XVII.
Minn andi er vanmegna og mínir dagar eru styttri orðnir, gröfin er ein eftir. [ Enginn er af mér gabbaður, þó hljóta mín augu þar fyrir í harmkvælum að blífa. Vildir þú enn hafa borgan af mér, hver vill lofa fyrir mig? Þú hefur falið skilninginn fyrir þeirra hjörtum, þar fyrir munt þú og ekki upphefja þá. Hann hrópar út af herfanginu fyrir sínum vinum en augun hans barna munu döpur verða. Hann hefur sett mig til eins máltækis á meðal fólksins og eg hlýt svo að verða að undran á meðal þeirra. Minn yfirlitur er dökkur orðinn af hörmum og allir mínir liðir eru sem annar skuggi, hvað hinum réttferðugum mun ekki vel líka og hinir meinlausu munu setja sig á móti hræsnaranum. Hinn réttláti mun bíhalda sínum vegi og hann sem hefur hreinferðugar hendur mun blífa öflugur. Nú vel, af því þá vendið yður hingað og komið, eg finn þó öngvan hygginn á meðal yðar.
Mínir dagar eru forliðnir, mínir ásetningar eru aðskildir, þeir eð héldu mitt hjarta og hafa gjört daginn að nóttunni og nóttina að deginum. Þó eg biðleiki enn lengur vil þá er þó helvítið mitt hús og mín sæng er uppreidd í myrkrinu. Rotnunarfúann kallaði eg minn föður og maðkana móður mína og mína systur. Eftir hverju á eg að bíða og hver hirðir um mína eftirvænting? Þæað hlýtur héðan undir að fara í helvítið og meður mér að hvílast í moldarduftinu.“