framhjá sá hann þann einn mann sem blindur var borinn. [ Hans lærisveinar spurðu hann þá að og sögðu: „Rabbí, hvert braut þessi eður hans foreldrar að hann fæddist so blindur?“ Jesús svaraði: „Eigi braut þessi né hans foreldrar heldur að Guðs verk skulu auglýsast á honum. Mér byrjar að verka hans verk þess mig sendi á meðan að dagur er. Nóttin kemur nær enginn fær verkað. So lengi sem eg er í veröldinni þá em eg ljós veraldar.“
Þá hann hafði sagt þetta spýtti hann á jörðina og gjörði sér hrákasaur og neri saurnum um augu hins blinda og sagði honum: „Far þú til díkisins Sílóa (hvað að þýðist „sendur“) og þvo þér.“ Þá gekk hann og þvo sér og kom sjáandi. Þá sögðu nágrannar hans og þeir sem hann höfðu áður þekkt að hann var ölmusumaður: „Er það eigi sá sem sat og beiddi?“ Sumir sögðu: „Hann er það“ en aðrir sögðu: „Líkur er hann honum.“ Hann sjálfur sagði: „Eg em sá.“ Þeir sögðu þá við hann: „Hvernin eru þín augu upplokin?“ Hann svaraði og sagði: „Sá maður sem nefnist Jesús gjörði sér saur og reið á mín augu og hann sagði mér: Far þú til díkisins Sílóa og þvo þér. Eg gekk og þvo mér og fékk sýnina.“ Þeir sögðu til hans: „Hver er hann?“ Hann sagði: „Eg veit eigi.“
Þá leiddu þeir hann fyrir Phariseos sem áður hafði blindur verið. En þá var þvottdagur er Jesús gjörði þann saurinn og opnaði hans augu. Þá spurðu Pharisei hann enn að hvernin hann hefði sýnina fengið. En hann sagði þeim: [„Saur lagði hann á mín augu. Eg þvoði mér og nú sé eg.“ Þá sögðu sumir af Phariseis: „Eigi er þessi maður af Guði það hann heldur eigi þvottdaginn.“ En aðrir sögðu: „Hvernin má syndugur maður gjöra þvílíka teikn?“ Og þar varð sundurþykkja þeirra á milli. Þá sögðu þeir enn til hins blinda: „Hvað segir þú af honum það hann opnaði þín augu?“ En hann sagði: „Spámaður er hann.“
Gyðingar trúðu eigi af honum að hann hefði blindur verið og væri nú skyggn orðinn þangað til þeir kölluðu á hans foreldra sem sýnina hafði aftur fengið og spurðu þá að, svo segandi: „Er hann ykkar son hvern þér segið blindan borinnn vera? Eða hvernin sér hann nú?“ Hans foreldrar svöruðu þeim og sögðu: „Við vitum að þessi er okkar sonur og það hann var blindur borinn. En með hverjum hætti hann sér nú það vitum við ekki eður hver hans augu opnaði, það vitum við ekki. Hann hefur sjálfur aldur til að vara fyrir sig, spyrjið hann að.“ Þetta sögðu hans feðgin af því að þau óttuðust Gyðinga. Því að Gyðingar hyöfðu þá þegar samblásið með sér það ef nokkur meðkenndi hann Christum að sá skyldi útrekinn af þeirra samkundum. Fyrir því sögðu hans feðgin: „Hann er nógu gamall, spyrjið hann að.“
Þá kölluðu þeir aftur í öðru sinni á þann mann sem blindur hafði verið og sögðu honum: „Gef Guði heiðurinn. Vér vitum að þessi maður er syndugur.“ Hann svaraði og sagði: „Er hann syndugur, það veit eg ekki. Eitt veit eg, að eg var blindur og nú sé eg.“ Þeir sögðu þá til hans: „Hvað gjörði hann þér eða hvernin lauk hann upp þínum augum?“ Hann svaraði þeim: „Eg sagða yður nú það. Hafi þér ekki heyrt það? Til hvers vilji þér heyra það aftur? Eða vilji þér verða hans lærisveinar?“ Þá bölvuðu þeir honum og sögðu: „Vertu hans lærisveinn en vær erum Moyses lærisveinar. Vér vitum að Guð talaði við Moysen en vér vitum eigi hvaðan þessi er!“
Sá maður svaraði og sagði þeim: „Það er undarlegt að þér vitið eigi hvaðan hann er og þó lauk hann upp mínum augum. En vér vitum að Guð heyrir eigi synduga heldur það ef nokkur er Guðs dýrkari og gjörir eftir hans vilja, þann heyrir hann. Um aldur hefir það eigi heyrt verið að nokkur hafi upp lokið þess manns augum sem blindur var borinn. Væri þessi maður eigi af Guði þá mætti hann ekkert gjöra.“ Þá svöruðu þeir og sögðu til hans: „Allur ertu í synd alinn og þú lærir oss!“ Og þá ráku þeir hann út.
Þá Jesús heyrði það að þeir höfðu hann útrekið og er hann fann hann þá sagði hann til hans: [ „Trúir þú á Guðs son?“ Hann svaraði og sagði: „Herra, hvar er hann so að eg trúi á hann?“ Jesús sagði til hans: „Þú sátt hann og hann sem við þig talar, sá er hann.“ Hinn svaraði: „Herra, eg trúi.“ Og hann tilbað hann. Jesús sagði: „Til dóms kom eg í þennan heim að þeir sem eigi sjá skyldu sjá og að þeir blindir sem sjá.“ Og nokkrir af Phariseis heyrðu þetta sem hjá honum voru og sögðu til hans: „Eða eru vér þá blindir?“ Jesús sagði þeim: „Ef þér væruð blindir þá hefðu þér öngva synd. Nú fyrst þér segið: Vér sjáum, þá blífur yðar synd.