XLXIX.

Heyrið mér, þér eyjarnar, og þér fólkið sem í fjarska eruð, hyggið að því. [ Drottinn hefur mig kallað í frá móðurkviði, hann hefur minnst míns nafns þá eð eg var enn í móðuriðrum. Og hann hefur minn munn gjört sem eitt hvasst sverð, með skugganum sinnar handar hefur hann hulið mig. Hann hefur gjört mig að einu ágætu skeyti og látið mit í sitt pílnakoffur og segir til mín: Þú ert minn þjón, Ísrael, fyrir hvern að eg vil prísaður verða. En eg hugsaði eg erfiðaði forgefins og fyrirkæma so mínum styrkleika fyrir ekki og til ónýtis þó að mitt málefni sé Drottins og mitt embætti míns Guðs.

Og nú segir Drottinn, sá eð mig í frá móðurkviði hefur fyrirbúið til síns þjóns, það eg skuli snúa Jakob til hans so það Ísrael verði ekki í burt tekinn. Þar fyrir em eg vegsamlegur í augsýn Drottins og minn Guð er minn styrkleiki og segir: Það er of lítið að þú sért minn þjón til að upprétta þær kynkvíslirnar Jakob og það hið tapaða af Ísrael aftur að hafa heldur hefi eg gjört þig til ljóssins heiðinna þjóða so að þú sért mitt hjálpræði allt til veraldarinnar endimarka. [

So segir Drottinn, endurlausnarinn Ísraels, hans Hinn heilagi til fyrirlitina sálna, til þess viðurstyggilega fólsksins, til þess þjónsins sem á meðal víkinganna er: Kóngarnir skulu sjá það og uppstanda og höfðingjarnir skulu tilbiðja vegna Drottins sem trúlyndur er vegna þess Hins heilaga í Ísrael sem þig hefur útvalið. So segir Drottinn: Í þakknæman tíma heyrða eg þig og á degi hjálpræðisins hjálpaði eg þér og varðveitta þig og setta þig til sáttmála meðal fólksins so að þú uppréttir landið og að þér tækið þá eyddu arfleifðina, til að segja þeim herteknu: [ Farið út héðan, og til þeirra í myrkrunum: Komið hér fram, so að þeir fái sér fæðu á veginum og hafi sína fæðslu á öllum upphæðum. Þá mun hvorki hungra né þyrsta, so mun þá einnin enginn hiti né sól brenna. Því að þeirra miskunnari mun þeim leið segja og mun leiða þá til vatsbrunnanna. Eg mun öll mín fjöll að vegum gjöra og mínir fótstígir skulu þjóðbrautir vera. Sjá þú, þessir munu af fjarlægð hér koma og sjá þú, hinir af norðrinu og þessir af sjávarhafinu og hinir af landinu Simín. Lofsyngi, þér himnar, gleð þig, jörð, þér fjölllin, syngið hátt lof, það Drottinn hefur huggan veitt sínu fólki og miskunnað sínum fátækum.

En Síon segir: „Drottinn hefur yfirgefið mig, Drottinn hann hefur forgleymt mér.“ Hvort kann konan nokkuð að forgleyma sínu barni so að hún sjái ekki aumur á syni síns kviðar? Og þó að hún forgleymi því sama þá vil eg þó ekki þér forgleyma. Sjá þú, í höndunum hefi eg teiknað þig, þínir múrveggir eru jafnan fyrir minni augsýn, þínir uppbyggendur munu flýta sér. En þínir spillendur og foreyðslumenn munu taka sig þar langt í frá.

Upphef þú þín augu hér um kring og sjá þú að allir þessir koma samansafnaðir til þín. [ So sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn, þá skaltu með öllum þessum líka sem með öðrum skrúða klædd verða og þú munt taka þá um kring þig sem aðra brúði það þitt hið foreydda og í sundurdreifða og það niðurbrotna land mun þér þá of þröngt verða til að byggja þar inni. Þá nær eð þínir fordjörfunarmenn þeir koma langt í burt frá þér so það synir þíns óbyrjuskapar munu enn framar segja fyrir þínum eyrum: „Sá staðurinn er mér of þröngur. Far þú í burt betur so að eg megi hér búa.“ En þú munt segja í þínu hjarta: „Hver hefur fætt mér þessa? Eg em óbyrja, einsömun, fordrifin og burtrekin. Hver hefur uppalið mér þessa? Sjá þú, eg var látin einsömun, hvar voru þá þessir?“

So segir Drottinn Drottinn: [ Sjá þú, eg mun upphefja mína hönd til heiðinna þjóða og til fólksins mínu merki útfleygja. Þá munu þeir þína sonu á armleggjum hingað hafa og þínar dætur á herðunum hingað bera. Kóngarnir skulu þínir forsvarsmenn og þeirra drottningar þínar fósturmæður vera. Þeir munu fyrir þér fram falla til jarðar á ásjónuna og sleikja duftið þinna fóta. Þá muntu það reyna að eg em Drottinn, á hverjum það ekki til skammar verða þeir sem upp á mig vona.

Hvort verður nokkuð herfangið tekið af einum öflugum risa eður kunna nokkuð þess réttferðuga hans bandingjar lausir að látast? Því að so segir Drottinn: Nú skulu bandingjarnir frá þeim risanum lausir verða og það herfangið af hinum öfluga leyst verða. Og eg mun þínum mótstöðumönnum mótstöðu veita og þínum börnum hjálpa. Og eg mun þína [ áþjánaðarmenn mata með þeirra eigin holdi og þeir skulu af sínu eigin blóði (líka sem að öðru sætu víni) drukknir verða. Og allt hold skal formerkja það eg em Drottinn og þinn lausnari, sá Hinn megtugi í Jakob.