XL.
Huggið, huggið mitt fólk, segir yðvar Guð. [ Talið vinsamlega við Jerúsalem og prédikið henni það hennar [ riddaraskapur hafi einn enda. Því að hennar misgjörningur er fyrirgefinn því að hún hefur [ tvefaldlegt meðtekið af hendi Drottins fyrir allar hennar syndir.
Þar er raust eins prédikara út í eyðimörkinni: [ Tilreiði þér vegu Drottins og gjörið í óbyggðinni sléttan veg vorum Guði. Allir dalir skulu upphefjast og öll fjöll og hálsar skulu niðurlægð verða og hvað óslétt er það skal slétt verða og hvað ójafnt er það skal eggslétt verða. Því að dýrðin Drottins skal opinberuð verða og allt hold eitt með öðru mun sjá það munnur Drottins talar.
Þar segir ein raust: Prédika þú og eg sagða: Hvað skal eg prédika? Allt hold er hey og allur þess góði er so sem akursins blómstur. Heyið það uppþornar, blómstrið visnar, því að andi Drottins blæs þar á. Já fólkið er heyið, heyið það uppþornar, blómstrið visnar en orðið Guðs vors blífur eilíflega.
Síon, þú sem prédikar, far þú upp á hátt fjall, Jerúsalem, þú sem prédikar, hef þína raust upp með magt, hef þú upp og óttast ei. Seg þú borgunum Júda: Sjáið, þar er yðvar Guð! Því sjáið, Drottinn Drottinn kemur volduglegana og hans armleggur mun drottna. Sjáið, hans laun eru hjá honum og hans bítalingur er fyrir honum. Hann mun fóðra sína hjörð sem einn hirðir, hann mun lömbunum safna á sína armleggi og þau í sinni kjöltu bera og leiða lambamæðurnar. [
Hver metur vötnin með hnefanum, hver mælir himininn með einni lófavídd og spannar jörðina með þriggja þumlunga breidd og vegur þau fjöllin með einni vigt og hálsana með einni vog? Hver fræðir þann anda Drottins og hver ráðgjafi undirvísar honum? Hvern spyr hann að ráðum sá eð honum skilninginn gefi og kunni honum þann veginn réttdæmisins og kenni honum þá viskuna og undirvísi honum veginn skilningsins? [ Sjá þú, að hinir heiðnu eru aktaðir sem sá dropi hver að í skjólunni blífur eftir og svo sem ein lítil ögn er í metaskálunni blífur eftir. Sjá þú, að eyjarnar eru sem þunnt jarðarduft og Líbanon væri helst til lítils til eldkveikjunnar og hans villudýr nægja ei til brennioffursins. Allar heiðnar þjóðir eru so sem ekki neitt fyrir honum og líka so reiknaðar sem hégómi og það sem ekki er parið.
Hverjum vilji þér þá eftirmynda Guð eða hverja líking vilji þér honum gjöra? Meistarinn steypir vel eina mynd og gullsmiðurinn yfirgyllir hana og gjörir þar silfurhúðir að. [ So líka hver hann formá fátækliegt fórnunaroffur, sá útvelur sér það tré sem ekki fúnar og sækir klókan meistara þar til sem gjörir eitt líkneski það staðfast sé. Viti þér ekki? Heyri þér ekki? var yður það ekki kunngjört fyrirfram? Hafi þér ekki skilið það þegar í frá upphafi jarðarinnar? Hann situr upp yfir jarðarkringlunni og þeir eð þar upp á búa eru sem engisprettur, hann hver eð útþenur himininn sem annað þunnt skinn og breiðir hann út sem aðra tjaldbúð þar inni er búið, hver eð höfðingjana gjörir að öngu og þá yfirdómarana á jörðunni gjörir að hégóma so sem að hefði þeirra stofn hvorki plantan né sæði né nokkra rótfesti í jörðunni so að þeir, nær eð vindurinn blæs á milli þeirra, uppþorni og eitt stormviðri þeim í burtfeyki sem öðru grasstrái. Hverjum vilji þér þá eftirmynda mig þeim eg sé líkur? segir sá Hinn heilagi.
Upphefjið yðar augu í hæðirnar og sjáið: [ Hver hefir svoddan hluti skapað og útleiðir hér þeirra her með tölu? Hann sá sem þá alla kallar með nafni. Hans máttur og öflugur kraftur er so mikill so það kann ekki í einu brestur að vera.
Hvar fyrir segir þú þá, Jakob, og talar so, Ísrael: Minn vegur er fólginn fyrir Drottni og minn dómur hann gengur framhjá Guði mínum? Veistu ekki? Hefur þú ekki heyrt að Drottinn sá eilíflegur Guð sem endimörk jarðarinnar hefur skapað hann verði hvorki þreyttur né móður. Hans skilningur er órannsakanlegur, hann gefur þreyttum kraft og styrkleik nóga þeim vanmáttuga. Hinir ungu verða móðir og mállausir og þeir æskumennirnir falla en þeir sem vona upp á Drottin þeir fá nýjan kraft so að þeir uppfljúga með vængjum sem ernir, so þeir hlaupi og verði ekki lúnir, so þeir gangi og mæðist ekki.