XXVI.

Job svaraði og sagði: „Með hverjum heldur þú? Þeim sem hefur öngva magt? Hjálpar þú þeim sem öngvan styrkleik hefur í handleggjunum? Hverjum gefur þú ráð? Þeim sem öngvan hefur vísdóm? Og undirvísar það þeim volduga hvernin að hann skuli það fullkomna? Fyrir hverjum talar þú og fyrir hverjum gengur andardrátturinn út af þér? [ Jötnunum undir vatninu er þungt og þeim sem búa hjá þeim. Helvíti það er opnað fyrir honum og fordjörfunin hefur öngva skýling. Hann útbreiðir norðrið upp á ekki neitt og upphengir jörðina á ekki neitt. Hann safnar vatninu í sín ský og skýin rifna ekki þar undir. Hann uppheldur sínum veldisstól og útbreiðir sín ský yfir hann. Eitt takmark hefur hann í kringum vatnið sett þangað til að ljósið og myrkrið verða að öngvu. Stólpar himinsins skjálfa og hræðast hans ávítan. Fyrir hans mátt uppæsist sjórinn skyndilega og fyrir hans skilning upphefja sig hafsins bylgjur. Á himninum verður það fagurt fyrir hans vind og hönd hans tilreiðir hlykkjótta höggorma. Sjá þú, svo gengur hans gjörningur til. En þar út af höfum vér fornumið eitt lítið orð en hver kann að skilja reiðarþrumur hans styrkleika?“