S. Johannis evangelium
I.
Í upphafi var Orð og það Orð var hjá Guði og Guð var það Orð. [ Það sama var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru fyrir það gjörðir og án þess er ekkert gjört hvað gjört er. Í því var lífið og lífið var ljós mannanna. Og ljósið lýsir í myrkrunum og myrkurin hafa það eigi höndlað.
Þar var einn maður af Guði sendur. [ Sá hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar að hann bæri vitnisburð af ljósinu að allir skyldu fyrir hann trúa. Eigi var hann það ljós heldur að hann bæri vitnisburð af ljósinu. Þar var sannarlegt ljós hvert eð lýsir öllum mönnum sem koma í þennan heim. Það var í heiminum og heimurinn var fyrir það gjörður og heimurinn þekkti það eigi.
Hann kom til sinnar eiginar og hans sjálfs meðtóku hann eigi. [ En so margir sem hann meðtóku þá gaf hann þeim magt Guðs börnum að verða, þeim er á hans nafn trúa. [ Eigi þeim sem af blóðinu eða þeim sem af holdsins vild eður af mannsins vilja, heldur þeim sem af Guði eru bornir.
Og Orðið varð hold og byggði með oss og vér sáum þess dýrð, dýrð svo sem eingetins sonar af föðurnum, fullan náðar og sannleika. [
Jóhannes vitnar af honum, kallar og segir: [ „Þessi er sá af hverjum eg sagða: Eftir mig mun koma sá sem fyrir mig var því að hann var fyrri en eg. Og af hans gnægð höfum vær allir fengið, náð fyrir náð. [ Því að lögmálið er fyrir Moysen útgefið en náð og sannleikur er fyrir Jesúm Christum orðinn. Enginn hefur um aldur Guð sénan, sá eingetni sonur sem í föðursins faðmi er, hann hefur oss þetta kunngjört.“
Og þetta er vitnisburður Johannis þá þeir Juda sendu af Jerúsalem presta og kynsmenn Leví að þeir skyldu spyrja hann: [ „Hvert ert þú?“ Og hann kenndist og neitaði því eigi og hann viðurkenndist, so segjandi: „Eigi em eg Kristur.“ Þeir spurðu hann þá enn að: „Hvað þá? Ertu Elías?“ Hann sagði: „Eigi em eg.“ „Ertu spámaður?“ En hann ansaði: „Nei, ekki.“ Þá sögðu þeir við hann: „Hver ert þú þá, so að vér megum andsvar gefa þeim er oss útsendu. Hvað segir þú af sjálfum þér?“ Hann sagði: [ „Eg em hrópandi rödd á eyðimörku: Greiði þér götu Drottins, so sem sagði Esaias spámaður.“
Og þeir sem útsendust voru af Phariseis. Þeir aðspurðu hann og sögðu honum: „Því skírir þú þá ef þú ert eigi Kristur, eigi Elías, eigi spámaður?“ Jóhannes svaraði þeim og sagði: [ „Eg skíri með vatni en sá stendur mitt hjá yður hvern þér þekkið eigi. Hann er sá sem eftir mig mun koma, sá eð fyrir mig var, hvers eg em ei verður að eg skal uppleysa hans skóþvengi.“ Þetta skeði í Bethabara, hinumegin Jórdanar, þar Jóhannes skírði.
En annars dags eftir sér Jóhannes Jesúm koma til sín og mælti: [ „Sjáið, þar er það lambið Guðs hvert eð ber heimsins syndir. Þessi er af hverjum eg sagði yður: Eftir mig kemur maður sá fyrir mig var því að hann var fyrri en eg. Og eg kennda hann eigi heldur að hann yrði kunnur í Ísrael, fyrir því kom eg að skíra með vatni.“
Og Jóhanes vitnaði og sagði: „Eg sá andann ofan stíga af himnum í dúfulíki og var yfir honum og eg þekkta hann eigi. En sá sem mig sendi að skíra með vatni hann sagði mér: Yfir hvern þú sér andann niðurstíga og yfir honum vera, hann er sá sem skírir með helgum anda. Og eg sá það og þennan vitna eg Guðs son vera.“ [
En annars dags aftur stóð Jóhannes enn og tveir af hans lærisveinum. Og sem hann leit Jesú ganga segir hann: „Sjáið, það er lamb Guðs.“ Og tveir af hans lærisveinum heyrðu hann tala og fylgdu Jesú eftir. [ En Jesús sneri aftur og leit þá sér fylgjandi og sagði þeim: „Að hverju leiti þér?“ Þeir sögðu honum: „Rabbí (hvað að þýðist, meistari), hvar átt þú heima?“ Hann sagði þeim: „Komið og sjáið.“ Þeir komu og skoðuðu hvar hann væri og voru hjá honum þann dag. En það var nær tíundu stund.
Einn af þessum tveimur var Andreas, bróðir Símonar Petri, sem heyrði af Johanne og Jesú eftirfylgdi. Hann fann þá áður sinn bróður Símon og sagði til hans: „Vér höfum fundið [ Messiam“ (hvað útleggst, smurður) og fylgdi honum til Jesú. Þá Jesús leit hann mælti hann: „Þú ert Símon, sonur Jónas, þú skalt kallast Kefas.“ Það útleggst: Hellusteinn.
Annan dag þar eftir vildi Jesús ferðast til Galileam aftur og finnur Philippum og sagði til hans: „Fylg þú mér eftir.“ En Philippus var af Betsaída, úr þeirri borg Andrésar og Péturs. Philippus fann Natanael og sagði honum: „Vér höfum þann fundið af hverjum Moyses í lögmálinu og allir spámenn hafa um skrifað: Jesúm Jósefsson af Naðsaret.“ Natanael sagði til hans: „Hvað má af Naðsaret góðs koma?“ Philippus sagði honum: „Kom og sjá.“
Jesús sá Natanael koma til sín og sagði honum: „Sjáið einn sannan Ísraelíta í hverjum svik eigi eru.“ Natanael sagði þá við hann: „Hvernin þekkir þú mig?“ Jesús svaraði og sagði til hans: „Áður en Philippus kallaði á þig þá þú vart undir fíkjutrénu sá eg þig.“ Natanael svaraði og sagði til hans: „Rabbí, þú ert Guðs sonur, þú ert konungur Ísraels.“ Jesús svaraði og sagði við hann: „Þú trúðir af því að eg sagða þér að eg hefða séð þig undir fíkjutrénu. Sjá muntu enn þessu meira.“ Og hann sagði honum: [ „Sennilega, sennilega segi eg yður: Upp frá þessu munu þér sjá himinninn opinn og engla Guðs stíga upp og ofan yfir Mannsins son.“