XII.
Sex dögum fyrir páska kom Jesús í Bethania þar sem Lasarus hinn framliðni var hvern eð Jesús hafði uppvakið af dauða. [ En þeir bjuggu honum þar eina kveldmáltíð og Marta þjónaði. Lasarus var einn af þeim sem til borðsins sátu með honum. Þá tók María eitt pund smyrsla af hinu skærasta og dýrmætasta narden og smurði með fæturnar Jesú og þurrkaði so hans fætur meður sínum hárlokkum. [ Húsið fylltist og upp af ilm smyrslanna. Þá sagði einn af hans lærisveinum, Júdas Símonsson Ískaríot, sá er hann sveik þar eftir: „Fyrir því eru þessi smyrsl ekki seld fyrir þrjú hundruð peninga og gefið fátækum?“ Þetta sagði hann eigi af því að hann hirti um fátæka heldur af því að hann var þjófur og hafði fépyngjuna og bar það sem gefið var. Þá sagði Jesús: „Lát hana í friði. Þetta geymdi hún til míns greftrunardags. Volaða hafi þér jafnan hjá yður en mig hafi þér eigi að jafnaði.“
En er fjöldi mikill af Gyðingum fornam að hann var þar sjálfur komu þeir ei einasta þangað fyrir Jesú sakir heldur að þeir sæi Lazarum þann sem hann hafði af dauða reist. [ En prestahöfðingjar samtóku og það að láta í hel slá Lazarum því að fyrir hans sakir gengu margir af Gyðingum þangað og trúðu á Jesúm.
Annan dag eftir þá eð lýðurinn heyrði sem til hátíðardagsins var kominn að Jesús kom til Jerúsalem þá tóku þeir sér kvistu af pálmviði og gengu út í móti honum og hrópuðu: [ „Hósíanna! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins, konungur Ísraels!“ En Jesús fékk eina ösnu og reið þar á, so sem skrifað er: „Óttast þú eigi, dóttir Síon. Sé, þinn konungur kemur ríðandi á einum ösnufola.“ En þetta skildi eigi hans lærisveinar í fyrstu heldur þá eð Jesús var auglýstur þá hugleiddu þeir að þetta var af honum skrifað og þeir höfðu honum þetta gjört.
En það fólk bar honum vitni sem hjá var þá hann kallaði Lazarum úr gröfinni og af dauða upp vakti. Af því gekk múgafólkið út í móti honum það heyrði að hann hafði gjört soddan teikn. En Pharisei sögðu sín á milli: „Þér sjáið nú að vér orkum öngu. Sé, allur heimur fer eftir honum.“
Þar voru og nokkrir Grikkir meður þeim sem upp höfðu farið að tilbiðja um hátíðina. [ Þeir gengu til Philippo hver eð var af Betsaída úr Galilea, báðu hann og sögðu: „Herra, vér vildum fá að sjá Jesúm.“ Philippus kom og sagði það Andrea en Andreas og Philippus sögðu það Jesú. En Jesús ansaði þeim og sagði: [ „Sá tími er nú kominn að Sonur mannsins auglýsist. Sannlega, sannlega segi eg yður: Nema það að frækornið falli í jörðina og deyi þá blífur það einsaman allt. En ef það deyr þá færir það mikinn ávöxt. Hver hann elskar sitt líf hann glatar því en hver hann hatar sitt líf í þessum heimi sá varðveitir það til eilífs lífs. Ef nokkur vill mér þjóna þá fylgi hann mér eftir. Og hvar eg em þar skal og minn þénari vera. Ef nokkur þjónar mér þá mun minn faðir hann heiðra.
Mín sála er nú hrygg. [ Og hvað skal eg segja? Faðir, frelsa þú mig af þessum tíma? En fyrir því kom eg þó í þennan tíma. Faðir, birtu nafn þitt.“ Þá kom rödd af himni, so segjandi: [ „Eg hefi það uppbirt og eg skal það enn uppbirta.“ Þá sagði fólkið sem hjá stóð og áheyrði: „Þar urðu reiðarþrumur.“ Aðrir sögðu: „Engill talaði við hann.“ Jesús svaraði og sagði: „Eigi kom þessi rödd fyrir mínar sakir heldur fyrir sakir yðar.
Nú er kominn dómur þessa heims. Nú mun og þessa heims höfðingi útrekast. Og fyrst eg verð upphafinn af jörðu þá mun eg draga allt til mín sjálfs.“ En þetta sagði hann, teiknandi með hverjum dauða er hann skyldi deyja. Þá svaraði fólkið honum: „Vér höfum heyrt úr lögunum að Kristur blífi að eilífu. Hvernin segir þú þá að Mannsins syni byrjar upp að hefjast? Hver er sá Mannsins sonur?“ Þá sagði Jesús til þeirra: „Ljósið er stutta stund hjá yður. Gangið því á meðan þér hafið ljósið svo að myrkurin grípi yður eigi. Sá er gengur í myrkrunum hann veiti eigi hvert hann fer. Á meðan þér hafið ljósið þá trúið á ljósið upp á það þér séuð synir ljóssins.“
Þetta talaði Jesús og gekk burt síðan og forðaði sér fyrir þeim. Og þótt hann gjörði slík teikn fyrir þeim þá trúðu þeir þó eigi á hann so að uppfylldist orðsaga Esaja spámanns þá hann sagði: [ „Herra, hver trúði vorri prédikan og hverjum er armleggur Drottins opinberaður?“ Fyrir það máttu þeir eigi trúa það Esajas segir enn í öðrum stað: „Hann blindaði augu þeirra og forherti hjörtu þeirra so að þeir sjái eigi með augunum né skilji með hjartanu að þeir umsnúist svo eg græði þá.“ Þetta sagði Esajas þá hann leit hans dýrð og talaði af honum. Margir af höfðingjunum trúðu þó á hann en fyrir sakir Phariseis þá meðkenndu þeir það eigi svo að þeir væri eigi forboðaðir. Því að þeir elskuðu meir vegsemd manna en Guðs dýrð.
Jesús kallaði þá og sagði: [ „Hver sem á mig trúir hann trúir ei á mig heldur á hann sem mig sendi. Og hver hann sér mig hann sér þann sem mig sendi. Eg er ljós í heiminn kominn svo að hver sem á mig trúir blífi eigi í myrkrunum. Og ef nokkur heyrir mín orð og trúir ekki hann mun eg ei dæma. Því að eg kom eigi að dæma heiminn heldur að frelsa heiminn. Hver hann fyrirlítur mig og meðtekur eigi mín orð hann hefir þann hann dæmir. [ Það orð sem eg talaði það mun dæma hann á efsta degi. Því að eg talaði ei af sjálfum mér heldur faðirinn sá mig sendi, hann gaf mér sjálfur boðorð til hvað eg skyldi segja eður mæla. Og eg veit að hans boðorð er eilíft líf. [ Þar fyrir það eg tala, það tala eg so so sem faðirinn sagði mér.“