IIII.

Þá svaraði Elífas af Tema og sagði: [ „Kann vera að þú viljir ekki gjarnan það menn reyni til þess að tala við þig. En hver fær bundist þessa? Sjá, þú hefur leiðrétt margan og styrkt þreyttar hendur. Þín ræða hefur upprétt hina sem niður voru fallnir og þú hefur styrkt þau skjálfandi kné. En nú að það kemur yfir þig þá drýpur þú niður og nú það snertir þig þá skelfist þú við. Er það þín guðhræðsla, þitt traust, þín von og þitt sakleysi? [ Kæri, hugsa þig um það: Nær hefur hinn saklausi nokkurn tíma fyrirfarist eða hvar hafa hinir réttferðugu nokkurn tíma verið afmáðir? Heldur so það eg hefi vel séð að þeir sem plægðu armæðunni og niðursáðu ógæfunni að þeir uppskáru það sama og að þeir tortýndust fyrir Guðs anda áblástur og eru að öngvu orðnir fyrir hans reiðarinnar anda. Leónsins grenjan og öskur leóninunnar og tennur leónshvölpanna eru í sundur brotnar. Leónið það tortýnist því það gat ekki lengur bráðina fengið og hvelpar [ leónsinnunnar eru í sundur tvístraðir.

Og heimuglegt orð er komið til mín og mitt eyra hefur meðtekið eitt orðkorn af því hinu sama. Þá eð eg hugleiddi þá nætursýnina, nær svefninn fellur yfir mennina, þar kom hræðsla og skjálfti yfir mig og skelfdi öll mín bein. Og þá eð andinn gekk fram fyrir mér ýfðust upp mín hár á mínum líkama. Þá stóð þar ein mynd fyrir mínum augum og eg þekkta ekki hennar yfirlit, hljótt var og eg heyrði eina raust: Hvernin má maðurinn vera réttvísari en Guð eða nokkur maður hreinni en sá sem hann skapað hefur? Sjá þú, enginn er óstraffanlegur á milli hans þénara, hann finnur og fávisku á meðal sinna [ sendiboða. Hversu miklu framar hjá þeim sem byggja í leirhúsunum hverjir að grundvallan hafa á jörðunni og uppétast skulu af möðkum? Það varir í frá morni og allt til kvelds, þá verða þeir upphöggnir og áður en þá þess varir þá eru þeir öldungis í burtu. Og þeirra eftirblífnu fyrirfarast einnin og deyja burt svo óvarlega.