XIX.

Job svaraði og sagði: [ „Því þvingi þér þá svo mína sál og kveljið mig með orðum? Þér hafið nú tíu sinnum hætt mig og þér skammist yðar ekki að þér so um kring rekið mig. Fari eg villt þá villunst eg sjálfum mér. En þér setjið yður sannlega upp á móti mér og straffið mig mér til háðungar. Hyggið nú að einu að Guð hann gjörir mér eigi rétt og umvefur mig með sinni veiðisnöru. Sjá þú, ef að eg hrópaði enn hátt fyrir ofríkis sakir þá yrða eg þó ekki bænheyrður, eg kalla og þar fæst enginn réttur. Hann hefur so girt fyrir mína vegu að eg kann ekki yfir að komast og hann hefur sett myrkrið á mína farvegu. Hann svipti mig mínum [ heiðri og kórónuna tók hann af mínu höfði. Hann í sundur lamdi mig gjörvallan og lét mig fara og hann upprykkti minni von sem öðru tré.

Hans reiði er grimmleg yfir mér og hann heldur mig fyrir sinn óvin. Hans stríðsmenn komu undir eins og gjörðu sér götu yfir um mig og settu sínar herbúðir kringum mína tjaldbúð. Hann burtskildi mína bræður langt frá mér og mínir kunningjar eru orðnir mér ókenndir. Mínir náungar drógu í burtu og mínir vinir þeir forgleymdu mér. Mínir húskarlar og þjónustupíkur halda mig sem annan framanda mann, eg em orðinn ókenndur fyrir þeirra augum. Eg kalla á minn þjónustumann og hann svarar mér öngvu, eg hlaut að grátbæna hann með mínum eigin munni. Mín húsfreyja hún lést vera ókennd þá eg kallaði hana og eg hlýt að biðja þau börnin sem af mínum sjálfs kviði eru komin. Og þau ungu börnin skeyta ekki um, mig nær að eg finn að við þau þá skammyrða þau mig. Allir mínir fulltrúar höfðu viðbjóð við mér og þá hverja eg elskaði þeir hafa snúið sér á móti mér.

Mín bein þau skrapa í mínu skinni og kjöti og eg fæ ekki hulið mínar tennur með vörunum. Aumkið yður yfir mér, aumkið yður yfir mér, vinir mínir, því að Guðs hönd hefur snortið mig. Því ofsæki þér mig svo vel sem Guð og kunnið ekki að [ seðjast af mínu kjöti? Óhó, eg æski það mitt mál mætti blífa uppskrifað og að það kynni allt að setjast í eina bók! Með einum járnstíl á blýspjöld og úthöggvast á steinum til eilífrar minningar! En eg veit að minn endurlausnari lifir og það hann mun hér eftir á seinna meir uppvekja mig af jörðunni og það eg mun síðarmeir umgefast með þessu mínu hörundi og að eg mun sjá Guð í mínu holdi. Þann hinn sama mun eg sjá fyrir mig og mín augu munu líta hann og ekki einn annar. Mín nýru eru fortærð í mínu skauti. Því að þér segið: Hvernin helst viljum vér ofsækja hann og finna honum sök? Verið hræddir fyrir sverðinu því að sverðið er reiðin yfir misgjörninginn so að þér megið vita að þar sé dómurinn til.“