Bókin Job
I.
Job er maður nefndur. [ Hann var í landi Ús. Sá sami maður var einfaldur, réttlátur, guðhræddur og forðaðist hið vonda. Hann átti sjö sonu og þrjár dætur. Og hans kvikfé var sjö þúsundir sauða, þrjár þúsundir úlfalda, fimm hundruð ardur uxa, fimm hundruð ösnur og mjög mörg hjú. Og hann var [ ágætari en allir þeir aðrir sem bjuggu í austurálfunni.
Og hans synir fóru til og gjörðu gestaboð, hver í sínu húsi, sérhver á sínum degi. Og þeir sendu út og létu bjóða systrum sínum þremur til að eta og drekka með sér. Og þá einn gestaboðsdagurinn var umliðinn sendi Job burt og helgaði þá og stóð upp mjög snemma og offraði brennifórnum fyrir sérhverjum þeirra. Því að Job hugsaði svo: „Ske má að synir mínir hafi syndgast og blessað Guð í sínum hjörtum.“ So gjörði Job alla daga.
So bar til einn dag að Guðs börn komu og stóðu fyrir Drottni. Þá kom og Satan og stóð á meðal þeirra. Og Drottinn sagði til Satan: „Hvaðan komstu?“ Satan svaraði Drottni og sagði: „Eg hefi farið í kringum jörðina og gengið um hana.“ Drottinn sagði til Satan: „Gættir þú ekki að mínum þénara Job? Því að hans líki er ekki á jörðu, einfaldlegur, réttlátur, guðhræddur og forðast hið vonda.“
Satan svaraði Drottni og sagði: „Hvört meinar þú það að Job óttist Guð fyrir ekkert? Hefur þú ekki verndað hans heimili og allt það hann hefur umhverfis sig? Þú hefur og blessað hans handaverk og hans góss hefur útbreitt sig í landinu. En rétt þú þína hönd út og svipt til alls þess sem hann hefur. Hvað gildir hann mun blessa þig undir augun.“ [ Drottinn sagði til Satan: „Sjá þú, allt það eð hann hefur, það sé þér í hendi, utan það einasta að þú legg ekki þína hönd á hann sjálfan.“ Þá gekk Satan út frá Drottni.
Og á þeim degi þá hans synir og dætur átu og drukku vín í húsi síns frumgetna bróðurs þá kom einn sendiboði til Job og sagði: „Arðuruxarnir plægðu og ösnurnar voru þar í haganum hjá þeim. Þá féllu þeir af ríki Arabia yfir þá og tóku þá í burt og í hel slógu þjónustumennina með sverðseggjum og eg komst einn undan að kunngjöra þér þetta.“
Þá hann var að tala þetta þá kom einn annar og sagði: „Guðs eldur féll af himnum ofan og brenndi bæði sauðina og þjónustumennina og uppbrenndi þá og eg komst einn undan að undirvísa þér það.“ Þá hann enn so talaði kom einn annar og sagði: „Þeir Caldei gjörðu þrjár fyllkingar og hlupu að úlföldum og í burt tóku þá og í hel slógu þjónustumennina með sverði og eg einn komst undan að kunngjöra þér þetta.“
Þá hann var þetta að segja þá kom einn annar og sagði: „Þínir synir og dætur átu og drukku í húsi síns frumgetna bróðurs. Og sjá þú, þar kom mikill stormvindur af eyðimörkinni og steytti upp á þau fjögur hornin hússins og fleygði því niður yfir þín börn so að þau drápust og eg komst einn undan að eg undirvísaði þér þetta.“
Þá stóð Job upp og í sundur reif sín klæði og reytti sitt hár og féll til jarðar, tilbað og sagði: [ „Nakinn kom eg út af minnar móður kviði, nakinn mun eg og þangað aftur hverfa. Drottinn gaf það, Drottinn í burt tók það. Blessað sé nafnið Drottins.“ Í öllu þessu syndgaðist ekki Job og eigi talaði hann neitt fávíslegt í gegn Guði.