III.
Þar var einn mann í bland Phariseos, Nikódemus að nafni. [ Hann var einn af höfðingjum Gyðinga. Hann kom til Jesú um nótt og sagði til hans: „Rabbí, vér vitium að þú ert einn meistari af Guði kominn því að enginn getur gjört þau tákn sem þú gjörir nema Guð sé með honum.“ Jesús svaraði og sagði til hans: „Sannlega, sannlega segi eg þér: Nema ef sá er nokkur sem að nýju verður endurborinn, hann fær ei að sjá Guðs ríki.“ Þá sagði Nikódemus til hans: „Hvernin má maðurinn endurberast þá hann er gamall? Eður fær hann stigið aftur í sinnar móður kvið og fæðst so?“ Jesús svaraði: [ „Sannlega, sannlega segi eg þér: Nema sá sem endurborinn verður af vatni og anda, hann getur eigi inngengið í Guðs ríki. Hvað af holdinu fæðist, það er hold, og hvað sem fæðist af andanum, það er andi. Undra þú eigi þó eg segi þér að yður byrjaði að nýju að endurfæðast. Vindurinn blæs hvert hann vill og þú heyrir hans þyt en eigi veistu hvaðan hann kemur eður hvert hann fer. So eru allir þeir sem af andanum eru endurbornir.“
Nikódemus svaraði og sagði honum: „Hvernin má þetta ske?“ Jesús svaraði og sagði: [ „Ertu meistari í Ísrael og veist eigi þetta? Sannlega, sannlega segi eg þér að vér segjum það vér vitum og vitnum það vér séð höfum og vort vitni meðtakið þér eigi. Og ef þér trúið eigi þá eg segi yður af jarðlegum hlutum, hvernin munu þér trúa mega ef eg segði yður af himneskum hlutum?
Enginn mun og uppstíga til himna nema sá sem ofan sté af himni, Sonur mannsins sá sem er af himni. Og so sem Moyses uppfesti höggorminn í eyðimörku, líka byrjar Mannsins syni upp að festast að allir þeir er á hann trúa fortapist eigi heldur að þeir hafi eilíft líf. [
Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf út sinn eingetinn son til þess að allir þeir sem á hann trúa fyrirfarist eigi heldur að þeir hafi eilíft líf. Því eigi sendi Guð son sinn í heiminn að hann dæmi heiminn heldur að heimurinn frelsist fyrir hann. Hver á hann trúir dæmist ei en hver hann trúir eigi hann er nú þegar dæmdur því að hann trúir eigi á nafn eingetins Guðs sonar. En þessi er dómurinn: [ Ljósið kom í heiminn og mennirnir elskuðu meir myrkrið en ljósið því þeirra verk voru vond. Hver illa gjörir sá hatar ljósið. Hann kemur og eigi til ljóssins að eigi straffist hans verk. En hver sannleikinn gjörir hann kemur til ljóssins so að hans gjörðir verði kunnar því að þær eru í Guði gjörðar.“
Eftir þetta kemur Jesús og hans lærisveinar til Gyðingalands og dvaldist þar með þeim og skírði. Jóhannes var þar enn og skírði við Enon, nærri Salím því að þar voru vötn mörg. Þeir komu þangað og skírðust því að Jóhannes var eigi þá inn látinn í myrkvastofu.
En þá gjörðist ein spurning af lærisveinum Johannis við Gyðinga um hreinsunina. [ Þeir komu til Johannis og sögðu honum: „Meistari, sá sem hér var hinumegin Jórdanar, af hverjum þú bart vitni, sé, hann skírir nú og allir koma til hans.“ Jóhannes svaraði og sagði: [ „Maður fær eigi meðtekið nokkuð nema honum verði það af himnum gefið. Þér eruð sjálfir mín vitni það eg sagða að eigi væri eg Kristur heldur það að eg væra fyrir honum sendur. Hver eð brúðina hefur, sá er brúðguminn, en vinur brúðgumans er sá sem stendur og hlýðir honum, gleðjandist af fagnaði fyrir brúðgumans rödd. Sá sami minn fögnuður er nú uppfylldur. Honum ber að vaxa en mér að minnka.
Sá sem að ofan að kemur, hann er yfir öllum. Hver hann er af jörðu, hann er jörð og af jörðu talar hann. En sá sem kemur af himni, hann er yfir öllum. Og hvað hann sá og heyrði, það vitnar hann og enginn tekur hans vitnisburð. En hver hann tekur hans vitnisburð, sá innsiglar það að Guð sé sannur. Því hvern þann sem Guð sendir sá talar Guðs orð því að eigi gefur Guð sinn anda að skammti. Faðirinn elskar soninn og allt gaf hann í hans hendur. Hver hann trúir á soninn, sá hefur eilíft líf, en hver hann trúir ekki á soninn, hann mun eigi sjá lífið heldur blífur Guðs reiði yfir honum.“ [