XXVIII.
Silfrið það hefur sína uppgöngu og gullið sinn stað þar er það smeltist. Járnið það tekst úr jörðunni og út af steinunum smeltist koparinn. [ Myrkrið það fær eitthvert sinn einn enda og einhver finnur með það síðasta skúfsteininn sem djúpt er niður fólginn. Þar útsprettur soddan einn lækur að þeir sem þar búa í nánd þeir geta þar ekki yfir vaðið. Og hann sétnar síðan niður aftur og rennur langt í burt frá fólkinu. Þar fæst og eldur neðan undan jörðunni hvar eð fæðan vex upp yfir. Þar finnst og safirus í sumum hverjum stöðum og þær jarðartorfur sem gull er út í. Þann farveginn hvern enginn fugl hefur kannað og einskis gammsauga hefur séð. Þau hinu [ stoltu börnin hafa þar ekki upp á troðið og ekki neitt león hefur yfir gengið. Þar leggjast og einnin hendur á þau steinbjörgin og fjöllunum umveltir hann. Þar brjótast þeir lækirnir af fjöllunum og augað sér það allt hvað kostulegt er. Þeir stífla af strauminn vatsins og það sem fólgið er þar út í láta þeir í ljósi.
En hvar vill vísdómurinn finnast og hvar er sá staðurinn skilningsins? [ Enginn veit hvar hann liggur og ei verður hann fundinn í því landinu lifandi manna. Undirdjúpið það segir: Eigi er hann í mér, og sjórinn hann segir: Ekki er hann hjá mér. Þar verður eigi gefið gull fyrir hann, eigi heldur silfur útvegið að betala hann með. Ófírsgull og þeir dýrindis gimsteinar ónyx og safír gilda ekki líka við hann. Gull og adamas kann ekki að jafnast við hann og ekki fær hann að kaupast fyrir það dýrasta clenodium. Ramót og gabís aktast ekki við hann, vísdómurinn er hærra vigtandi en perlur. Sá topasius af Blálandi reiknast ekki til líka við hann og það skírasta gull er ekki samjafnandi við hann.
Hvaðan kemur vísdómurinn þá? Hvar er skilnings staðurinn? Hann er fólginn fyrir augum allra þeirra eð lifa, hann er og einnin fólginn fyrir fuglum undir himninum. Fyrirdæmingin og dauðinn þau segja: Vér höfum heyrt hans rykti með vorum eyrum. Guð hann veit vel veginn þangað og hann veit vel þann stað. Því að hann lítur jarðarinnar enda og hann sér allt það sem undir himninum er, hann sem gjörði vindinum sinn vigtarþunga og setti vatninu sinn vísan mælir, hann sem gjörði regninu sitt takmark og þeim eldingunum og reiðarþrumunum veginn þá hann sá hana og framtaldi hana, hann tilreiddi hana og fann hana. Og hann sagði til mannsins: Sjá þú, ótti Drottins, það er vísdómurinn og að forðast hið vonda, það er skilningurinn.“