XIIII.

Þá sagði hann til sinna lærisveina: [ „Hryggvist eigi í yðru hjarta. Trúi þér á Guð, þá trúi þér á mig. Í míns föðurs húsi eru margar verur en ef eigi so væri þá segði eg að eg færa að tilbúa yður stað. Og ef eg fer héðan að tilbúa yður stað þá vil eg þó aftur koma og taka yður til mín sjálfs so þér séuð þar sem eg er. Og hvert eg fer það viti þér og veginn viti þér.“

Tómas sagði til hans: [ „Herra, vér vitum eigi hvert þú fer eða hvernin megu vér þá veginn vita?“ Jesús sagði til hans: „Eg em vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til míns föðurs nema fyrir mig. Ef þér þekkið mig þá þekki þér og minn föður. Og nú héðan í frá þá þekki þér og so sáu þér hann.“

Philippus sagði til hans: „Herra, sýn oss föðurinn. Þa nægir oss.“ Jesús sagði til hans: [ „So lengi er eg í hjá yður og þú þekkir mig eigi, Philippe? Hver mig sér sá sér og föðurinn og hvernin segir þú þá: Sýn oss föðurinn? Trúir þú eigi að eg em með föðurnum og faðirinn með mér? Þau orð eg tala til yðar þau tala eg eigi af sjálfum mér. Faðirinn sá sem meður mér byggir hann sjálfur gjörir þau verk. Trúið mér að eg sé með föðurnum og faðirinn meður mér. Ef eigi annars þá trúið mér þó fyrir verkanna sakir.

Sannlega, sannlega segi eg yður: [ Hver hann trúir á mig sá mun gjöra þau verk sem eg gjöri. Hann mun og gjöra þessum meiri því að eg fer til míns föðurs. Og hvers þér biðjið föðurinn í mínu nafni það vil eg gjöra so að faðirinn dýrkist í syninum. [ Hver þér biðjið í mínu nafni það vil eg gjöra.

Ef þér elskið mig þá haldið mín boðorð. Og eg mun biðja föðurinn að hann gefi yður annan huggara, þann er blífur með yður eilíflega, þann sannleiksanda hvern heimurinn fær eigi meðtekið því hann sér hann eigi og þekkir hann eigi. [ En þér þekkið hann því að hann blífur hjá yður og mun vera með yður. Eigi læt eg yður föðurlausa, eg kem til yðar.

Innan skamms tíma þá mun heimurinn ei sjá mig meir en þér skuluð sjá mig því að eg lifi og þér munuð lifa. Á þeim degi kenni þér að eg er með föðurnum og faðirinn með mér og eg með yður.

Hver hann hefir mín boðorð og heldur þau hann er sá sem mig elskar. En hver hann elskar mig sá elskast af mínum föður og eg mun elska hann og eg mun opinbera mig honum.“ Þá sagði Júdas, eigi Ískaríot, til hans: „Herra, hvað verður þess gjört að þú munt vilja opinbera sjálfan þig oss en eigi heiminum?“ Jesús svaraði og sagði til hans: [ „Hver hann elskar mig sá varðveitir mín orð og minn faðir mun elska hann og við komum til hans og gjörum okkur í hjá honum vistarveru. En hver hann elskar eigi mig sá varðveitir eigi mín orð. Og það orð er þér heyrið er eigi mitt heldur föðursins þess er mig sendi.

Þetta sagða eg yður á meðan eg var hjá yður. En huggarinn, hinn heilagi andi, þann er minn faðir mun senda yður í mínu nafni, hann sjálfur mun læra yður alla hluti og áminna yður á allt hvað eg sagða yður. [

Minn frið læt eg hjá yður, minn frið gef eg yður. [ Ei so sem heimurinn gefur þá gef eg yður. Yðart hjarta hryggvist eigi né skelfist. Þér heyrðuð það eg sagða yður: Eg fer og kem til yðar. Ef þér elskuðuð mig þá gleddust þér við það að eg sagða: Eg fer til föðursins, það faðirinn er mér meiri. Og nú sagða eg yður það fyrr en það sker so að þér trúið þá það er skeð.

Hér eftir mun eg eigi tala margt við yður. Því höfðingi þessa heims kemur og með mig hefur hann ekkert heldur það að heimurinn kenni það eg elska föðurinn og það eg gjöri so sem faðirinn hefur mér boðið. [ Stöndum upp og förum héðan.