XLI.
Kanntu að draga þann levjatan með önglinum eða binda hans tungu með snæri? [ Kanntu að láta hring í hans nasir eður að bora með prjóni í gegnum hans kinnbein? Hvert þenkir þú að hann muni biðja þig svo hugarlátlegana elligar smeykjast so fyrir þér? Þenkir þú hann muni gjöra þann sáttmálann við þig svo þú megir allt í jafnt hafa hann fyrir svein? Kanntu að leika svo með hann sem annan fugl eður binda hann hjá þínum þjónustukvinnum? Þenkir þú að sá mannflokkurinn muni skera hann í sundur og útskipta honum svo á meðal kaupmannanna? Kannt þú það netið að fylla með hans húðarskinni og þær fiskitælurnar með hans höfði? Nær eð þú leggur þína hönd á hann, þá þenk þú að það er það stríð á hverju þú kannt öngvan enda að gjöra. Sjá þú, hans von mun bregðast honum og nær eð hann verður sén þá skýtur hann sér í burt. Þar er og enginn svo djarfur þar þori að reita hann. Hver er sá sem þá kunni að standa á móti mér? Hver hefur gefið mér áður fyrri svo að eg megi endurgjalda honum? Allt það er mitt hvað undir himninum er.
Þar til má eg nú segja hversu stór, hversu megtugur, hversu mjög vel það hann er skapaður. Hver kann hans klæðum upp að lyfta og hver þorir það voga að grípa á millum hans tanna? Hver kann upp að lúka þeim kjálkabeinum hans andlits? Hans tennur þær standa hræðilega allt um kring. Hans drambsama hreistur er svo sem sterkir skildir hver við annan. Einn er fastur við þann annan so þar gengur ekki vindurinn út á milli, það eina samtengir sig við það annað og heldur sér til samans svo það kann ekki að fráskiljast hvert öðru. Hans blástur leiftrar sem ljós, hans augu svo sem morgunstjörnunnar augabrýn. Af hans munni útganga logbrandar og glóandi gneistar fljúga þaðan út. Af hans nösum gýs reykur svo sem úr sjóðandi potti og katli. hans andi er sem logandi bál og þar útgengur elslogi af hans munni. Hann hefur og einn öflugan háls og það er hans vellysint hvar hann getur nokkru spillt. Hans kjötlimir þeir hengja hver við annan og halda fast við hann svo að hann kann ekki í sundur að falla.
Hans hjarta er svo hart sem grjótsteinn og svo öruggt sem einn parturinn út af þeim undirkvernarsteininum. Nær hann hefur sig upp þá skelfast hinir [ öflugu við það og nær eð hann brýst fram þá er þar enginn [ líkn til. Nær einhver vill til við hann með sverði eður með spjóti, skeytum eður pansara, og þá hrærir hann sig ekki. Hann skeytir járninu so mikið sem strái og málminum sem ronum tréstaur. Ekkert skeyti mun forjaga hann, slöngusteinninn er fyrir honum sem agnir. Sleggjuhamarinn reiknar hann sem grasstrá, hann hæðir skjálfandi spjótsköft. Undir honum liggja hvassir steinar og hann fer yfir um eggjagrjótið líka sem yfir um leirbleytuna. Hann gjörir það að djúpið hafsins sýður upp sem annar pottur og hann hrærir það til samans líka sem maður samblandar smyrslavatn. [ Farvegurinn hann leiftrar eftir honum, djúpið gjörir hann harla grátt. Þar kann og enginn á jörðu að jafnast við hann, hann er til þess gjörður að hann eigi ugglaus að vera. Hann fyrirlítur allt hvað hátt er, hann er og einn kóngur yfir öllum dramblátum.“