XVII.
En þetta talaði Jesús og hóf upp sín augu til himins og sagði: [ „Faðir, stundin er komin að þú auglýsir son þinn so að þinn sonur auglýsi og þig. So sem þú gafst honum yfirvald alls holds að hann gefi þeim öllum er þú gafst honum eilíft líf. En það er eilíft líf að þeir játi þig einan og sannan Guð vera og þann þú útsendir, Jesúm Krist. [ Eg auglýsti þig á jörðu og fullkomnaði það verk er þú fékkt mér að gjöra. Og nú auglýs mig, faðir, hjá sjálfum þér meður þeirri dýrð er eg hafða hjá þér áður en heimurinn var. [ Eg hefi opinberað nafn þitt hjá mönnum þeim er þú gafst mér af heiminum. Þeir voru þínir og þú gafst mér þá og þeir geymdu þín orð. Nú vita þeir að allt hvað þú gafst mér sé af þér því þau orð er þú gafst mér þá gaf eg þeim og þeir hafa þau meðtekið og sannlega viðurkennt það eg em af þér útgenginn og trúa því að þú sendir mig.
Eg bið fyrir þeim. Eigi bið eg fyrir heiminum heldur fyrir þeim hverja þú gafst mér því þeir eru þínir. Allt hvað mitt er það er þitt og hvað þitt er það er mitt. Og í þeim er eg auglýstur. Og eigi egm eg nú meir í heiminum en þeir eru í heiminum og eg kem til þín. Heilagur faðir, geym þá í þínu nafni hverja þú gafst mér að þeir sé eitt so sem við. Á meðan eg var hjá þeim í heiminum þá geymdi eg þá í þínu nafni og hverja þú gafst mér þá varðveitti eg og enginn af þeim er glataður nema sá einn glatanarson svo að Ritningin uppfylldist.
En eg kem nú til þín. Og þetta tala eg í heiminum so að þeir hafi minn fullan fögnuð með sjálfum sér. Eg gaf þeim þín orð og heimurinn hatar þá því að þeir eru eigi af heiminum, líka sem það að eg er ei af heiminum. Eg bið eigi að þú takir þá af heiminum heldur að þú geymir þá frá illu. Þeir eru eigi af heiminum so sem að eg er ei af heiminum. Helga þú þá í þínum sannleik. Þín orð eru sannleikur. Líka sem þú sendir mig í heiminnn svo sendi eg þá í heiminn. Fyrir þá helga eg sjálfan mig svo að þeir séu og helgaðir í sannleikanum.
Eg bið eigi einasta fyrir þeim heldur og jafnvel fyrir þeim sem trúa munu á mig fyrir þeirra orð so að þeir sé allir eitt so sem þú, faðir, ert með mér og eg meður þér, að þeir séu og eitt með okkur so að heimurinn trúi það þú sendir mig. Og þá dýrð sem þú gafst mér þá gef eg þeim að þeir sé og eitt so sem að vér erum eitt, eg með þeim og þú með mér, so að þeir séu fullkomnir í eitt og það að heimurinn kenni að þú sendir mig og það þú elskaðir þá svo sem þú elskaðir mig.
Faðir, hverja er þú gafst mér vil eg að hvar sem eg er þá sé þeir meður mér so þeir sjái mína dýrð þá þú gafst mér. Því að þú elskaðir mig fyrr en heimurinn var skapaður. Réttvísi faðir, heimurinn kennir þig eigi en eg kenni þig og þessir kenna það þú sendir mig og þitt nafn gjörða eg þeim kunnigt og eg vil gjöra þeim það kunnigt so að sú ástsemd með hverri þú elskaðir mig sé í þeim og eg meður þeim.“