XV.
Eg em sannur vínviður og minn faðir er víngarðsmaðurinn. [ Hvern þann kvist á mér er eigi færir ávöxt mun hann afkvista og hvern þann sem ávöxt færir mun hann hreinsa so að hann færi meira ávöxt. Þér eruð nú hreinir fyrir sakir þess orðs að eg talaði við yður. Blífið í mér og eg með yður. Líka sem vínkvisturinn fær eigi fært ávöxt af sjálfum sér nema hann sé á vínviðartrénu so og eigi heldur þér nema þér blífið á mér.
Eg em vínviðartréð en þér eruð vínviðarkvistirnir. Hver hann blífur í mér og eg með honum sá færir mikinn ávöxt því að án mín fái þér einskis orkað. Hver sá er eigi blífur í mér hann er útkastaður sem annar vínviðarkvistur og uppþornar og þeir samanlesa þá og kasta á eld og brenna. Nú ef þér blífið í mér og mín orð blífa í yður biðjið þá hvers þér viljið og það skal yður veitast. Þar með verður minn faðir dýrkaður að þér færið mikinn ávöxt og verðið mínir lærisveinar.
So sem elskaði mig minn faðir líka so elska eg yður. Blífið í minni ástsemd. [ Ef þér varðveitið mín boðorð þá blífi þér í minni ástsemd líka sem eg varðveitti míns föðurs boðorð og eg blíf í hans ástsemd. Þetta talaði eg því til yðar að minn fögnuður blífi hjá yður og yðar fögnuður uppfyllist. Það er mitt boðorð að þér elskið yðar á milli svo sem eg elskaði yður. Enginn hefur meiri ástsemd en sá að hann setur sitt líf út fyrir sína vini. Þér eruð mínir vinir ef þér gjörið það eg býð yður. [ Og héðan af kalla eg yður eigi þénara því að þjóninn veit eigi af hvað hans herra gjörir. En yður segi eg vini því allt hvað eg heyrði af mínum föður það kunngjörða eg yður.
Eigi útvöldu þér mig heldur hefi eg útvalið yður og eg skikkaði yður til að þér genguð og færðuð ávöxt so að yðar ávöxtur blífi til þess að hvers þér biðjið föðurinn í mínu nafni það gefi hann yður. Það býð eg yður að þér elskið hver annan. Ef heimurinn hatar yður þá vitið að hann hefur hatað mig fyrri en yður. Ef þér væruð af þessum heimi þá elskaði heimurinn það hans væri. En með því þér eruð ekki af þessum heimi heldur útvalda eg yður af heiminum, fyrir það hatar yður heimurinn. Minnist á mín orð er eg sagða: Þjóninn er eigi meiri sínum herra. [ Ef þeir hafa ofsótt mig þá munu þeir og ofsækja yður. Hafa þeir geymt mín orð þá munu þeir og geyma yðar orð.
En allt þetta munu þeir gjöra yður fyrir míns nafns sakir því að þeir þekkja eigi hann þann er mig sendi. Ef eg væri eigi kominn og hefði eigi sagt þeim það þá hefði þeir öngva synd. Nú hafa þeir ekkert það þeir verndi sína synd með. Hver sem mig hatar sá hatar og minn föður. Ef eg hefða eigi gjört þau verk á meðal þeirra sem enginn hefur annar gjört þá hefðu þeir öngva synd. En nú hafa þeir séð þau og hata þó bæði mig og minn föður. Heldur það að sú málsgrein sem skrifuð er í þeirra lögmáli uppfylldist: Fyrir ekkert höfðu þeir mig að hatri. En þar sá huggari kemur er eg mun senda yður af mínum föður, sem er sannleiksandi, hver af föðurnum framgengur, hann mun bera vitni af mér. [ Þér munuð og bera vitni því að þér hafið í upphafi hjá mér verið.