XXXIII.

En vei þér, þú eyðileggjari! [ Þenkir þú að þú munir ekki eyddur verða og þú, forsmánari, að þú munir ekki forsmáður verða? Nær eð þú hefur þá fordjörfunina út endað þá muntu einnin fordjarfaður verða, nær eð þú hefir gjört einn enda þeirrar forsmánunar þá muntu líka forsmáður verða.

Drottinn, miskunna þú oss það þín bíðum vér. [ Vertu þeirra armleggur snemma morguns og vort hjálpræði á hörmungartímanum. Láttu fólkið undan flýja fyrir þeim þyt raddarinnar og það hinir heiðnu í sundurdreifðir verði nær eð þú upphefur þig. Þá munu þeir uppgrípa þig sem annað herfan, líka sem þá [ engisprettur grípast upp og so sem þá kefer í sundur eltar verða nær eð þeim verður áhlaup gjört.

Drottinn hann er upphafinn það hann byggir í hæðunum, hann hefir Síon uppfyllt með dómi og réttvísi. Og þar mun á þínum tíma vera trú og yfirdrottnan, hjálpræði, spekt, vísdómur, ótti Drottins mun vera hennar fjársjóður.

Sjáið, þeirra sendiboðar kalla fyrir utan og þeir englar friðarins gráta beisklegana og segja: Þeir vegirnir eru í eyði, þar gengur enginn lengur á strætunum, hann heldur hverki trú né tryggð, hann forleggur þær borgirnar og reiknar ekki fólkið neins vert. Landið liggur aumlega og sárgrætilega, Líbanon stendur skammarlegana forhöggvin og Saron er líka sem annað sléttlendi og Basan og Karmel eru í eyði.

Nú vil eg taka mig upp, segir Drottinn, nú vil eg hefja mig upp, nú vil eg komast hátt. [ Af grashálminum eru þér óléttir en stráin fæði þér. Eldurinn mun yður með yðrum þungum móði fortæra. Því að fólkið mun að múrlími forbrennt verða og so sem þá afhöggvin þyrniklungur með eldi uppbrennast.

So heyrið nú, þér sem fjarlægir eruð, hvað eg hefi gjört og, þér sem nálægir eruð, merkið minn styrkleika. [ Hinir syndugir til Síon eru skelfdir og hræðsla er yfir þá hræsnara komin, segjandi: „Hver er sá vor á meðal þar kunni að búa í hjá einum foreyðandi eldi? Hver er sá á meðal vor að búa kunni hjá eilífum bruna?“

Hver hann gengur í réttvísinni og talar sannleikinn, hver hann hatar rangindin og ágirndina og tekur sínar hendur í frá því, það hann þiggi öngvar skenkingar, hver að tilbyrgir sín eyru so hann heyri öngva blóðskuld og lýkur sín augu aftur so að hann sjái engin illskupör, sá hinn sami muní upphæðunum byggja og björgin munu hans virki og verndarhlíf vera. Hans brauð mun hönum gefast, sitt vatn það hefur hann víst. Þín augu munu þann kónginn sjá í sinni fegurðarprýði, þú munt og sjá það landið útvíkkað svo að þitt hjarta undrast það næsta, so segjandi: Hvar eru nú þeir hinir skriftlærðu? [ Hvar eru nú ráðgjafar? Hvar eru nú canzelerar? Þar að auk muntu ekki sjá það öfluga fólkið, það fólkið sem djúpsettu tungumál hefur, hvert eð þú fær ekki skilið, og óskiljanlegt tungumál er, sem ekki kann að skiljast.

Skoða þú Síon, vora hátíðaborg, þín augu skulu sjá Jerúsalem, þá öruggu bygging, eina tjaldbúð sem ekki verður í burt flutt, hverrar naglar það aldrei skulu útdragast og engin hennar reip í sundurslitin verða. [ Því að Drottinn sjálfur mun þar voldugur hjá oss vera og þar munu víðar vatsgrafir vera svo að öngu skipi mun þar með árum yfirróið og öngvar galeiður munu þangað sigla. Því að Drottinn er vor dómari, Drottinn er vor meistari, Drottinn er vor kóngur, hann hjálpar oss.

Látið þá sínar snörur upp spanna, þær munu þó ekki halda. Svo munu þeir og einnin merkinu á mastrinu ekki út slá. Þá mun og miklu kostulegu herfangi útskipt verða so það einnin hinir vanfæru munu herfangi skipta. Og enginn innbyggjari mun þá segja: „Eg em veikur“ því að það fólkið sem þar innibyggir mun hafa syndanna fyrirgefningu.