III.

Þar fyrir sjá þú, á þeim dögum og þeirri sömu tíð þá eg mun snúa Júda og Jerúsalem herleiðingu þá vil eg safna til samans öllum heiðingjum og eg vil færa þá ofan í dalinn Jósafat. Og þar vil eg ganga til réttar með þá vegna míns fólks og vegna Ísraels minnar arfleifðar að þeir hafa dreift þeim á meðal heiðingja og skipt með sér mínu landi og kastað hluti um mitt fólk og gáfu þá inu ungu sveina fyrir mat og seldu píkurnar fyrir vín og drukku það.

Og þér af Sóar og Sídon og öll takmörk Philisteilands, hvað hafi þér að gjöra með mig? Vilji þér og stæra yður á móti mér? Nú vel, svo stærið yður á mót mér, þá vil eg fullsnart bitala yður það igen yfir yðart höfuð. Þér sem hafið tekið mitt silfur og gull og mínar kostulegar háfur og fært það burt í yðar kirkjur. Og hér að auk hafi þér selt Júda og Jerúsalembörn þeim í Grikklandi so að þér mættuð koma þeim langt frá þeirra landamerkjum. Sjáið, eg vil uppvekja þá af þeim stað sem þér selduð þá og eg vil bitala yður yfir yðart höfuð það sama. Og eg vil selja yðar syni og dætur igen fyrir Júdabörn hverjir yður skulu selja í ríki Arabia, því fólki sem býr í fjarlægu landi, því Drottinn hefur þetta talað.

Gjörið það heyrumkunnigt á meðal heiðingjanna, helgið eitt stríð, uppvekið þá sterku, látið allt stríðsfólkið koma hingað og ferðast hér upp. Gjörið sverð af yðar plógjárnum og spjót af yðar sigðum. Sá hinn veiki skal segja: „Eg er sterkur“. Safnið yður saman og komið hingað, allir heiðingjar, úr öllum áttum heimtist saman. Þar skal Drottinn við velli leggja þínar kempur. Heiðingjar skulu búa sig og koma upp í dalinn Jósafat því þar vil eg sitja og dæma alla heiðingja allt um kring. [ Setjið til sigðina því akurinn er fullvaxinn, komið hér niður því vínþrúgan er full og flýtur út af því þeirra illska er mjög stór.

Þá skal fólkið flokkum saman vera hér og hvar í Dómsdal því Drottins dagur er nálægur í þessum Dómsdal. [ Sólin og tunglið skal sortna og stjörnurnar skulu sitt skin byrgja. Og Drottinn skal öskra af Síon og hans rödd skal heyrast af Jerúsalem so himinninn og jörðin skal hrærast. [ En Drottinn skal vera verndari síns fólks og Ísraelsbörnum einn fastur staður. Og þér skuluð merkja það að eg, Drottinn yðar Guð, bý á mínu heilögu fjalli. Þá skal Jerúsalem vera heilög og engin framdandi skal reisa þaðan í frá í gegnum hana.

Og á þeim tíma skulu fjöllin drjúpa af sætu víni og hæðirnar fljóta með mjólk og allir lækir í Júda skulu renna fullir af vatni og þar skal einn brunnur uppspretta af húsi Drottins hver eð döggva skal Sittímstraum. En Egyptaland skal í eyði vera og Edóm skal verða ein eyðimörk sökum þess yfirgangs sem þeir gjörðu Júdabörnum að þeir úthelltu saklausu blóði í þeirra landi. En Júda skal vera byggð ævinlega og Jerúsalem um aldur og að eilífu. Og eg vil ekki láta óhefnt vera yðart blóð. Og Drottinn mun búa í Síon.

Ending prophetans Johelis